Hvers vegna ekki Sjálfstæðisflokk? Þór Saari skrifar 11. september 2021 15:00 Það eru margvíslegar ástæður fyrri því að almennur kjósandi ætti ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þótt flokkurinn hafi á sínum tíma verið akkeri borgarastéttarinnar og sem slíkur nauðsynlegur í því pólitíska litrófi sem á að vera til staðar í alvöru lýðræðisríki og hann hafi einnig náð í fylgi langt út fyrir raðir þeirrar stéttar með snjöllum áróðri og taktík sem skipulögð var að Birgi Kjaran heildsala á sínum tíma, þá er hann fullkominn tímaskekkja í dag. Það daður Sjálfstæðisflokksins við almenning sem tryggði honum fylgi langt út fyrir sínar eðlilegu raðir byggðist á aðferðum, svo kölluðum hverfastjórnum eða hverfaráðum, flokkspólitískum hópum til eftirlits með borgurunum sem eiga rætur í skipulagi flokks eins í Þýskalandi á sínum tíma og hafa verið notaðar með góðum árangri æ síðan í alræðisríkjum um allan heim, allt til dagsins í dag. Það fylgi var því aldrei „eðlilegt“ því menn áttu oft atvinnu sína og lífsbjörg undir því að styðja flokkinn. Hinn svo kallaði verkalýðsarmur flokksins var svo notaður í þágu flokksins, það er flokkseigendafélagsins, eins og hægt var, í stað þess að vera í þágu almenns launafólks. Það var óttinn við byltingu sem gerði það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn var með í (með semingi þó) að innleiða ýmsar samfélags úrbætur en um leið og óttinn við kommúnismann hvarf með falli Berlínarmúrsins var hann ekki lengi að snúa við blaðinu. Með valdatöku Davíðs Oddsonar í Sjálfstæðisflokknum og klíkunnar í kringum hann, verður kúvending í stefnu flokksins og þótt það gerðist ekki á einni nóttu þá hrintu þeir félagar and-samfélagslegum aðgerðum í framkvæmd yfir tímabil sem best verður lýst sem einhverju mesta samfélagslega hnignunarskeiði landsins, þótt efnahagur sumra, aðallega auðmanna og klíkubræðra, hafi batnað til muna. Það var grafið skipulega undan heilbrigðiskerfinu sem hefur leitt til þess að í dag er það ekki að veita nauðsynlega þjónustu. Húsnæðiskerfið sem var hér við lýði var eyðilagt með niðurlagningu kerfis verkamannabústaða sem skaffaði fólki með lágar tekjur mjög góðar íbúðir til leigu eða eignar. Helsta lífsbjörg landsbyggðarinnar, fiskurinn í sjónum utan við landsteinana, var fyrst kvótasettur, og svo einkavinavæddur með óhefta framsalinu. Mikilvægir innviðir svo sem símaþjónusta, var einkavinavædd og er nú mest öll í erlendri eigu. Jarðnæði landsins hefur í stórum stíl verið selt úr landi til erlendra auðmanna þannig að íslendingar eiga ekki lengur sjálfir umtalsverðan hluta af „eigin“ landi, sem er fáheyrt í sögu þjóðríkja. „Erlendir fjárfestingasjóðir“ sem enginn veit hver á, en er líklega falið Tortólafé, hafa eignast mikið af íbúðarhúsnæði og halda uppi háu húsnæðisverði og viðskiptalífið almennt starfar orðið að stórum hluta í fákeppnisumhverfi með tilheyrandi okur verðlagningu. Nýlega birt grein um bílatryggingar sem eru 100% dýrari hér á landi heldur en í nágrannalöndunum, er eitt slíkt dæmi. Varla þarf að minnast á þátt Sjálfstæðisflokksins í Hruninu 2008 en flokkurinn var ekki bara gerandi að því „regluverki“ sem gerði það að verki að Ísland varð gjaldþrota á heimsmælikvarða, heldur hrinti Sjálfstæðisflokkurinn því regluverki í framkvæmd, sem meðal annars gerði það að verki að um 15.000 fjölskyldur misstu allt sitt. Við skulum því ekki tala um Sjálfstæðisflokkinn og tausta efnahagsstjórn í sömu andránni heldur um Sjálfstæðisflokkinn og hættulega efnahagsstjórn sem byggir á braskvæðingu samfélagsins í þágu fárra auðmanna tengdum flokknum. Stofnanir stjórnsýslunnar hafa verið flokksvæddar Sjálfstæðisflokknum og flokkskírteini metin meira en fagþekking við ráðningar og hið mikilvæga skref í réttarúrbótum, Landsréttur, var eyðilagður í fæðingu af dómsmálaráðherra flokksins. Þetta er arfleifð flokksins, markaðsbúskapurinn sem átti að skila svo miklu (og getur gert það við réttar aðstæður) er einhvers konar lélegur brandari, mikilvægustu þarfir fólks svo sem þak yfir höfðuðið hefur verið fullkomlega braskvætt og sjálft dómskerfið hefur verið stórskaðað og er orðið allt að því ónothæft, sem setur stórt spurningamerki við hugmyndina um réttarríkið Ísland. Það alvarlega er að þessi vegferð mun ekki hætta. Núverandi Garðarbæjarklíka sem stjórnar flokknum og graðkar fé í vasa vina og ættmenna fær aldrei nóg, því græðgi af þessum skala er óseðjandi. Áframhaldandi stjórnarfar með Sjálfstæðisflokkinn við völd mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn og fyrir atvinnulífið (smærri fyrirtækin) og skila sér í fullkomlega einkavinavæddu samfélagi þar sem menntun, heilbrigðisþjónusta, vegir og hvaðeina, verður aðeins á færi auðugs fólks. Það er óhjákvæmilegt. Þess vegna verður að gefa þessum flokki frí frá stjórnartaumunum í langan tíma, leyfa honum að sleikja sár sín og vona að hann rísi aftur með siðleg borgaraleg gildi að leiðarljósi í stað klíkuskapar og græðgi. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það eru margvíslegar ástæður fyrri því að almennur kjósandi ætti ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þótt flokkurinn hafi á sínum tíma verið akkeri borgarastéttarinnar og sem slíkur nauðsynlegur í því pólitíska litrófi sem á að vera til staðar í alvöru lýðræðisríki og hann hafi einnig náð í fylgi langt út fyrir raðir þeirrar stéttar með snjöllum áróðri og taktík sem skipulögð var að Birgi Kjaran heildsala á sínum tíma, þá er hann fullkominn tímaskekkja í dag. Það daður Sjálfstæðisflokksins við almenning sem tryggði honum fylgi langt út fyrir sínar eðlilegu raðir byggðist á aðferðum, svo kölluðum hverfastjórnum eða hverfaráðum, flokkspólitískum hópum til eftirlits með borgurunum sem eiga rætur í skipulagi flokks eins í Þýskalandi á sínum tíma og hafa verið notaðar með góðum árangri æ síðan í alræðisríkjum um allan heim, allt til dagsins í dag. Það fylgi var því aldrei „eðlilegt“ því menn áttu oft atvinnu sína og lífsbjörg undir því að styðja flokkinn. Hinn svo kallaði verkalýðsarmur flokksins var svo notaður í þágu flokksins, það er flokkseigendafélagsins, eins og hægt var, í stað þess að vera í þágu almenns launafólks. Það var óttinn við byltingu sem gerði það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn var með í (með semingi þó) að innleiða ýmsar samfélags úrbætur en um leið og óttinn við kommúnismann hvarf með falli Berlínarmúrsins var hann ekki lengi að snúa við blaðinu. Með valdatöku Davíðs Oddsonar í Sjálfstæðisflokknum og klíkunnar í kringum hann, verður kúvending í stefnu flokksins og þótt það gerðist ekki á einni nóttu þá hrintu þeir félagar and-samfélagslegum aðgerðum í framkvæmd yfir tímabil sem best verður lýst sem einhverju mesta samfélagslega hnignunarskeiði landsins, þótt efnahagur sumra, aðallega auðmanna og klíkubræðra, hafi batnað til muna. Það var grafið skipulega undan heilbrigðiskerfinu sem hefur leitt til þess að í dag er það ekki að veita nauðsynlega þjónustu. Húsnæðiskerfið sem var hér við lýði var eyðilagt með niðurlagningu kerfis verkamannabústaða sem skaffaði fólki með lágar tekjur mjög góðar íbúðir til leigu eða eignar. Helsta lífsbjörg landsbyggðarinnar, fiskurinn í sjónum utan við landsteinana, var fyrst kvótasettur, og svo einkavinavæddur með óhefta framsalinu. Mikilvægir innviðir svo sem símaþjónusta, var einkavinavædd og er nú mest öll í erlendri eigu. Jarðnæði landsins hefur í stórum stíl verið selt úr landi til erlendra auðmanna þannig að íslendingar eiga ekki lengur sjálfir umtalsverðan hluta af „eigin“ landi, sem er fáheyrt í sögu þjóðríkja. „Erlendir fjárfestingasjóðir“ sem enginn veit hver á, en er líklega falið Tortólafé, hafa eignast mikið af íbúðarhúsnæði og halda uppi háu húsnæðisverði og viðskiptalífið almennt starfar orðið að stórum hluta í fákeppnisumhverfi með tilheyrandi okur verðlagningu. Nýlega birt grein um bílatryggingar sem eru 100% dýrari hér á landi heldur en í nágrannalöndunum, er eitt slíkt dæmi. Varla þarf að minnast á þátt Sjálfstæðisflokksins í Hruninu 2008 en flokkurinn var ekki bara gerandi að því „regluverki“ sem gerði það að verki að Ísland varð gjaldþrota á heimsmælikvarða, heldur hrinti Sjálfstæðisflokkurinn því regluverki í framkvæmd, sem meðal annars gerði það að verki að um 15.000 fjölskyldur misstu allt sitt. Við skulum því ekki tala um Sjálfstæðisflokkinn og tausta efnahagsstjórn í sömu andránni heldur um Sjálfstæðisflokkinn og hættulega efnahagsstjórn sem byggir á braskvæðingu samfélagsins í þágu fárra auðmanna tengdum flokknum. Stofnanir stjórnsýslunnar hafa verið flokksvæddar Sjálfstæðisflokknum og flokkskírteini metin meira en fagþekking við ráðningar og hið mikilvæga skref í réttarúrbótum, Landsréttur, var eyðilagður í fæðingu af dómsmálaráðherra flokksins. Þetta er arfleifð flokksins, markaðsbúskapurinn sem átti að skila svo miklu (og getur gert það við réttar aðstæður) er einhvers konar lélegur brandari, mikilvægustu þarfir fólks svo sem þak yfir höfðuðið hefur verið fullkomlega braskvætt og sjálft dómskerfið hefur verið stórskaðað og er orðið allt að því ónothæft, sem setur stórt spurningamerki við hugmyndina um réttarríkið Ísland. Það alvarlega er að þessi vegferð mun ekki hætta. Núverandi Garðarbæjarklíka sem stjórnar flokknum og graðkar fé í vasa vina og ættmenna fær aldrei nóg, því græðgi af þessum skala er óseðjandi. Áframhaldandi stjórnarfar með Sjálfstæðisflokkinn við völd mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn og fyrir atvinnulífið (smærri fyrirtækin) og skila sér í fullkomlega einkavinavæddu samfélagi þar sem menntun, heilbrigðisþjónusta, vegir og hvaðeina, verður aðeins á færi auðugs fólks. Það er óhjákvæmilegt. Þess vegna verður að gefa þessum flokki frí frá stjórnartaumunum í langan tíma, leyfa honum að sleikja sár sín og vona að hann rísi aftur með siðleg borgaraleg gildi að leiðarljósi í stað klíkuskapar og græðgi. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun