Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 18:48 Krystsina Tsimanouskaja tekur af sér andlitsgrímu áður en hún ræðir við blaðamenn á flugvellinum í Varsjá í Póllandi í dag. AP/Czarek Sokolowski Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. Tsimanouskaja vakti heimsathygli þegar hún neitaði að láta senda sig heim til Hvíta-Rússlands af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hún var tekin úr liðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína á sunnudag. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu og lenti í Varsjá í dag. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Tsimanouskaja að fjölskyldan sín óttaðist að hún yrði send á geðdeild sneri hún aftur til Hvíta-Rússlands. Amma hennar hafi hringt í hana til að segja henni að koma ekki heim. „Amma hringdi í mig þegar þeir voru að aka mér á flugvöllinn. Ég hafði bókstaflega um tíu sekúndur. Hún hringdi í mig og það eina sem hún sagði mér var:„Gerðu það, komdu ekki aftur til Hvíta-Rússlands, það er ekki öruggt,““ segir hún. Ekki pólitísk Stjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, hefur barið niður mótmæli sem brutust út eftir umdeildar forsetakosningar síðasta sumar af mikilli hörku. Tsimanouskaja, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að það kunni að hljóma kaldrannalegt í ljósi þeirra hörmunga sem hafa dunið yfir þjóð hennar síðasta árið en hún vildi aðeins keppa á Ólympíuleikunum og gera sitt besta. „Ég vildi komast í úrslitin og keppa um verðlaunapeninga,“ segir Tsimanouskaja. „Ég hef alltaf verið fjarri stjórnmálum, ég skrifaði ekki undir nein bréf og fór ekki á nein mótmæli, ég sagði ekkert gegn hvítrússnesku ríkisstjórninni,“ segir íþróttakonan. Bæði hún og eiginmaður hennar hafa nú fengið hæli af mannúðarástæðum í Póllandi en þarlend stjórnvöld hafa tekið við fjölda flóttamanna frá Hvíta-Rússlandi. Tsimanouskaja segist þó vonast til þess að geta snúið aftur til heimalandsins fyrr en síðar. Ákvörðunin tekin „hátt uppi“ Um þá ákvörðun Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands að senda hana heim af leikunum fyrir að gagnrýna það sem hún kallaði vanrækslu þjálfara liðsins segir Tsimanouskaja að ákvörðunin hafi verið tekin „hátt uppi“. Hún hafi tjáð þjálfara sínum að hún væri tilbúin að hlaupa 200 metra hlaupið á sunnudag. Nokkru síðar hafi yfirþjálfari og fulltrúi liðsins tjáð henni að búið væri að taka ákvörðun um að senda hana heim. Það hafi ekki verið þeirra ákvörðun en þeir þyrftu að framfylgja henni. Gáfu þeir henni fjörutíu mínútur til að pakka föggum sínum saman. Það kom þjálfurunum sem fylgdu henni á flugvöllinn í opna skjöldu þegar Tsimanouskaja leitaði til japanskra lögreglumanna um aðstoð. „Þeir bjuggust ekki við að ég gæti nálgast lögregluna á flugvellinum. Þeir halda að við séum hrædd við að gera nokkuð, að við séum hrædd við að tjá okkur, hrædd við að segja heiminum sannleikann. En ég er ekki hrædd,“ segir hún. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Pólland Tengdar fréttir Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. 2. ágúst 2021 13:19 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Tsimanouskaja vakti heimsathygli þegar hún neitaði að láta senda sig heim til Hvíta-Rússlands af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hún var tekin úr liðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína á sunnudag. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu og lenti í Varsjá í dag. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Tsimanouskaja að fjölskyldan sín óttaðist að hún yrði send á geðdeild sneri hún aftur til Hvíta-Rússlands. Amma hennar hafi hringt í hana til að segja henni að koma ekki heim. „Amma hringdi í mig þegar þeir voru að aka mér á flugvöllinn. Ég hafði bókstaflega um tíu sekúndur. Hún hringdi í mig og það eina sem hún sagði mér var:„Gerðu það, komdu ekki aftur til Hvíta-Rússlands, það er ekki öruggt,““ segir hún. Ekki pólitísk Stjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, hefur barið niður mótmæli sem brutust út eftir umdeildar forsetakosningar síðasta sumar af mikilli hörku. Tsimanouskaja, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að það kunni að hljóma kaldrannalegt í ljósi þeirra hörmunga sem hafa dunið yfir þjóð hennar síðasta árið en hún vildi aðeins keppa á Ólympíuleikunum og gera sitt besta. „Ég vildi komast í úrslitin og keppa um verðlaunapeninga,“ segir Tsimanouskaja. „Ég hef alltaf verið fjarri stjórnmálum, ég skrifaði ekki undir nein bréf og fór ekki á nein mótmæli, ég sagði ekkert gegn hvítrússnesku ríkisstjórninni,“ segir íþróttakonan. Bæði hún og eiginmaður hennar hafa nú fengið hæli af mannúðarástæðum í Póllandi en þarlend stjórnvöld hafa tekið við fjölda flóttamanna frá Hvíta-Rússlandi. Tsimanouskaja segist þó vonast til þess að geta snúið aftur til heimalandsins fyrr en síðar. Ákvörðunin tekin „hátt uppi“ Um þá ákvörðun Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands að senda hana heim af leikunum fyrir að gagnrýna það sem hún kallaði vanrækslu þjálfara liðsins segir Tsimanouskaja að ákvörðunin hafi verið tekin „hátt uppi“. Hún hafi tjáð þjálfara sínum að hún væri tilbúin að hlaupa 200 metra hlaupið á sunnudag. Nokkru síðar hafi yfirþjálfari og fulltrúi liðsins tjáð henni að búið væri að taka ákvörðun um að senda hana heim. Það hafi ekki verið þeirra ákvörðun en þeir þyrftu að framfylgja henni. Gáfu þeir henni fjörutíu mínútur til að pakka föggum sínum saman. Það kom þjálfurunum sem fylgdu henni á flugvöllinn í opna skjöldu þegar Tsimanouskaja leitaði til japanskra lögreglumanna um aðstoð. „Þeir bjuggust ekki við að ég gæti nálgast lögregluna á flugvellinum. Þeir halda að við séum hrædd við að gera nokkuð, að við séum hrædd við að tjá okkur, hrædd við að segja heiminum sannleikann. En ég er ekki hrædd,“ segir hún.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Pólland Tengdar fréttir Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. 2. ágúst 2021 13:19 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56
Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01
Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. 2. ágúst 2021 13:19
Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“