WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2021 17:39 Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. AP/Christophe Ena Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. Lönd eins og Ísrael, Frakkland og Þýskaland hafa þegar byrjað að endurbólusetja fólk til að freista þess að styrkja ónæmi þess gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Fleiri lönd íhuga að fylgja í fótspor þeirra vegna uppgangs bráðsmitandi delta-afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir mælir með örvunarbólusetningu þeirra sem fengu einn skammt af Janssen-bóluefninu á Íslandi. Þá hefur öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem voru bólusettir með Janssen verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), benti á að ríkari þjóðir heims hafi þegar gefið um hundrað skammta af bóluefni gegn Covid-19 fyrir hverja hundrað íbúa að meðaltali í dag. Snauðari þjóðir hafi á sama tíma aðeins gefið um 1,5 skammta fyrir hverja hundrað íbúa, fyrst og fremst vegna skorts á framboði á bóluefnum. Markmið WHO er að tryggja að í það minnsta 10% íbúa allra landa heims verði bólusett í haust. Í því skyni kallaði Ghebreyesus eftir því að endurbólusetningum yrði frestað þar til að minnsta kosti í lok september. Sérfræðingar WHO telja það ekki vísindalega sannað að endurbólusetning fólks sem hefur þegar fengið tvo skammta bóluefnis gagnist til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Á sama tíma hefur stofnunin bent á að því lengur sem veiran fær að breiðast út um heiminn því líklegri verði að ný afbrigði komi fram sem geti dregið heimsfaraldurinn á langinn. „Eins og við hefur séð með hverju nýja afbrigðinu sem kemur fram komumst við ekki út úr þessu nema að allur heimurinn komist út úr þessu saman. Með þeirri gríðarlegu misskiptingu sem ríkir í dreifingu bóluefna mun okkur einfaldlega ekki takast það,“ segir Bruce Aylward, sérstakur ráðgjafi Ghebreyesus. WHO hefur þó engin völd til þess að knýja þjóðir til þess að fara að tilmælum sínum. Margar þjóðir hafa hunsað tilmæli stofnunarinnar um að gefa fátækari þjóðum bóluefni og að auka framleiðslu þeirra í þróunarríkjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Lönd eins og Ísrael, Frakkland og Þýskaland hafa þegar byrjað að endurbólusetja fólk til að freista þess að styrkja ónæmi þess gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Fleiri lönd íhuga að fylgja í fótspor þeirra vegna uppgangs bráðsmitandi delta-afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir mælir með örvunarbólusetningu þeirra sem fengu einn skammt af Janssen-bóluefninu á Íslandi. Þá hefur öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem voru bólusettir með Janssen verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), benti á að ríkari þjóðir heims hafi þegar gefið um hundrað skammta af bóluefni gegn Covid-19 fyrir hverja hundrað íbúa að meðaltali í dag. Snauðari þjóðir hafi á sama tíma aðeins gefið um 1,5 skammta fyrir hverja hundrað íbúa, fyrst og fremst vegna skorts á framboði á bóluefnum. Markmið WHO er að tryggja að í það minnsta 10% íbúa allra landa heims verði bólusett í haust. Í því skyni kallaði Ghebreyesus eftir því að endurbólusetningum yrði frestað þar til að minnsta kosti í lok september. Sérfræðingar WHO telja það ekki vísindalega sannað að endurbólusetning fólks sem hefur þegar fengið tvo skammta bóluefnis gagnist til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Á sama tíma hefur stofnunin bent á að því lengur sem veiran fær að breiðast út um heiminn því líklegri verði að ný afbrigði komi fram sem geti dregið heimsfaraldurinn á langinn. „Eins og við hefur séð með hverju nýja afbrigðinu sem kemur fram komumst við ekki út úr þessu nema að allur heimurinn komist út úr þessu saman. Með þeirri gríðarlegu misskiptingu sem ríkir í dreifingu bóluefna mun okkur einfaldlega ekki takast það,“ segir Bruce Aylward, sérstakur ráðgjafi Ghebreyesus. WHO hefur þó engin völd til þess að knýja þjóðir til þess að fara að tilmælum sínum. Margar þjóðir hafa hunsað tilmæli stofnunarinnar um að gefa fátækari þjóðum bóluefni og að auka framleiðslu þeirra í þróunarríkjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44