Dómsmálaráðherra gagnrýnir Helga Magnús vararíkissaksóknara Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 12:21 Dómsmálaráðherra minnir á að vararíkissaksóknara verði ekki vikið úr starfi nema með dómi. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gagnrýnir vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Hann megi ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaðurbirti á Facebook á sunnudagskvöld brot úr skýrslutöku lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnardóttur þolanda í ofbeldismáli. Færsla Sigurðar vakti mikla athygli og umræður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari setti "like" við færsluna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir minnir á að siðareglur ríkissaksóknaraembættisins um ákærendur nái einnig til háttsemi þeirra á opinberum vettvangi.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sem er æðsti yfirmaður dóms- og löggæslumála í landinu er ekki sátt við þetta. „Mér finnst mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að vera að tjá sig með þeim hætti sem hann hefur gert á samfélagsmiðlum nú nýlega. Það má alveg gagnrýna hann fyrir það," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra minnir á að sjálfstæði ákæruvaldsins sé grundvallarregla í íslensku réttarkerfi. „Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins og bæði hann og vararíkissaksóknari eru skipaðir ótímabundið rétt eins og dómarar. Dómsmálaráðherra víkur slíkum embættismönnum ekki úr embætti nema að undangengnum dómi," segir Áslaug Arna. Aktívistahópurinn Öfgar vekur athygli á að Helgi Magnús hafi ekki aðeins „lækað“ við færslu Sigurðar heldur einnig deilt henni. Helgi Magnús hefur síðan fjarlægt deilinguna. 🟥‼️Vararíkissaksóknari lét sér ekki nægja að ,like-a" við færsluna, hann deildi henni líka‼️🟥 pic.twitter.com/rZQCVrV8vy— Öfgar (@ofgarofgar) September 7, 2021 Í þessu máli beri að líta til þess að ríkissaksóknari hafi sett siðareglur fyrir ákærendur. „Þar kemur skýrt fram að þeir mega ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Þetta gildir einnig um háttsemi þeirra utan starfs. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að þátttaka þeirra á samfélagsmiðlum megi ekki verða til þess að hlutleysi þeirra sem ákærenda verði dregið í efa,“ segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari beri stjórnunarlega ábyrgð á því að kynna saksóknurum siðareglurnar og sjá til þess að þeim sé fylgt af þeim saksóknurum sem starfi við embætti hans. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segist í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis ekki tjá sig um starfsmannamál við fjölmiðla. „Fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 14/2017 um siðareglur ákærenda hafa verið rækilega kynnt fyrir öllum ákærendum og um siðareglurnar hefur einnig verið fjallað á námskeiði ríkissaksóknara um siðareglur fyrir ákærendur og faglega breytni.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:23. Dómsmál Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaðurbirti á Facebook á sunnudagskvöld brot úr skýrslutöku lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnardóttur þolanda í ofbeldismáli. Færsla Sigurðar vakti mikla athygli og umræður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari setti "like" við færsluna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir minnir á að siðareglur ríkissaksóknaraembættisins um ákærendur nái einnig til háttsemi þeirra á opinberum vettvangi.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sem er æðsti yfirmaður dóms- og löggæslumála í landinu er ekki sátt við þetta. „Mér finnst mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að vera að tjá sig með þeim hætti sem hann hefur gert á samfélagsmiðlum nú nýlega. Það má alveg gagnrýna hann fyrir það," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra minnir á að sjálfstæði ákæruvaldsins sé grundvallarregla í íslensku réttarkerfi. „Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins og bæði hann og vararíkissaksóknari eru skipaðir ótímabundið rétt eins og dómarar. Dómsmálaráðherra víkur slíkum embættismönnum ekki úr embætti nema að undangengnum dómi," segir Áslaug Arna. Aktívistahópurinn Öfgar vekur athygli á að Helgi Magnús hafi ekki aðeins „lækað“ við færslu Sigurðar heldur einnig deilt henni. Helgi Magnús hefur síðan fjarlægt deilinguna. 🟥‼️Vararíkissaksóknari lét sér ekki nægja að ,like-a" við færsluna, hann deildi henni líka‼️🟥 pic.twitter.com/rZQCVrV8vy— Öfgar (@ofgarofgar) September 7, 2021 Í þessu máli beri að líta til þess að ríkissaksóknari hafi sett siðareglur fyrir ákærendur. „Þar kemur skýrt fram að þeir mega ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Þetta gildir einnig um háttsemi þeirra utan starfs. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að þátttaka þeirra á samfélagsmiðlum megi ekki verða til þess að hlutleysi þeirra sem ákærenda verði dregið í efa,“ segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari beri stjórnunarlega ábyrgð á því að kynna saksóknurum siðareglurnar og sjá til þess að þeim sé fylgt af þeim saksóknurum sem starfi við embætti hans. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segist í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis ekki tjá sig um starfsmannamál við fjölmiðla. „Fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 14/2017 um siðareglur ákærenda hafa verið rækilega kynnt fyrir öllum ákærendum og um siðareglurnar hefur einnig verið fjallað á námskeiði ríkissaksóknara um siðareglur fyrir ákærendur og faglega breytni.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:23.
Dómsmál Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. 7. september 2021 20:00