Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2021 09:41 R. Kelly er meðal annars ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Getty/E. Jason Wamsgans-Pool Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. Samkvæmt frétt AP hefur R. Kelly um árabil verið sakaður um kynferðisbrot gegn konum, stúlkum og drengjum. Hann var til að mynda ákærður fyrir framleiðslu og vörslu barnakláms árið 2008 en var sýknaður af öllum ákæruliðum. Það var ekki fyrr en með #MeToo byltingunni sem fleiri meintir þolendur R. Kellys stigu fram með ásakanir sínar. Sjónvarpsstöðin Lifetime framleiddi árið 2019 heimildarmyndina Surviving R. Kelly, sem fjallar um brotaferil Kellys og hvernig starfsfólk hans þaggaði niður ásakanir á hendur honum. Skömmu eftir að heimildarmyndin kom út var Kelly handtekinn vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og margvísleg kynferðisbrot. Saksóknarar í New York munu kalla fjölda kvenna, sem sakað hafa Kelly um kynferðisbrot, til vitnis, flestar undir nafnleynd. Búist er við að þær muni bera vitni um það hvernig umboðsmenn, lífverðir og aðrir starfsmenn Kellys sköffuðu honum konur, stúlkur og stundum drengi til að brjóta á kynferðislega. Konum hafi verið gert að kalla Kelly „daddy“ Saksóknarar segja að starfsmenn Kellys hafi um árabil markvisst leitað fórnarlamba á tónleikum sem þeir fluttu síðan til Kellys í New York og víðar. Samkvæmt Mann lögunum frá 1910 er bannað að flytja konur og börn milli fylkja í ósiðlegum tilgangi í Bandaríkjunum. Að sögn saksóknara voru konum og stúlkum settar strangar reglur þegar þær komu heim til Kellys. Þær hafi ekki ráðið hvernig þær klæddust, hvenær þær borðuðu eða fóru á salernið. Þá á þeim að hafa verið gert að kalla Kelly „daddy“ eða pabba. Verjendur Kellys halda því fram að meint fórnarlömb hans hafi verið aðdáendur hans sem vildu ólmar vera með honum. Þær hafi ekki byrjað að saka hann um ofbeldi fyrr en mörgum árum seinna þegar álit almennings á Kelly breyttist til hins verra. Réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir en hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly MeToo Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Samkvæmt frétt AP hefur R. Kelly um árabil verið sakaður um kynferðisbrot gegn konum, stúlkum og drengjum. Hann var til að mynda ákærður fyrir framleiðslu og vörslu barnakláms árið 2008 en var sýknaður af öllum ákæruliðum. Það var ekki fyrr en með #MeToo byltingunni sem fleiri meintir þolendur R. Kellys stigu fram með ásakanir sínar. Sjónvarpsstöðin Lifetime framleiddi árið 2019 heimildarmyndina Surviving R. Kelly, sem fjallar um brotaferil Kellys og hvernig starfsfólk hans þaggaði niður ásakanir á hendur honum. Skömmu eftir að heimildarmyndin kom út var Kelly handtekinn vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og margvísleg kynferðisbrot. Saksóknarar í New York munu kalla fjölda kvenna, sem sakað hafa Kelly um kynferðisbrot, til vitnis, flestar undir nafnleynd. Búist er við að þær muni bera vitni um það hvernig umboðsmenn, lífverðir og aðrir starfsmenn Kellys sköffuðu honum konur, stúlkur og stundum drengi til að brjóta á kynferðislega. Konum hafi verið gert að kalla Kelly „daddy“ Saksóknarar segja að starfsmenn Kellys hafi um árabil markvisst leitað fórnarlamba á tónleikum sem þeir fluttu síðan til Kellys í New York og víðar. Samkvæmt Mann lögunum frá 1910 er bannað að flytja konur og börn milli fylkja í ósiðlegum tilgangi í Bandaríkjunum. Að sögn saksóknara voru konum og stúlkum settar strangar reglur þegar þær komu heim til Kellys. Þær hafi ekki ráðið hvernig þær klæddust, hvenær þær borðuðu eða fóru á salernið. Þá á þeim að hafa verið gert að kalla Kelly „daddy“ eða pabba. Verjendur Kellys halda því fram að meint fórnarlömb hans hafi verið aðdáendur hans sem vildu ólmar vera með honum. Þær hafi ekki byrjað að saka hann um ofbeldi fyrr en mörgum árum seinna þegar álit almennings á Kelly breyttist til hins verra. Réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir en hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly MeToo Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira