Biden og Macron vilja byggja upp traust aftur Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2021 18:35 Joe Biden og Emmanuel Macron. EPA/PHIL NOBLE Sendiherra Frakklands mun snúa aftur til Washington DC í næstu viku. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði sendiherrann heim eftir að Bandaríkjamenn, Ástralar og Bretar tilkynntu nýjan varnarsáttmála. Sá sáttmáli felur í sér að Ástralar kaupa kjarnorkuknúna kafbáta frá Bandaríkjunum en þá hættu Ástralar við að kaupa rafmagnsknúna kafbáta af Frökkum. Ráðamenn í Frakklandi brugðust reiðir við þessari tilkynningu. Meðal annars sögðu þeir Bandaríkjamenn hafa stungið þá í bakið og líktu Biden við Donald Trump, fyrrverandi forseta. Eins og áður segir var franski sendiherrann kallaður heim og var það í fyrsta skipti sem það er gert á þeim rúmu tveimur öldum sem ríkin hafa átt í pólitískum samskiptum. Frakkar eru taldir verða af minnst 66 milljörðum Bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Sjá einnig: Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvöfeldni og lygar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Macron töluðu saman í síma í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að þeir hafi komist að samkomulagi um frekari viðræður og samráð til að tryggja traust milli ríkjanna. Þá ákváðu þeir að hittast í Evrópu í október og ræða frekar saman, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í yfirlýsingunni segir einnig að Biden og Macron hafi verið sammála um að betra hefði verið að Bandaríkjamenn hefðu rætt málið við bandamenn sína í Evrópu. Höfðu rætt áhyggjur sínar opinberlega Ráðamenn í Ástralíu sögðu fyrr í vikunni að ákvörðun þeirra hefði ekki átt að koma Frökkum á óvart. Ástralar hefðu gert áhyggjur sínar af töfum og kostnaði, auk þess sem þeir höfðu áhyggjur af notagildi rafmagnskafbáta í Kyrrahafinu. Í frétt Reuters segir að þessar áhyggjur hafi verið ræddar í ástralska þinginu á undanförnum árum. Meðal annars um það að samningurinn hafði hækkað úr 40 milljörðum dala í 60 milljarða og það áður en byrjað var að smíða einn einasta kafbát. Kjarnorkuknúnir kafbátar eru mun öflugri en kafbátar sem eru keyrðir af díselolíu og rafmagni. Hægt er að sigla þeim mun hraðar, lengur og lengra og þar að auki þarf ekki að sigla þeim reglulega við yfirborðið til að hlaða rafgeyma. Frakkland Bandaríkin Ástralía Bretland Suður-Kínahaf Kína Joe Biden Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Sá sáttmáli felur í sér að Ástralar kaupa kjarnorkuknúna kafbáta frá Bandaríkjunum en þá hættu Ástralar við að kaupa rafmagnsknúna kafbáta af Frökkum. Ráðamenn í Frakklandi brugðust reiðir við þessari tilkynningu. Meðal annars sögðu þeir Bandaríkjamenn hafa stungið þá í bakið og líktu Biden við Donald Trump, fyrrverandi forseta. Eins og áður segir var franski sendiherrann kallaður heim og var það í fyrsta skipti sem það er gert á þeim rúmu tveimur öldum sem ríkin hafa átt í pólitískum samskiptum. Frakkar eru taldir verða af minnst 66 milljörðum Bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Sjá einnig: Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvöfeldni og lygar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Macron töluðu saman í síma í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að þeir hafi komist að samkomulagi um frekari viðræður og samráð til að tryggja traust milli ríkjanna. Þá ákváðu þeir að hittast í Evrópu í október og ræða frekar saman, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í yfirlýsingunni segir einnig að Biden og Macron hafi verið sammála um að betra hefði verið að Bandaríkjamenn hefðu rætt málið við bandamenn sína í Evrópu. Höfðu rætt áhyggjur sínar opinberlega Ráðamenn í Ástralíu sögðu fyrr í vikunni að ákvörðun þeirra hefði ekki átt að koma Frökkum á óvart. Ástralar hefðu gert áhyggjur sínar af töfum og kostnaði, auk þess sem þeir höfðu áhyggjur af notagildi rafmagnskafbáta í Kyrrahafinu. Í frétt Reuters segir að þessar áhyggjur hafi verið ræddar í ástralska þinginu á undanförnum árum. Meðal annars um það að samningurinn hafði hækkað úr 40 milljörðum dala í 60 milljarða og það áður en byrjað var að smíða einn einasta kafbát. Kjarnorkuknúnir kafbátar eru mun öflugri en kafbátar sem eru keyrðir af díselolíu og rafmagni. Hægt er að sigla þeim mun hraðar, lengur og lengra og þar að auki þarf ekki að sigla þeim reglulega við yfirborðið til að hlaða rafgeyma.
Frakkland Bandaríkin Ástralía Bretland Suður-Kínahaf Kína Joe Biden Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira