Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2021 14:47 Sjúklingar liggja í rúmum utandyra við sjúkrahús í Les Cayes. Spítalar eru yfirfullir og sumir þeirra eru mikið skemmdir eftri hamfararnir um helgina. AP/Joseph Odelyn Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. Tæplega 1.300 manns í það minnsta fórust í jarðsjálfta af stærðinni 7,2 sem reið yfir Haíti á laugardag. Þúsundir íbúðarhúsa og bygginga eru rústir einar og innviðir liggja í lamasessi í eyríkinu sem glímir enn við afleiðingar mannskæðs jarðskjálfta fyrir ellefu árum og morðsins á forseta landsins í síðasta mánuði. Ekki bætir úr skák að hitabeltisstormurinn Grace stefnir nú á Hispanjólu, eyjuna sem Haítar deila með nágrönnum sínum í Dóminíska lýðveldinu. Veðurspár gera ráð fyrir að stormurinn gangi meðal annars beint yfir þau svæði sem urðu verst úti í skjálftanum. Spáð er úrhellisrigningu með hættu á skyndiflóðum og aurskriðum. Reuters-fréttastofan segir að flugvöllurinn í höfuðborginni Port-au-Prince hafi verið fullur af sjúkraliðum og hjálparstarfsmönnum í dag. Stöðugur straumur flugvéla flytur mannskap og hjálpargögn til landsins. Vandasamt er að koma hjálparstarfsmönnum og vistum að hamfarasvæðinu í kringum borgina Les Cayes. Í þeim pólitíska glundroða sem hefur ríkt á Haíti undanfarna mánuði hafa glæpagengi náð yfirráðum yfir ýmsum stofnleiðum um landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að mannúðaraðstoð fái að flæða óhindrað inn á jarðskjálftasvæðið. Ariel Henry, forsætisráðherra, segir aukinn kraft nú lagðan í að koma hjálpargögnum til nauðstaddra enda megi nú engan tíma missa. Hætta á að sjúkdómar fari á kreik Í Les Cayes eru sjúkrahús yfirfull en sum þeirra urðu fyrir miklum skemmdum í jarðskjálftanum. Stöðugur straumur sjúkrabíla hefur legið að flugvellinum í borginni með sjúklinga sem flytja þarf með flugvélum til aðhlynningar annars staðar. Björgunar- og leitarflokkar vinna enn að því að draga lík úr rústum bygginga. Bandaríkin sendu meðal annars 65 manna rústabjörgunarsveit með sérhæfðan búnað til að hjálpa til við leitar- og björgunarstarfið. Fjölmargir sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum um helgina sofa nú undir berum himni. Yfirvöld óttast að þar verði þeir upp á náð og miskunn náttúruaflanna komnir þegar stormurinn gengur yfir. Hættan á því að sjúkdómar eins og kólera sem berast með vatni fari á kreik er talin fara vaxandi líkt og gerðist eftir stóra skjálftann árið 2010 sem varð um 200.000 manns að bana. Haítí Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnst 1.297 eru látin á Haítí Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. 15. ágúst 2021 23:31 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Tæplega 1.300 manns í það minnsta fórust í jarðsjálfta af stærðinni 7,2 sem reið yfir Haíti á laugardag. Þúsundir íbúðarhúsa og bygginga eru rústir einar og innviðir liggja í lamasessi í eyríkinu sem glímir enn við afleiðingar mannskæðs jarðskjálfta fyrir ellefu árum og morðsins á forseta landsins í síðasta mánuði. Ekki bætir úr skák að hitabeltisstormurinn Grace stefnir nú á Hispanjólu, eyjuna sem Haítar deila með nágrönnum sínum í Dóminíska lýðveldinu. Veðurspár gera ráð fyrir að stormurinn gangi meðal annars beint yfir þau svæði sem urðu verst úti í skjálftanum. Spáð er úrhellisrigningu með hættu á skyndiflóðum og aurskriðum. Reuters-fréttastofan segir að flugvöllurinn í höfuðborginni Port-au-Prince hafi verið fullur af sjúkraliðum og hjálparstarfsmönnum í dag. Stöðugur straumur flugvéla flytur mannskap og hjálpargögn til landsins. Vandasamt er að koma hjálparstarfsmönnum og vistum að hamfarasvæðinu í kringum borgina Les Cayes. Í þeim pólitíska glundroða sem hefur ríkt á Haíti undanfarna mánuði hafa glæpagengi náð yfirráðum yfir ýmsum stofnleiðum um landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að mannúðaraðstoð fái að flæða óhindrað inn á jarðskjálftasvæðið. Ariel Henry, forsætisráðherra, segir aukinn kraft nú lagðan í að koma hjálpargögnum til nauðstaddra enda megi nú engan tíma missa. Hætta á að sjúkdómar fari á kreik Í Les Cayes eru sjúkrahús yfirfull en sum þeirra urðu fyrir miklum skemmdum í jarðskjálftanum. Stöðugur straumur sjúkrabíla hefur legið að flugvellinum í borginni með sjúklinga sem flytja þarf með flugvélum til aðhlynningar annars staðar. Björgunar- og leitarflokkar vinna enn að því að draga lík úr rústum bygginga. Bandaríkin sendu meðal annars 65 manna rústabjörgunarsveit með sérhæfðan búnað til að hjálpa til við leitar- og björgunarstarfið. Fjölmargir sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum um helgina sofa nú undir berum himni. Yfirvöld óttast að þar verði þeir upp á náð og miskunn náttúruaflanna komnir þegar stormurinn gengur yfir. Hættan á því að sjúkdómar eins og kólera sem berast með vatni fari á kreik er talin fara vaxandi líkt og gerðist eftir stóra skjálftann árið 2010 sem varð um 200.000 manns að bana.
Haítí Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnst 1.297 eru látin á Haítí Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. 15. ágúst 2021 23:31 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Minnst 1.297 eru látin á Haítí Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. 15. ágúst 2021 23:31
Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14