Hlustum á heilbrigðisstarfsfólkið! Logi Einarsson skrifar 14. ágúst 2021 12:47 Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. Tómas sagði meðal annars: „ við vorum upp við vegg í fyrstu bylgju og höfðum þá tækifæri til að bæta úr: Fjölga gjörgæslurýmum og bæta við starfsfólki, því það vantaði sárlega fleira starfsfólk“ Ég hvet fólk til að hlusta á þetta viðtal. Lýsingar læknisins á ástandinu eru ískyggilegar og hann óttast að starfsfólk gæti þurft að velja hverjir fái nauðsynlega þjónustu og hverjir ekki. Það er fullkomlega óboðlegt að slík staða komi upp hjá einni ríkustu þjóð heims. Tómas fór einnig hörðum orðum um aðgerðaleysi stjórnvalda, og var mikið niðri fyrir. Þegar starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni talar svona skýrt, verða stjórnvöld að hlusta! Í apríl 2020 lagði Samfylkingin til að ráðist yrði í það að bæta undirmönnun í mikilvægri almannaþjónustu, ekki síst heilbrigðisþjónustu. Fjármálaráðherra brást ókvæða við og sagði um það ákall „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt, að nú sé ástæða til að fara að stórfjölga opinberum störfum.“ Nú erum við öll að upplifa afleiðingar þessa viðhorfs. Nú verður að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Það verður strax að veita fjármagni til spítalans til þess að fjölga rýmum og leggja allt í sölurnar til að fjölga starfsfólki, t.d. með miklu hærri álagsgreiðslum og bæta starfsaðstæður. Strax í framhaldi af því verður að virða þjóðarákall um betra heilbrigðiskerfi; og ráðast í langtímaáætlun um betri og öruggari heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Heilbrigðisþjónustu sem er í stakk búin til að bregðast við óvæntum áföllum sem munu alltaf geta komið upp. Kosningarnar í haust þurfa ekki síst snúast um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hvaða flokkar eru líklegastir til að tryggja öryggi almennings til lengri tíma. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Landspítalinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Samfylkingin Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. Tómas sagði meðal annars: „ við vorum upp við vegg í fyrstu bylgju og höfðum þá tækifæri til að bæta úr: Fjölga gjörgæslurýmum og bæta við starfsfólki, því það vantaði sárlega fleira starfsfólk“ Ég hvet fólk til að hlusta á þetta viðtal. Lýsingar læknisins á ástandinu eru ískyggilegar og hann óttast að starfsfólk gæti þurft að velja hverjir fái nauðsynlega þjónustu og hverjir ekki. Það er fullkomlega óboðlegt að slík staða komi upp hjá einni ríkustu þjóð heims. Tómas fór einnig hörðum orðum um aðgerðaleysi stjórnvalda, og var mikið niðri fyrir. Þegar starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni talar svona skýrt, verða stjórnvöld að hlusta! Í apríl 2020 lagði Samfylkingin til að ráðist yrði í það að bæta undirmönnun í mikilvægri almannaþjónustu, ekki síst heilbrigðisþjónustu. Fjármálaráðherra brást ókvæða við og sagði um það ákall „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt, að nú sé ástæða til að fara að stórfjölga opinberum störfum.“ Nú erum við öll að upplifa afleiðingar þessa viðhorfs. Nú verður að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Það verður strax að veita fjármagni til spítalans til þess að fjölga rýmum og leggja allt í sölurnar til að fjölga starfsfólki, t.d. með miklu hærri álagsgreiðslum og bæta starfsaðstæður. Strax í framhaldi af því verður að virða þjóðarákall um betra heilbrigðiskerfi; og ráðast í langtímaáætlun um betri og öruggari heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Heilbrigðisþjónustu sem er í stakk búin til að bregðast við óvæntum áföllum sem munu alltaf geta komið upp. Kosningarnar í haust þurfa ekki síst snúast um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hvaða flokkar eru líklegastir til að tryggja öryggi almennings til lengri tíma. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar