Hreyflar nýrrar einingar fóru óvænt í gang og færðu geimstöðina af réttri sporbraut Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2021 18:40 Hér má sjá skjáskot af beinni útsendingu af því þegar Nauka tengdist geimstöðinni í dag. AP/Roscosmos Eftir að ný rússnesk eining var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina í dag, kviknaði óvænt á hreyflum einingarinnar svo geimstöðin færðist úr stöðu sinni á braut um jörðu. Hreyflarnir voru í gangi í nokkrar mínútur og voru hreyflar annarra eininga geimstöðvarinnar notaðir til að vega upp á móti hinum. Engan sakaði og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna segir að geimstöðin sé komin aftur á réttan stað. Nauka-einingin var tengd við geimstöðina á öðrum tímanum í dag, að íslenskum tíma. Skömmu fyrir klukkan fimm fóru hreyflar einingarinnar í gang, samkvæmt umfjöllun Spaceflightnow. Ekki liggur fyrir hvað olli því að hreyflar Nauka fóru í gang. Welcome to the space station, Nauka! The Multipurpose Laboratory Module (MLM) successfully docked at 9:29 a.m. EDT. https://t.co/YmAVcYNc6G pic.twitter.com/WVzddwFsEw— International Space Station (@Space_Station) July 29, 2021 Til stendur að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til geimstöðvarinnar á morgun. Nú er hins vegar búist við því að geimskotinu verði frestað á meðan vísindamenn reyna að komast til botns í því af hverju kviknaði á hreyflunum. Í frétt Reuters segir að frá því Nauka var skotið á loft í síðustu viku hafi ýmsar veilur litið dagsins ljós sem ollu áhyggjum um að tenging einingarinnar myndi ekki ganga snurðulaust fyrir sig. NASA segir allt vera orðið eðlilegt um borð í geimstöðinni og áhöfnin hafi aldrei verið í neinni hættu. Halda á blaðamannafund um málið á eftir. ICYMI: Earlier today, the Russian Nauka module inadvertently fired its thrusters while docked to the @Space_Station. Mission Control teams corrected the action and all systems are operating normally. The crew was never in any danger. Stay tuned for a media telecon later today: pic.twitter.com/bjuDmdiZu5— NASA (@NASA) July 29, 2021 Fyrr á þessu ári tilkynnti Rússar að þeir ætluðu að segja sig frá geimstöðinni árið 2025. Það kom þó ekki í veg fyrir að Nauka var skotið á loft. Þróun einingarinnar hófst fyrir meira en tuttugu árum og átti einingin að vera varaeining fyrir Zarya, sem er ein eining geimstöðvarinnar. Nauka var svo breytt í gegnum árin og á eiga ýmsar rannsóknir að fara fram um borð í einingunni. Þar má einnig finna vistarverur fyrir geimfara, klósett, nýjan vatns- og lofthreinsibúnað og vélarm frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Geimskoti Nauka hafði þó verið frestað ítrekað vegna vandræða við þróun og byggingu. Geimurinn Rússland Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Engan sakaði og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna segir að geimstöðin sé komin aftur á réttan stað. Nauka-einingin var tengd við geimstöðina á öðrum tímanum í dag, að íslenskum tíma. Skömmu fyrir klukkan fimm fóru hreyflar einingarinnar í gang, samkvæmt umfjöllun Spaceflightnow. Ekki liggur fyrir hvað olli því að hreyflar Nauka fóru í gang. Welcome to the space station, Nauka! The Multipurpose Laboratory Module (MLM) successfully docked at 9:29 a.m. EDT. https://t.co/YmAVcYNc6G pic.twitter.com/WVzddwFsEw— International Space Station (@Space_Station) July 29, 2021 Til stendur að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til geimstöðvarinnar á morgun. Nú er hins vegar búist við því að geimskotinu verði frestað á meðan vísindamenn reyna að komast til botns í því af hverju kviknaði á hreyflunum. Í frétt Reuters segir að frá því Nauka var skotið á loft í síðustu viku hafi ýmsar veilur litið dagsins ljós sem ollu áhyggjum um að tenging einingarinnar myndi ekki ganga snurðulaust fyrir sig. NASA segir allt vera orðið eðlilegt um borð í geimstöðinni og áhöfnin hafi aldrei verið í neinni hættu. Halda á blaðamannafund um málið á eftir. ICYMI: Earlier today, the Russian Nauka module inadvertently fired its thrusters while docked to the @Space_Station. Mission Control teams corrected the action and all systems are operating normally. The crew was never in any danger. Stay tuned for a media telecon later today: pic.twitter.com/bjuDmdiZu5— NASA (@NASA) July 29, 2021 Fyrr á þessu ári tilkynnti Rússar að þeir ætluðu að segja sig frá geimstöðinni árið 2025. Það kom þó ekki í veg fyrir að Nauka var skotið á loft. Þróun einingarinnar hófst fyrir meira en tuttugu árum og átti einingin að vera varaeining fyrir Zarya, sem er ein eining geimstöðvarinnar. Nauka var svo breytt í gegnum árin og á eiga ýmsar rannsóknir að fara fram um borð í einingunni. Þar má einnig finna vistarverur fyrir geimfara, klósett, nýjan vatns- og lofthreinsibúnað og vélarm frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Geimskoti Nauka hafði þó verið frestað ítrekað vegna vandræða við þróun og byggingu.
Geimurinn Rússland Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira