Jón Ásgeir bjargaði Iceland Express á ögurstundu Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2021 13:37 Jón Ásgeir Jóhannesson lánaði Iceland Express skömmu áður en hann sast í stjórn Icelandair. Jómfrúarflug Iceland Express var flogið árið 2003. Vísir/Vilhelm/Juergen Lehle Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður kom rekstri Iceland Express til bjargar á upphafsárum flugfélagsins þegar útlit var fyrir að fjárskortur kæmi í veg fyrir að fyrsta vélin færi í loftið. Þetta segir Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Í grein sem birtist á Túrista segir hann í raun með ólíkindum hvernig Iceland Express hafi tekist að komast á lappirnar miðað við þá naumu fjármuni sem það hafði úr að spila á sínum tíma. Til að mynda hafi stjórnendur félagsins fengið sex milljóna króna yfirdrátt í Sparisjóði vélstjóra í lok árs 2002 til að leigja húsnæði, setja upp tölvukerfi og ráða starfsfólk. Þá hafi upplýsingatæknifyrirtækið EJS lánað tölvur með tryggingu í tækjunum og skrifstofuhúsgögn verið keypt notuð á lágu verði. Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Aðsend Gátu ekki greitt flugrekstrarfélaginu Iceland Express hóf sölu farmiða þann 9. janúar 2003. Nokkuð leið þar til kreditkortagreiðslur skiluðu sér frá kortafyrirtækjum og voru laun og annar kostnaður sem féll til í lok janúarmánaðar greidd með fargjöldum sem borguð voru með debetkortum. Þær tekjur dugðu þó ekki til að borga fyrirframgreiðslu til flugrekstrarfélagsins Astraeus sem var fengið til að útvega flugvélar og flugmenn fyrir nýja flugfélagið. „Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus hljóp þá undir bagga og keypti 22 milljón króna víxil til 2 mánaða gegn veði í öllum hlutabréfum fyrirtækisins,“ segir Ólafur í grein sinni. Athygli vekur að á þessum tíma átti Jón Ásgeir töluverðan hlut í Icelandair og var kjörinn í stjórn fyrirtækisins þremur vikum seinna. Hefðu þegið eitt prósent af fjármagni Play Að sögn Ólafs liðkaði Olíufélagið sömuleiðis fyrir gangsetningu nýja flugfélagsins með því að lána eldsneyti fyrstu tvær vikurnar. „En ljóst er að ekki mátti tæpara standa í peningamálunum og munaði þar mestu um lánið frá Jóni Ásgeiri.“ Ólíkt Iceland Express var flugfélagið Play þokkalega fjármagnað áður en það hóf flugrekstur sinn í ár og tryggði sér þar að auki yfir tíu milljarða króna í hlutafjárútboðum í apríl og júní. Í samanburði á fyrstu skrefunum í rekstri Play og Iceland Express má því sjá tvær gjörólíkar myndir. Ólafur segir að stofnendur Iceland Express hefðu þegið þó ekki væri nema 1% af fjármagninu sem Play hefur tryggt sér fram að þessu. Hann fer nánar yfir tilkomu flugfélaganna í grein sinni á Túrista. Iceland Express var tekið yfir af Wow air árið 2012 sem varð gjaldþrota 2019. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Þetta segir Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Í grein sem birtist á Túrista segir hann í raun með ólíkindum hvernig Iceland Express hafi tekist að komast á lappirnar miðað við þá naumu fjármuni sem það hafði úr að spila á sínum tíma. Til að mynda hafi stjórnendur félagsins fengið sex milljóna króna yfirdrátt í Sparisjóði vélstjóra í lok árs 2002 til að leigja húsnæði, setja upp tölvukerfi og ráða starfsfólk. Þá hafi upplýsingatæknifyrirtækið EJS lánað tölvur með tryggingu í tækjunum og skrifstofuhúsgögn verið keypt notuð á lágu verði. Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Aðsend Gátu ekki greitt flugrekstrarfélaginu Iceland Express hóf sölu farmiða þann 9. janúar 2003. Nokkuð leið þar til kreditkortagreiðslur skiluðu sér frá kortafyrirtækjum og voru laun og annar kostnaður sem féll til í lok janúarmánaðar greidd með fargjöldum sem borguð voru með debetkortum. Þær tekjur dugðu þó ekki til að borga fyrirframgreiðslu til flugrekstrarfélagsins Astraeus sem var fengið til að útvega flugvélar og flugmenn fyrir nýja flugfélagið. „Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus hljóp þá undir bagga og keypti 22 milljón króna víxil til 2 mánaða gegn veði í öllum hlutabréfum fyrirtækisins,“ segir Ólafur í grein sinni. Athygli vekur að á þessum tíma átti Jón Ásgeir töluverðan hlut í Icelandair og var kjörinn í stjórn fyrirtækisins þremur vikum seinna. Hefðu þegið eitt prósent af fjármagni Play Að sögn Ólafs liðkaði Olíufélagið sömuleiðis fyrir gangsetningu nýja flugfélagsins með því að lána eldsneyti fyrstu tvær vikurnar. „En ljóst er að ekki mátti tæpara standa í peningamálunum og munaði þar mestu um lánið frá Jóni Ásgeiri.“ Ólíkt Iceland Express var flugfélagið Play þokkalega fjármagnað áður en það hóf flugrekstur sinn í ár og tryggði sér þar að auki yfir tíu milljarða króna í hlutafjárútboðum í apríl og júní. Í samanburði á fyrstu skrefunum í rekstri Play og Iceland Express má því sjá tvær gjörólíkar myndir. Ólafur segir að stofnendur Iceland Express hefðu þegið þó ekki væri nema 1% af fjármagninu sem Play hefur tryggt sér fram að þessu. Hann fer nánar yfir tilkomu flugfélaganna í grein sinni á Túrista. Iceland Express var tekið yfir af Wow air árið 2012 sem varð gjaldþrota 2019.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira