Minnst 1.297 eru látin á Haítí Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2021 23:31 Íbúar Les Cayes leita eigna sinna í rústunum. (AP Photo/Joseph Odelyn Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. Að sögn Jerry Chandler, yfirmanns almannavarna Haítí, eru rúmlega 5.700 særðir auk þeirra 1.297 sem þegar hafa fundist látin. Samkvæmt frétt CNN, hefur suðurhluti Haítí farið verst út úr skjálftanum en þar eru minnst 500 látin, 2.868 heimili gjöreyðilögð og 5.410 heimili skemmd. Þá eru sjúkrahús á svæðinu komin að þanmörkum og vegir eru mikið skemmdir svo erfitt er að koma nauðsynlegum birgðum þangað sem þær þurfa að komast. „Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er þetta mest aðkallandi. Við erum byrjuð að koma lyfjum og heilbrigðisstarfsfólki á þá spítala sem þurfa þess mest,“ segir forsætisráðherrann Ariel Henry. Stærri skjálfti en minni eyðilegging en árið 2010 Skjálftinn, sem var 7,2 að stærð, var stærri en skjálftinn sem reið yfir Haítí árið 2010. Sá var sjö að stærð en rúmlega 200 þúsund manns létust af völdum hans. Sameinuðu Þjóðirnar hafa þegar sent hóp til Haítí til að meta áhrif skjálftans á landið. Að sögn hópsins eru skemmdirnar minni en óttast hafði verið. Sameinuðu Þjóðirnar segja þó að mikilvægt sé að veita landinu aðstoð í formi heilbrigðisþjónustu. Amethyste Arcelius, stjórnandi á spítali í Les Cayes, sagði í samtali við CNN í gær að hann byggist við miklum fjölda sjúklinga á næstu dögum. Sér í lagi frá sveitum í kringum borgina. „Við höfum byrjað að fá aðstoð frá hjálparsamtökum og ríkinu en sú aðstoð er langt frá því að vera næg. Okkur bráðvantar röntgenfilmu,“ segir hann. Hitabeltislægð bætir gráu ofan á svart Búist er við aftakaveðri á Haítí næstu tvo daga en hitabeltislægðin Grace stefnir hraðbyri að ströndum landsins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, segir að lægðinni muni fylgja mikil úrkoma og rok. Rigning geti hæglega valdið flóðum og aurskriðum sem myndu flækja björgunarstarf. „Ég kvíði komandi stormi þar sem hann gæti flækt málin enn frekar fyrir okkur,“ segir Chandler hjá almannavörnum Haítí. Haítí Náttúruhamfarir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Að sögn Jerry Chandler, yfirmanns almannavarna Haítí, eru rúmlega 5.700 særðir auk þeirra 1.297 sem þegar hafa fundist látin. Samkvæmt frétt CNN, hefur suðurhluti Haítí farið verst út úr skjálftanum en þar eru minnst 500 látin, 2.868 heimili gjöreyðilögð og 5.410 heimili skemmd. Þá eru sjúkrahús á svæðinu komin að þanmörkum og vegir eru mikið skemmdir svo erfitt er að koma nauðsynlegum birgðum þangað sem þær þurfa að komast. „Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er þetta mest aðkallandi. Við erum byrjuð að koma lyfjum og heilbrigðisstarfsfólki á þá spítala sem þurfa þess mest,“ segir forsætisráðherrann Ariel Henry. Stærri skjálfti en minni eyðilegging en árið 2010 Skjálftinn, sem var 7,2 að stærð, var stærri en skjálftinn sem reið yfir Haítí árið 2010. Sá var sjö að stærð en rúmlega 200 þúsund manns létust af völdum hans. Sameinuðu Þjóðirnar hafa þegar sent hóp til Haítí til að meta áhrif skjálftans á landið. Að sögn hópsins eru skemmdirnar minni en óttast hafði verið. Sameinuðu Þjóðirnar segja þó að mikilvægt sé að veita landinu aðstoð í formi heilbrigðisþjónustu. Amethyste Arcelius, stjórnandi á spítali í Les Cayes, sagði í samtali við CNN í gær að hann byggist við miklum fjölda sjúklinga á næstu dögum. Sér í lagi frá sveitum í kringum borgina. „Við höfum byrjað að fá aðstoð frá hjálparsamtökum og ríkinu en sú aðstoð er langt frá því að vera næg. Okkur bráðvantar röntgenfilmu,“ segir hann. Hitabeltislægð bætir gráu ofan á svart Búist er við aftakaveðri á Haítí næstu tvo daga en hitabeltislægðin Grace stefnir hraðbyri að ströndum landsins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, segir að lægðinni muni fylgja mikil úrkoma og rok. Rigning geti hæglega valdið flóðum og aurskriðum sem myndu flækja björgunarstarf. „Ég kvíði komandi stormi þar sem hann gæti flækt málin enn frekar fyrir okkur,“ segir Chandler hjá almannavörnum Haítí.
Haítí Náttúruhamfarir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira