„Klara þarf að fara“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 11:13 Aðgerðahóparnir Bleiki fíllinn og Öfgar hafa skorað á Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, að segja af sér. Vísir/Egill „Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“ Svona hefst yfirlýsing frá Bleika fílnum og Öfgum. Aðgerðahóparnir segja nauðsynlegt að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands segi af sér. Hópurinn boðaði í gær til mótmæla fyrir framan Laugardalsvöll, sem fara fram á fimmtudag, þar sem þess átti að krefjast að stjórn KSÍ segði af sér vegna ásakana um að stjórnin hafi vitað af ofbeldisbrotum leikmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu. Stjórnin tilkynnti það svo í gær að hún segði öll af sér. Aðgerðahóparnir Bleiki fíllinn og Öfgar segja það ekki nóg. Framkvæmdastjórinn verði líka að segja af sér. „Fyrst um sinn segist Klara ekki kannast við nein kynferðisbrot en segir síðan í gærkvöldi að hún hafi fengið að vita af hópnauðguninni í sumar. Einnig viðurkennir hún að hafa vitað af ofbeldismálinu sem Kolbeinn gekkst við,“ segir í yfirlýsingunni og er vísað til viðtals sem Klara fór í á RÚV í gær. „Þarna kemur hún upp um sig, hún sagði ekki satt og rétt frá. Hún segist vita að ferlið er varðar hópnauðgunina hafi ekki verið nægilega gott en vissi samt ekki af neinni hópnauðgun í fyrradag. Hún fylgir málunum, sem hún setur í ferli, ekki einu sinni eftir.“ „Klara verður að fara – því þó að nýtt fólk komi inn þá mun Klara ábyggilega bara setja hlutina áfram í þessi títt nefndu FERLI. Þöggunin og ofbeldismálin sem fengu að viðgangast undir hennar augum eru það alvarleg og ítrekuð að hún hlýtur að sjá það sjálf að hún er ekki starfi sínu vaxin,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki sé hægt, að mati hópanna, að líta fram á veginn og betrumbæta með fólk innanborðs sem hafi verið hluti af og hafi viðhaldið þessari „eitruðu menningu innan KSÍ.“ Hóparnir skora jafnframt á styrktaraðila KSÍ að þrýsta á sambandið. „Ástæðan var einföld – KSÍ hélt áfram að maraþonfunda og ljúga þangað til styrktaraðilar fóru að taka afstöðu. Þá fór KSÍ að hræðast peningamissi. Peningar virðast vega hærra hjá þessu félagi en raddir þolenda og kröfur samfélagsins.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
Svona hefst yfirlýsing frá Bleika fílnum og Öfgum. Aðgerðahóparnir segja nauðsynlegt að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands segi af sér. Hópurinn boðaði í gær til mótmæla fyrir framan Laugardalsvöll, sem fara fram á fimmtudag, þar sem þess átti að krefjast að stjórn KSÍ segði af sér vegna ásakana um að stjórnin hafi vitað af ofbeldisbrotum leikmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu. Stjórnin tilkynnti það svo í gær að hún segði öll af sér. Aðgerðahóparnir Bleiki fíllinn og Öfgar segja það ekki nóg. Framkvæmdastjórinn verði líka að segja af sér. „Fyrst um sinn segist Klara ekki kannast við nein kynferðisbrot en segir síðan í gærkvöldi að hún hafi fengið að vita af hópnauðguninni í sumar. Einnig viðurkennir hún að hafa vitað af ofbeldismálinu sem Kolbeinn gekkst við,“ segir í yfirlýsingunni og er vísað til viðtals sem Klara fór í á RÚV í gær. „Þarna kemur hún upp um sig, hún sagði ekki satt og rétt frá. Hún segist vita að ferlið er varðar hópnauðgunina hafi ekki verið nægilega gott en vissi samt ekki af neinni hópnauðgun í fyrradag. Hún fylgir málunum, sem hún setur í ferli, ekki einu sinni eftir.“ „Klara verður að fara – því þó að nýtt fólk komi inn þá mun Klara ábyggilega bara setja hlutina áfram í þessi títt nefndu FERLI. Þöggunin og ofbeldismálin sem fengu að viðgangast undir hennar augum eru það alvarleg og ítrekuð að hún hlýtur að sjá það sjálf að hún er ekki starfi sínu vaxin,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki sé hægt, að mati hópanna, að líta fram á veginn og betrumbæta með fólk innanborðs sem hafi verið hluti af og hafi viðhaldið þessari „eitruðu menningu innan KSÍ.“ Hóparnir skora jafnframt á styrktaraðila KSÍ að þrýsta á sambandið. „Ástæðan var einföld – KSÍ hélt áfram að maraþonfunda og ljúga þangað til styrktaraðilar fóru að taka afstöðu. Þá fór KSÍ að hræðast peningamissi. Peningar virðast vega hærra hjá þessu félagi en raddir þolenda og kröfur samfélagsins.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32
Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28
Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20