Komdu út að hjóla... Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 7. september 2021 10:30 Í borginni eru margir staðir til að næra sál og líkama. Mörgum finnst gott að ganga, finna lyktina af náttúrunni og njóta útsýnis. Öðrum finnst skemmtilegra að hjóla, vera í síbreytilegu umhverfi innan borgarmarkanna, hjóla meðfram sjónum með vindinn í fangið, upplifa sólsetur með sjávarlykt eða horfa á borgina vakna í hversdagsleikann í upphafi vinnuviku. Fyrir hálfu ári byrjaði ég að hjóla um á rafmagnshjóli, til vinnu, innan hverfis með börnum á leið til tómstunda, viðra fjölskylduna og hjóla til heilsubótar. Á þessu hálfa ári er búið að hjóla rúma 800 kílómetra sem annars hefðu alla jafna verið eknir á bíl. Vegalengdin kemur óvart enda stutt tímabil að ræða og ég venjuleg kona í Breiðholti en ekki afrekskona í íþróttum sem tók ákvörðun um að vilja ferðast á öðru en bíl þegar þess var kostur. 40% vilja ferðast á öðru en bíl til vinnu Í ferðavenjukönnun sem Reykjavíkurborg fékk Maskínu til að gera voru lagðar fram tvær spurningar. Hvernig ferðast þú oftast til og frá vinnu? Hvernig værir þú helst til að ferðast í vinnuna? Samkvæmt könnuninni ferðast 74,7% til vinnu á einkabíl sem bílstjórar. Þegar sami hópur svarar því hvernig hann helst vildi helst ferðast til vinnu sögðust aðeins 46,3% velja það að fara akandi sem bílstjóri til vinnu sem fyrsta val. Það þýðir að um 40% þeirra sem aka til vinnu í dag hefðu viljað velja aðra samgöngumáta. Innan við helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem segist myndi velja einkabílinn sem fyrsta valkost, eða 46% á höfuðborgarsvæðinu og ef tölur eru rýndar nánar sést að hlutfallið er enn lægra meðal Reykvíkinga eða 44,8%. Áframhaldandi uppbygging innviða Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta fyrst með hjólreiðaáætlun 2015-2020 og svo var samþykkt ný hjólreiðaáætlun 2021-2025 í sumar. Mun áframhaldandi uppbygging hjólastíga í borginni verða tryggð í samþykktu aðalskipulagi borgarinnar. Einn dagur í viku verða fljótt tveir Til þessara 40% íbúa höfuðborgarsvæðisins sem aka til vinnu en vildu ferðast til vinnu á öðrum fararskjótum en einkabílnum vil ég segja „Komið út að hjóla“. Byrjið rólega, takið einn dag í viku sem fljótlega verða að tveimur. Ég þekki það á eigin skinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldubílinn eftir heima og fimm manna fjölskylda hjólar inn í hversdaginn. Vinnustaðir, stofnanir og atvinnurekendur - hyglið ykkar fólki sem velur aðrar leiðir en einkabílinn, skapið umgjörð á vinnustaðnum þannig að starfsfólk geti geymt hjólin á öruggum og þurrum stað. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast, ferðatími nýttur til hreyfingar og við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð. Sjáumst á hjólandi glöð Höfundur er hjólari, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og móðir þriggja hjólandi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í borginni eru margir staðir til að næra sál og líkama. Mörgum finnst gott að ganga, finna lyktina af náttúrunni og njóta útsýnis. Öðrum finnst skemmtilegra að hjóla, vera í síbreytilegu umhverfi innan borgarmarkanna, hjóla meðfram sjónum með vindinn í fangið, upplifa sólsetur með sjávarlykt eða horfa á borgina vakna í hversdagsleikann í upphafi vinnuviku. Fyrir hálfu ári byrjaði ég að hjóla um á rafmagnshjóli, til vinnu, innan hverfis með börnum á leið til tómstunda, viðra fjölskylduna og hjóla til heilsubótar. Á þessu hálfa ári er búið að hjóla rúma 800 kílómetra sem annars hefðu alla jafna verið eknir á bíl. Vegalengdin kemur óvart enda stutt tímabil að ræða og ég venjuleg kona í Breiðholti en ekki afrekskona í íþróttum sem tók ákvörðun um að vilja ferðast á öðru en bíl þegar þess var kostur. 40% vilja ferðast á öðru en bíl til vinnu Í ferðavenjukönnun sem Reykjavíkurborg fékk Maskínu til að gera voru lagðar fram tvær spurningar. Hvernig ferðast þú oftast til og frá vinnu? Hvernig værir þú helst til að ferðast í vinnuna? Samkvæmt könnuninni ferðast 74,7% til vinnu á einkabíl sem bílstjórar. Þegar sami hópur svarar því hvernig hann helst vildi helst ferðast til vinnu sögðust aðeins 46,3% velja það að fara akandi sem bílstjóri til vinnu sem fyrsta val. Það þýðir að um 40% þeirra sem aka til vinnu í dag hefðu viljað velja aðra samgöngumáta. Innan við helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem segist myndi velja einkabílinn sem fyrsta valkost, eða 46% á höfuðborgarsvæðinu og ef tölur eru rýndar nánar sést að hlutfallið er enn lægra meðal Reykvíkinga eða 44,8%. Áframhaldandi uppbygging innviða Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta fyrst með hjólreiðaáætlun 2015-2020 og svo var samþykkt ný hjólreiðaáætlun 2021-2025 í sumar. Mun áframhaldandi uppbygging hjólastíga í borginni verða tryggð í samþykktu aðalskipulagi borgarinnar. Einn dagur í viku verða fljótt tveir Til þessara 40% íbúa höfuðborgarsvæðisins sem aka til vinnu en vildu ferðast til vinnu á öðrum fararskjótum en einkabílnum vil ég segja „Komið út að hjóla“. Byrjið rólega, takið einn dag í viku sem fljótlega verða að tveimur. Ég þekki það á eigin skinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldubílinn eftir heima og fimm manna fjölskylda hjólar inn í hversdaginn. Vinnustaðir, stofnanir og atvinnurekendur - hyglið ykkar fólki sem velur aðrar leiðir en einkabílinn, skapið umgjörð á vinnustaðnum þannig að starfsfólk geti geymt hjólin á öruggum og þurrum stað. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast, ferðatími nýttur til hreyfingar og við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð. Sjáumst á hjólandi glöð Höfundur er hjólari, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og móðir þriggja hjólandi barna.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar