Dómsmálaráðherra gagnrýnir Helga Magnús vararíkissaksóknara Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 12:21 Dómsmálaráðherra minnir á að vararíkissaksóknara verði ekki vikið úr starfi nema með dómi. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gagnrýnir vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Hann megi ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaðurbirti á Facebook á sunnudagskvöld brot úr skýrslutöku lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnardóttur þolanda í ofbeldismáli. Færsla Sigurðar vakti mikla athygli og umræður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari setti "like" við færsluna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir minnir á að siðareglur ríkissaksóknaraembættisins um ákærendur nái einnig til háttsemi þeirra á opinberum vettvangi.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sem er æðsti yfirmaður dóms- og löggæslumála í landinu er ekki sátt við þetta. „Mér finnst mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að vera að tjá sig með þeim hætti sem hann hefur gert á samfélagsmiðlum nú nýlega. Það má alveg gagnrýna hann fyrir það," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra minnir á að sjálfstæði ákæruvaldsins sé grundvallarregla í íslensku réttarkerfi. „Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins og bæði hann og vararíkissaksóknari eru skipaðir ótímabundið rétt eins og dómarar. Dómsmálaráðherra víkur slíkum embættismönnum ekki úr embætti nema að undangengnum dómi," segir Áslaug Arna. Aktívistahópurinn Öfgar vekur athygli á að Helgi Magnús hafi ekki aðeins „lækað“ við færslu Sigurðar heldur einnig deilt henni. Helgi Magnús hefur síðan fjarlægt deilinguna. 🟥‼️Vararíkissaksóknari lét sér ekki nægja að ,like-a" við færsluna, hann deildi henni líka‼️🟥 pic.twitter.com/rZQCVrV8vy— Öfgar (@ofgarofgar) September 7, 2021 Í þessu máli beri að líta til þess að ríkissaksóknari hafi sett siðareglur fyrir ákærendur. „Þar kemur skýrt fram að þeir mega ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Þetta gildir einnig um háttsemi þeirra utan starfs. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að þátttaka þeirra á samfélagsmiðlum megi ekki verða til þess að hlutleysi þeirra sem ákærenda verði dregið í efa,“ segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari beri stjórnunarlega ábyrgð á því að kynna saksóknurum siðareglurnar og sjá til þess að þeim sé fylgt af þeim saksóknurum sem starfi við embætti hans. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segist í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis ekki tjá sig um starfsmannamál við fjölmiðla. „Fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 14/2017 um siðareglur ákærenda hafa verið rækilega kynnt fyrir öllum ákærendum og um siðareglurnar hefur einnig verið fjallað á námskeiði ríkissaksóknara um siðareglur fyrir ákærendur og faglega breytni.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:23. Dómsmál Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaðurbirti á Facebook á sunnudagskvöld brot úr skýrslutöku lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnardóttur þolanda í ofbeldismáli. Færsla Sigurðar vakti mikla athygli og umræður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari setti "like" við færsluna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir minnir á að siðareglur ríkissaksóknaraembættisins um ákærendur nái einnig til háttsemi þeirra á opinberum vettvangi.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sem er æðsti yfirmaður dóms- og löggæslumála í landinu er ekki sátt við þetta. „Mér finnst mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að vera að tjá sig með þeim hætti sem hann hefur gert á samfélagsmiðlum nú nýlega. Það má alveg gagnrýna hann fyrir það," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra minnir á að sjálfstæði ákæruvaldsins sé grundvallarregla í íslensku réttarkerfi. „Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins og bæði hann og vararíkissaksóknari eru skipaðir ótímabundið rétt eins og dómarar. Dómsmálaráðherra víkur slíkum embættismönnum ekki úr embætti nema að undangengnum dómi," segir Áslaug Arna. Aktívistahópurinn Öfgar vekur athygli á að Helgi Magnús hafi ekki aðeins „lækað“ við færslu Sigurðar heldur einnig deilt henni. Helgi Magnús hefur síðan fjarlægt deilinguna. 🟥‼️Vararíkissaksóknari lét sér ekki nægja að ,like-a" við færsluna, hann deildi henni líka‼️🟥 pic.twitter.com/rZQCVrV8vy— Öfgar (@ofgarofgar) September 7, 2021 Í þessu máli beri að líta til þess að ríkissaksóknari hafi sett siðareglur fyrir ákærendur. „Þar kemur skýrt fram að þeir mega ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Þetta gildir einnig um háttsemi þeirra utan starfs. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að þátttaka þeirra á samfélagsmiðlum megi ekki verða til þess að hlutleysi þeirra sem ákærenda verði dregið í efa,“ segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari beri stjórnunarlega ábyrgð á því að kynna saksóknurum siðareglurnar og sjá til þess að þeim sé fylgt af þeim saksóknurum sem starfi við embætti hans. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segist í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis ekki tjá sig um starfsmannamál við fjölmiðla. „Fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 14/2017 um siðareglur ákærenda hafa verið rækilega kynnt fyrir öllum ákærendum og um siðareglurnar hefur einnig verið fjallað á námskeiði ríkissaksóknara um siðareglur fyrir ákærendur og faglega breytni.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:23.
Dómsmál Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. 7. september 2021 20:00