„Ég þekki þessa hluti, þetta eru ekki manneskjur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2021 17:01 Goran Kristján var harðorður í garð sakborninga, þar á meðal Angjelins Sterkaj. Vísir/Vilhelm Góðvinur og samstarfsmaður Armando Beqirai var harðorður í garð sakborninga í Rauðagerðismálinu svokallaða þegar hann bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann sagði sakborningana fjóra ekki manneskjur heldur hluti. „Ég þekki alla þessa hluti, þetta eru ekki manneskjur,“ sagði Goran Kristján Stojanovic, góðvinur Armandos, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. Þriðji dagur aðalmeðferðar málsins fór fram í dag en vitnaleiðslum lauk laust eftir klukkan þrjú. Aðalmeðferð málsins heldur áfram á morgun, þegar vitnaleiðslum lýkur. Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana, sem hann hefur játað en ber fyrir sig sjálfsvörn. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þátt sem leiddi til þess að Armando var banað. Ekki eiginlegar hótanir milli Armando og Angjelin heldur venjuleg samskipti Albana Goran lýsti því í dag að hann hafi vitað af hótunum sem gengu á milli Armanado og Angjelin. Hann vill þó meina að um eiginlegar hótanir hafi ekki verið að ræða, svona gangi samskipti milli Albana einfaldlega fyrir sig. Armando hafi ekki verið ósáttur við Angjelin út af neinu. Aðspurður sagðist hann þekkja til Antons Kristins Þórarinssonar, sem var handtekinn í tengslum við málið í febrúar, settur í gæsluvarðhald en var ekki á meðal þeirra sem ákærðir voru í málinu. Hann hafi oft hitt Anton niðri í miðbæ, þar sem Anton hafi reglulega skemmt sér á skemmtistöðum þar sem Goran, Armando og félagar sinntu dyravörslu. „Við eigum sameiginlega vini en við erum ekki vinir. Við erum ekki óvinir, það er ekkert vesen á milli okkar,“ sagði Goran. Sagðist ekki kannast við sekt sem hann átti að hafa lagt á Anton Kristinn Angjelin sagði fyrir dómi á mánudag að Goran og Armando hafi farið fram á „sekt“ á Anton. Þeir hafi hvor um sig viljað 25 milljónir frá Antoni Kristni. Goran tók fyrir þetta í dag og sagðist ekkert kannast við þetta. Anton bar á sama veg þegar hann mætti fyrir dóm í dag. Aðspurður um það hvort Goran hafi vitað af því að Anton Kristinn hafi verið upplýsingagjafi fyrir lögreglu, sem greint var frá fyrr á þessu ári, sagði Goran það ekki hafa komið honum á óvart. Goran lýsti því jafnframt að hann hafi orðið vitni að símtali milli Armando og Angjelin á fimmtudagskvöldinu fyrir árásina. Samtalið hafi verið á albönsku og hann hafi því ekkert skilið. Nokkrum dögum síðar hafi hann fengið að vita það að Angjelin hafi hótað Armando lífláti, að hann myndi setja margar kúlur í magann á honum. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram á morgun þegar skýrslutöku lýkur. Málflutningur mun fara fram í næstu viku. Morð í Rauðagerði Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ellen segir fjölskyldunni sundrað vegna Rauðagerðismálsins Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons Kristins Þórarinssonar, sagði fyrir dómi í dag að fjölskyldu hennar hefði verið sundrað í tengslum við Rauðagerðismálið. 15. september 2021 15:12 Anton Kristinn segir ekkert til í fullyrðingu um 50 milljóna króna sekt Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 15. september 2021 14:34 Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. 15. september 2021 12:12 Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. 14. september 2021 14:20 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
„Ég þekki alla þessa hluti, þetta eru ekki manneskjur,“ sagði Goran Kristján Stojanovic, góðvinur Armandos, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. Þriðji dagur aðalmeðferðar málsins fór fram í dag en vitnaleiðslum lauk laust eftir klukkan þrjú. Aðalmeðferð málsins heldur áfram á morgun, þegar vitnaleiðslum lýkur. Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana, sem hann hefur játað en ber fyrir sig sjálfsvörn. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þátt sem leiddi til þess að Armando var banað. Ekki eiginlegar hótanir milli Armando og Angjelin heldur venjuleg samskipti Albana Goran lýsti því í dag að hann hafi vitað af hótunum sem gengu á milli Armanado og Angjelin. Hann vill þó meina að um eiginlegar hótanir hafi ekki verið að ræða, svona gangi samskipti milli Albana einfaldlega fyrir sig. Armando hafi ekki verið ósáttur við Angjelin út af neinu. Aðspurður sagðist hann þekkja til Antons Kristins Þórarinssonar, sem var handtekinn í tengslum við málið í febrúar, settur í gæsluvarðhald en var ekki á meðal þeirra sem ákærðir voru í málinu. Hann hafi oft hitt Anton niðri í miðbæ, þar sem Anton hafi reglulega skemmt sér á skemmtistöðum þar sem Goran, Armando og félagar sinntu dyravörslu. „Við eigum sameiginlega vini en við erum ekki vinir. Við erum ekki óvinir, það er ekkert vesen á milli okkar,“ sagði Goran. Sagðist ekki kannast við sekt sem hann átti að hafa lagt á Anton Kristinn Angjelin sagði fyrir dómi á mánudag að Goran og Armando hafi farið fram á „sekt“ á Anton. Þeir hafi hvor um sig viljað 25 milljónir frá Antoni Kristni. Goran tók fyrir þetta í dag og sagðist ekkert kannast við þetta. Anton bar á sama veg þegar hann mætti fyrir dóm í dag. Aðspurður um það hvort Goran hafi vitað af því að Anton Kristinn hafi verið upplýsingagjafi fyrir lögreglu, sem greint var frá fyrr á þessu ári, sagði Goran það ekki hafa komið honum á óvart. Goran lýsti því jafnframt að hann hafi orðið vitni að símtali milli Armando og Angjelin á fimmtudagskvöldinu fyrir árásina. Samtalið hafi verið á albönsku og hann hafi því ekkert skilið. Nokkrum dögum síðar hafi hann fengið að vita það að Angjelin hafi hótað Armando lífláti, að hann myndi setja margar kúlur í magann á honum. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram á morgun þegar skýrslutöku lýkur. Málflutningur mun fara fram í næstu viku.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ellen segir fjölskyldunni sundrað vegna Rauðagerðismálsins Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons Kristins Þórarinssonar, sagði fyrir dómi í dag að fjölskyldu hennar hefði verið sundrað í tengslum við Rauðagerðismálið. 15. september 2021 15:12 Anton Kristinn segir ekkert til í fullyrðingu um 50 milljóna króna sekt Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 15. september 2021 14:34 Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. 15. september 2021 12:12 Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. 14. september 2021 14:20 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Ellen segir fjölskyldunni sundrað vegna Rauðagerðismálsins Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons Kristins Þórarinssonar, sagði fyrir dómi í dag að fjölskyldu hennar hefði verið sundrað í tengslum við Rauðagerðismálið. 15. september 2021 15:12
Anton Kristinn segir ekkert til í fullyrðingu um 50 milljóna króna sekt Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 15. september 2021 14:34
Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. 15. september 2021 12:12
Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. 14. september 2021 14:20