Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2021 10:59 Kabylie-hérað er erfitt yfirferðar. AP/Fateh Guidoum Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins. Tugir gróðurelda loga víðsvegar um norðurhluta Alsírs og hafa gert í vikunni. Kamel Beldjoud, innanríkisráðherra, hefur sakað brennuvarga um að kveikja eldana. Samkvæmt frétt Reuters færði hann þó engar sannanir fyrir þeim ásökunum. „Einungis glæpamenn geta borið ábyrgð á því að fimmtíu eldar kvikna samstundis á nokkrum stöðum,“ sagði Beldjoud. France24 segir þrjá menn hafa verið handtekna vegna gruns um að þeir hafi kveikt elda. Reuters segir hermennina hafa dáið á mismunandi stöðum. Einhverjir hafi til dæmis verið við slökkvistörf og aðrir dóu eftir að þeir lokuðust inni vegna eldsins, sem farið hefur hratt yfir. Þá segir varnarmálaráðuneyti landsins að fleiri hermenn hafi brunnið illa. Hermennirnir sem dóu eru sagðir hafa bjargað um 110 manns frá því að verða eldinum að bráð. Eldarnir hafa farið yfir minnst tólf þorp í Alsír. Mörg þeirra nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kabylie-héraðs.AP/Fateh Guidoum Ayman Benabderrahmane, forsætisráðherra, hefur kallað eftir hjálp frá alþjóðasamfélaginu. Þá sé verið að leita leiða til að útvega flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á eldana. Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir minnst tólf þorp í landinu. Í Kabylie er mikið fjalllendi og eru þar fjölmörg einangruð þorp sem hafa takmarkaðan aðgang að vatni. Flest dauðsföllin sem staðfest eru hafa átt sér stað nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kaybylie. Gróðureldar loga víðsvegar um heim þessa dagana. Þar á meðal í Bandaríkjunum, Kanada, Síberíu, Grikklandi og Tyrklandi. Alsír Náttúruhamfarir Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Tugir gróðurelda loga víðsvegar um norðurhluta Alsírs og hafa gert í vikunni. Kamel Beldjoud, innanríkisráðherra, hefur sakað brennuvarga um að kveikja eldana. Samkvæmt frétt Reuters færði hann þó engar sannanir fyrir þeim ásökunum. „Einungis glæpamenn geta borið ábyrgð á því að fimmtíu eldar kvikna samstundis á nokkrum stöðum,“ sagði Beldjoud. France24 segir þrjá menn hafa verið handtekna vegna gruns um að þeir hafi kveikt elda. Reuters segir hermennina hafa dáið á mismunandi stöðum. Einhverjir hafi til dæmis verið við slökkvistörf og aðrir dóu eftir að þeir lokuðust inni vegna eldsins, sem farið hefur hratt yfir. Þá segir varnarmálaráðuneyti landsins að fleiri hermenn hafi brunnið illa. Hermennirnir sem dóu eru sagðir hafa bjargað um 110 manns frá því að verða eldinum að bráð. Eldarnir hafa farið yfir minnst tólf þorp í Alsír. Mörg þeirra nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kabylie-héraðs.AP/Fateh Guidoum Ayman Benabderrahmane, forsætisráðherra, hefur kallað eftir hjálp frá alþjóðasamfélaginu. Þá sé verið að leita leiða til að útvega flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á eldana. Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir minnst tólf þorp í landinu. Í Kabylie er mikið fjalllendi og eru þar fjölmörg einangruð þorp sem hafa takmarkaðan aðgang að vatni. Flest dauðsföllin sem staðfest eru hafa átt sér stað nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kaybylie. Gróðureldar loga víðsvegar um heim þessa dagana. Þar á meðal í Bandaríkjunum, Kanada, Síberíu, Grikklandi og Tyrklandi.
Alsír Náttúruhamfarir Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira