Byggðastefnan hefur siglt í strand Þorgrímur Sigmundsson skrifar 16. september 2021 08:31 Því miður hefur byggðastefna hér á landi silgt í strand. Það sést með skýrum hætti ef byggðaþróun er skoðuð nokkra áratugi aftur í tímann. Það er ljóst að það bútasaumskerfi sem hér hefur verið rekið og byggist á því að stökkva í neyðaraðgerðir þegar allt er komið í óefni dugar ekki lengur. Bútasaumurinn hefur verið kallaður ýmsum nöfnum; Vestfjarðaraðstoð, aðstoð við brotthættar byggðir, nú eða aðstoð við köld svæði. Stundum er hann kenndur við þann landshluta sem er undir hverju sinni og stundum við aðgerðina. Það er ekki aðalatriðið heldur það, að þessi aðferðafræði hefur því miður ekki getað snúið þróuninni við. Nú blasir við, að til að geta kallað fram raunhæfar breytingar þarf að ráðast í almennari aðgerðir og þá helst til breytinga á skattkerfinu. Borgríki Það er alveg hægt að lýsa þessu á myndrænan hátt sem birtist skýrast í því að við erum að verða með eitt mesta borgríki Evrópu. Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem hafa velt því fyrir sér hvort það sé þróun sem við viljum sjá enda er hún á skjön við það sem aðrar þjóðir eru að reyna að ná fram. Þannig sjáum við hjá okkar næstu nágrönnum, Norðmönnum, að á Óslóarsvæðinu, býr um það bil 25% Norðmanna og þykir þeim nóg um. Ef við tökum hins vegar áhrifasvæði Reykjavíkur, sem má skilgreina á milli Hvítánna tveggja, þá búa nú þar upp undir 85% Íslendingar. Það er fráleitt að tala um jöfnun á vægi atkvæða þegar allar stofnanir landsins eru komnar á þetta svæði þar sem meira og minna allir búa. Það þarf að ráðast í öflugar og kraftmiklar aðgerðir ef á að vera hægt að snúa við þessari þróun eða í það minnsta stöðva hana. Það verður ekki gert með smáskammtalækningum eins og hafa hér verið við hafðar í áratugi. Það þarf að kjósa breytingar Þegar menn tala um vægi atkvæða þá snýst það ekki aðeins um fjölda kjörinna fulltrúa. Það snýst um aðgang borgaranna að þjónustu og stofnunum ríkisins og því gríðarlega valdi sem embættismenn hafa. Til að stöðva þessa þróun og snúa henni við þannig að fólki og fyrirtækjum þyki áhugavert að starfa úti á landi verður að ráðast í miklar aðgerðir. Þær verða að vera almennar og skapa skilyrði fyrir því að rekstur úti á landi sé jafnsettur rekstri á höfuðborgarsvæðinu og jafn hagkvæmur fyrir þá sem fjárfesta í honum. Því þarf að skapa almenna jákvæða hvata fyrir fólk og fyrirtæki til þess að starfa úti á landi. Sú aðferð sem hefur verið viðhöfð undanfarna áratugi dugar ekki lengur. Ef fer sem horfir munu aðeins örfáir kjarnar úti á landi lifa þetta af og hinir smám saman fjara út. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að það sé það sem íbúar þessa lands vilja. Til að fá fram breytingar þarf að kjósa breytingar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er varaþingmaður og situr í 3. sæti lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Byggðamál Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Því miður hefur byggðastefna hér á landi silgt í strand. Það sést með skýrum hætti ef byggðaþróun er skoðuð nokkra áratugi aftur í tímann. Það er ljóst að það bútasaumskerfi sem hér hefur verið rekið og byggist á því að stökkva í neyðaraðgerðir þegar allt er komið í óefni dugar ekki lengur. Bútasaumurinn hefur verið kallaður ýmsum nöfnum; Vestfjarðaraðstoð, aðstoð við brotthættar byggðir, nú eða aðstoð við köld svæði. Stundum er hann kenndur við þann landshluta sem er undir hverju sinni og stundum við aðgerðina. Það er ekki aðalatriðið heldur það, að þessi aðferðafræði hefur því miður ekki getað snúið þróuninni við. Nú blasir við, að til að geta kallað fram raunhæfar breytingar þarf að ráðast í almennari aðgerðir og þá helst til breytinga á skattkerfinu. Borgríki Það er alveg hægt að lýsa þessu á myndrænan hátt sem birtist skýrast í því að við erum að verða með eitt mesta borgríki Evrópu. Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem hafa velt því fyrir sér hvort það sé þróun sem við viljum sjá enda er hún á skjön við það sem aðrar þjóðir eru að reyna að ná fram. Þannig sjáum við hjá okkar næstu nágrönnum, Norðmönnum, að á Óslóarsvæðinu, býr um það bil 25% Norðmanna og þykir þeim nóg um. Ef við tökum hins vegar áhrifasvæði Reykjavíkur, sem má skilgreina á milli Hvítánna tveggja, þá búa nú þar upp undir 85% Íslendingar. Það er fráleitt að tala um jöfnun á vægi atkvæða þegar allar stofnanir landsins eru komnar á þetta svæði þar sem meira og minna allir búa. Það þarf að ráðast í öflugar og kraftmiklar aðgerðir ef á að vera hægt að snúa við þessari þróun eða í það minnsta stöðva hana. Það verður ekki gert með smáskammtalækningum eins og hafa hér verið við hafðar í áratugi. Það þarf að kjósa breytingar Þegar menn tala um vægi atkvæða þá snýst það ekki aðeins um fjölda kjörinna fulltrúa. Það snýst um aðgang borgaranna að þjónustu og stofnunum ríkisins og því gríðarlega valdi sem embættismenn hafa. Til að stöðva þessa þróun og snúa henni við þannig að fólki og fyrirtækjum þyki áhugavert að starfa úti á landi verður að ráðast í miklar aðgerðir. Þær verða að vera almennar og skapa skilyrði fyrir því að rekstur úti á landi sé jafnsettur rekstri á höfuðborgarsvæðinu og jafn hagkvæmur fyrir þá sem fjárfesta í honum. Því þarf að skapa almenna jákvæða hvata fyrir fólk og fyrirtæki til þess að starfa úti á landi. Sú aðferð sem hefur verið viðhöfð undanfarna áratugi dugar ekki lengur. Ef fer sem horfir munu aðeins örfáir kjarnar úti á landi lifa þetta af og hinir smám saman fjara út. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að það sé það sem íbúar þessa lands vilja. Til að fá fram breytingar þarf að kjósa breytingar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er varaþingmaður og situr í 3. sæti lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun