Við tökum ábyrgð á losun okkar Jóna Bjarnadóttir skrifar 9. ágúst 2021 11:01 Við hjá Landsvirkjun berum ábyrgð á því að fara vel með auðlindir og umhverfi, enda störfum við hjá stærsta raforkufyrirtæki landsins. Okkur ber að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir fremsta megni. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að þekkja starfsemina vel og vinna stöðugt að því að bæta okkur. Við erum nú þegar í hópi leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Þetta staðfestu alþjóðlegu samtökin CDP, þegar Landsvirkjun hlaut einkunnina A- fyrir stýringu eigin loftslagsáhrifa og afleiðinga loftslagsbreytinga á starfsemi fyrirtækisins. Um langt árabil hefur Landsvirkjun unnið markvisst að því að laga starfsemina að breyttum aðstæðum vegna loftslagsbreytinga, ásamt því að kortleggja losun vegna starfseminnar, draga úr henni og veita upplýsingar um árangur. Til að tryggja gæði upplýsinganna rýna óháðir endurskoðendur loftslagsbókhaldið okkar og staðfesta árlega losun okkar. Heildarlosun okkar á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 6% á árinu 2020 og kolefnissporið lækkaði um 25% frá árinu áður. Losunin er að meginstofni til frá jarðvarmastöðvum, sem þýðir að sóknartækifærin hjá okkur liggja að miklu leyti á þeim vígstöðvum. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið og vinnum hörðum höndum við að ná þeim, enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur bein losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu lækkað um 67% og kolefnissporið minnkað um 65%. Lækkunin skýrist bæði af samdrætti í losun og aukinni bindingu í jarðvegi og gróðri. Fyrirtækið hefur staðið að uppgræðslu lands frá upphafi starfseminnar og gerir enn. Með aðild að Parísarsamningnum settu íslensk stjórnvöld sér markmið um 40% samdrátt í heildarlosun, í samfloti með Noregi og ESB. Skuldbindingar Íslands í tengslum við það markmið eru 30% samdráttur í losun 2030, miðað við árið 2005, en sú tala gæti hækkað þegar nýtt markmið um heildarsamdrátt upp á 55% verður útfært síðar á árinu. Þrátt fyrir að losun vegna vinnslu á endurnýjanlegri orku sé lítil í samanburði við jarðefnaeldsneyti telur hún samt og við hjá Landsvirkjun vinnum að því að draga úr henni eins og kostur er. Framlag okkar til skuldbindinga á beina ábyrgð Íslands verður 3,4% þegar við náum markmiði okkar um 50% samdrátt í beinni losun í lok árs 2025. Ef aukin binding er talin með fer hlutfallið í 8% árið 2030. Okkur hefur gengið vel að ná markmiðum okkar til þessa. Loftslagsáætlun okkar gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust árið 2025. Árið 2030 ætlum við að vera hætt að kaupa jarðefnaeldsneyti og binda umtalsvert meira heldur en starfsemi fyrirtækisins losar. Með því tökum við ábyrgð á losun frá starfsemi okkar, leggjum okkar af mörkum til skuldbindinga Íslands og í baráttunni við loftslagsbreytingar, sem eru eitt mest aðkallandi viðfangsefni mannkyns. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Landsvirkjun Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við hjá Landsvirkjun berum ábyrgð á því að fara vel með auðlindir og umhverfi, enda störfum við hjá stærsta raforkufyrirtæki landsins. Okkur ber að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir fremsta megni. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að þekkja starfsemina vel og vinna stöðugt að því að bæta okkur. Við erum nú þegar í hópi leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Þetta staðfestu alþjóðlegu samtökin CDP, þegar Landsvirkjun hlaut einkunnina A- fyrir stýringu eigin loftslagsáhrifa og afleiðinga loftslagsbreytinga á starfsemi fyrirtækisins. Um langt árabil hefur Landsvirkjun unnið markvisst að því að laga starfsemina að breyttum aðstæðum vegna loftslagsbreytinga, ásamt því að kortleggja losun vegna starfseminnar, draga úr henni og veita upplýsingar um árangur. Til að tryggja gæði upplýsinganna rýna óháðir endurskoðendur loftslagsbókhaldið okkar og staðfesta árlega losun okkar. Heildarlosun okkar á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 6% á árinu 2020 og kolefnissporið lækkaði um 25% frá árinu áður. Losunin er að meginstofni til frá jarðvarmastöðvum, sem þýðir að sóknartækifærin hjá okkur liggja að miklu leyti á þeim vígstöðvum. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið og vinnum hörðum höndum við að ná þeim, enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur bein losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu lækkað um 67% og kolefnissporið minnkað um 65%. Lækkunin skýrist bæði af samdrætti í losun og aukinni bindingu í jarðvegi og gróðri. Fyrirtækið hefur staðið að uppgræðslu lands frá upphafi starfseminnar og gerir enn. Með aðild að Parísarsamningnum settu íslensk stjórnvöld sér markmið um 40% samdrátt í heildarlosun, í samfloti með Noregi og ESB. Skuldbindingar Íslands í tengslum við það markmið eru 30% samdráttur í losun 2030, miðað við árið 2005, en sú tala gæti hækkað þegar nýtt markmið um heildarsamdrátt upp á 55% verður útfært síðar á árinu. Þrátt fyrir að losun vegna vinnslu á endurnýjanlegri orku sé lítil í samanburði við jarðefnaeldsneyti telur hún samt og við hjá Landsvirkjun vinnum að því að draga úr henni eins og kostur er. Framlag okkar til skuldbindinga á beina ábyrgð Íslands verður 3,4% þegar við náum markmiði okkar um 50% samdrátt í beinni losun í lok árs 2025. Ef aukin binding er talin með fer hlutfallið í 8% árið 2030. Okkur hefur gengið vel að ná markmiðum okkar til þessa. Loftslagsáætlun okkar gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust árið 2025. Árið 2030 ætlum við að vera hætt að kaupa jarðefnaeldsneyti og binda umtalsvert meira heldur en starfsemi fyrirtækisins losar. Með því tökum við ábyrgð á losun frá starfsemi okkar, leggjum okkar af mörkum til skuldbindinga Íslands og í baráttunni við loftslagsbreytingar, sem eru eitt mest aðkallandi viðfangsefni mannkyns. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun