Ert þú með lægri laun en þingmaður? Björn Leví Gunnarsson skrifar 23. september 2021 09:02 Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að við hlífum fátækum við skattlagningu og aukum byrðarnar eftir því sem bökin verða breiðari. Hins vegar að við verðlaunum það sem er umhverfisvænt og grænt.Það þýðir að viljum t.d. lækka skatta á: Launatekjur undir 1.225 þúsund krónur á mánuði Örorku- og ellilífeyrisþega Umhverfisvæna vörur og þjónustu Græn sprotafyrirtæki Lítil, loftslagsvæn fyrirtæki Og við viljum hækka skatta á: Launatekjur yfir 1.225 þúsund krónur á mánuði Ofurauð Arð og fjármagnstekjur Hagnaðardrifna auðlindanýtingu eins og sjávarútveg og stóriðju Mengun og óumhverfisvæn stórfyrirtæki Skattalækkun fyrir rúm 90% launþega Nokkur umræða hefur verið um tillögur Pírata í skattamálum, ekki síst vegna þess að okkur yfirsást skekkja í fyrstu útreikningunum okkar. Leiðindaklúður sem við brugðumst við eins og við viljum að stjórnmálafólk geri: Þökkuðum fyrir ábendinguna og leiðréttum villuna strax. Skítur skeður og ekkert kjaftæði. Ég ók framhjá strætóskýli á dögunum þar sem vakin var athygli á hugmynd okkar um að hækka efsta skattþrepið. Í þeirri umræðu allri hefur hins vegar algjörlega gleymst - viljandi eða ekki - að útskýra hver afraksturinn er af þessari hækkun. Eins og fyrr segir vilja Píratar hlífa fólki með lægri tekjur. Þess vegna leggjum við til að hækka persónuafslátt um 20 þúsund krónur - sem nýtist hinum fátækari miklu, miklu betur en fólki á ofurlaunum. Til þess að fjármagna það leggjum við til, ásamt aðgerðum eins og bættu eftirliti gegn skattaundanskotum og róttækum breytingum í sjávarútvegi, að fjármagna þessa skattalækkun fyrir fátækt fólk með því að auka byrðarnar á hin auðugu. Samspil hærri persónuafsláttar og hærra skattþreps þýðir að öll þau sem eru með lægri laun heldur en þingmenn fá skattalækkun. Ef þú ert með með minna en 1225 þúsund krónur í laun á mánuði - eins og langflestir Íslendingar - þá muntu hafa meira á milli handanna í hverjum mánuði ef tillögur Pírata yrðu að veruleika. Þingmenn og ráðherrar greiða hærri skatt fyrir vikið en við höfum alveg efni á því. Þessu til viðbótar ætlum við hefja undirbúning að útgreiðslu persónuafsláttar handa þeim sem nýta hann ekki. Það mun gagnast tekjulausum, eins og námsfólki, sérstaklega vel. Sterkt umboð Nýleg könnun sýnir að meirihluti almennings telur það á ábyrgð stjórnvalda að minnka tekjumun, auk þess sem meirihluti landsmanna styður hátekjuskatt. 82% telur að tekjumunur sé of mikill hér á landi samkvæmt rannsókninni og um það bil sjö af hverjum tíu telur að ríkisvaldið ætti að beita sér til þess að minnka þennan tekjumun. Þetta finnst okkur Pírötum til marks um að hugmyndir okkar um stigvaxandi skattkerfi - þar sem breiðari bökin styðja hin fátæku - eigi góðan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Það hvetur okkur áfram til að vinna áfram í þessa átt og tala fyrir hugmyndum í skattamálum sem nýtast þeim best sem minnst hafa. Það er fyrirsjáanlegt að einhverjir bendi einungis á þann hluta skattsins sem hækkar og hunsi stóra hlutann sem lækkar, það er klassísk gamaldags pólitík sem Píratar hafa ekki áhuga á. Takið upplýstar ákvarðanir og veljið Pírata og hækkun á persónuafslætti. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Skattar og tollar Efnahagsmál Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að við hlífum fátækum við skattlagningu og aukum byrðarnar eftir því sem bökin verða breiðari. Hins vegar að við verðlaunum það sem er umhverfisvænt og grænt.Það þýðir að viljum t.d. lækka skatta á: Launatekjur undir 1.225 þúsund krónur á mánuði Örorku- og ellilífeyrisþega Umhverfisvæna vörur og þjónustu Græn sprotafyrirtæki Lítil, loftslagsvæn fyrirtæki Og við viljum hækka skatta á: Launatekjur yfir 1.225 þúsund krónur á mánuði Ofurauð Arð og fjármagnstekjur Hagnaðardrifna auðlindanýtingu eins og sjávarútveg og stóriðju Mengun og óumhverfisvæn stórfyrirtæki Skattalækkun fyrir rúm 90% launþega Nokkur umræða hefur verið um tillögur Pírata í skattamálum, ekki síst vegna þess að okkur yfirsást skekkja í fyrstu útreikningunum okkar. Leiðindaklúður sem við brugðumst við eins og við viljum að stjórnmálafólk geri: Þökkuðum fyrir ábendinguna og leiðréttum villuna strax. Skítur skeður og ekkert kjaftæði. Ég ók framhjá strætóskýli á dögunum þar sem vakin var athygli á hugmynd okkar um að hækka efsta skattþrepið. Í þeirri umræðu allri hefur hins vegar algjörlega gleymst - viljandi eða ekki - að útskýra hver afraksturinn er af þessari hækkun. Eins og fyrr segir vilja Píratar hlífa fólki með lægri tekjur. Þess vegna leggjum við til að hækka persónuafslátt um 20 þúsund krónur - sem nýtist hinum fátækari miklu, miklu betur en fólki á ofurlaunum. Til þess að fjármagna það leggjum við til, ásamt aðgerðum eins og bættu eftirliti gegn skattaundanskotum og róttækum breytingum í sjávarútvegi, að fjármagna þessa skattalækkun fyrir fátækt fólk með því að auka byrðarnar á hin auðugu. Samspil hærri persónuafsláttar og hærra skattþreps þýðir að öll þau sem eru með lægri laun heldur en þingmenn fá skattalækkun. Ef þú ert með með minna en 1225 þúsund krónur í laun á mánuði - eins og langflestir Íslendingar - þá muntu hafa meira á milli handanna í hverjum mánuði ef tillögur Pírata yrðu að veruleika. Þingmenn og ráðherrar greiða hærri skatt fyrir vikið en við höfum alveg efni á því. Þessu til viðbótar ætlum við hefja undirbúning að útgreiðslu persónuafsláttar handa þeim sem nýta hann ekki. Það mun gagnast tekjulausum, eins og námsfólki, sérstaklega vel. Sterkt umboð Nýleg könnun sýnir að meirihluti almennings telur það á ábyrgð stjórnvalda að minnka tekjumun, auk þess sem meirihluti landsmanna styður hátekjuskatt. 82% telur að tekjumunur sé of mikill hér á landi samkvæmt rannsókninni og um það bil sjö af hverjum tíu telur að ríkisvaldið ætti að beita sér til þess að minnka þennan tekjumun. Þetta finnst okkur Pírötum til marks um að hugmyndir okkar um stigvaxandi skattkerfi - þar sem breiðari bökin styðja hin fátæku - eigi góðan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Það hvetur okkur áfram til að vinna áfram í þessa átt og tala fyrir hugmyndum í skattamálum sem nýtast þeim best sem minnst hafa. Það er fyrirsjáanlegt að einhverjir bendi einungis á þann hluta skattsins sem hækkar og hunsi stóra hlutann sem lækkar, það er klassísk gamaldags pólitík sem Píratar hafa ekki áhuga á. Takið upplýstar ákvarðanir og veljið Pírata og hækkun á persónuafslætti. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar