Iðnmenntun á Íslandi – Raunverulegur vilji eða tálsýn í aðdraganda kosninga? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 26. júlí 2021 13:15 Það er ljóst að fjármagn til að mæta þeim áhuga sem er til staðar varðandi iðnám er langt frá því að vera nógu mikið. Starfsfólk í menntageiranum, félög iðngreina og áhugafólk um bætt iðnám, svo einhverjir hópar séu nefndir, hafa reynt að efla áhuga fólks á iðnámi í áratugi. Ég vona svo sannarlega að sú barátta sé nú loksins að bera árangur. Baráttan sem hefur verið hörð hefur gengið út á það að auka veg og virðingu iðnáms í samfélagi okkar. Það er barátta sem ég hef sjálfur tekið þátt í yfir 20 ár. Viljayfirlýsing undirrituð. Er það nóg? Á sama tíma og ég gleðst mjög yfir að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um að framtíðarhúsnæði Tækniskólans, með öllum þeim búnaði sem þarf til að kenna iðngreinar í nútímanum, muni rísa á Suðurhöfninni í Hafnarfirði þá hef ég áhyggjur af úthlutun fjármagns ríkisins til reksturs skólastarfsins. Svo raunverulega sé hægt að mæta þeim áhuga sem er fyrir iðnámi hjá fólki á öllum aldri. Og þar liggur mikill vandi. Fólk á öllum aldri á að geta stundað iðnám Fólk á öllum aldri sem áhuga hefur á að sækja iðnám í dag, á í erfiðleikum með að fá inni í náminu vegna þess að fjármagn til kennslunnar nægir rétt með naumindum til að taka inn nemendur sem eru að koma beint úr grunnskóla. Það er afleit staða og engum til sóma. Við þurfum að gefa fólki á öllum aldri tækifæri til að stunda iðnám og við getum ekki látið þann áhuga sem nú er á iðnmenntun ganga okkur úr greipum af því að fjármagn er af skornum skammti til kennslunnar. Kosningalykt af málinu Það er kosningalykt af umgjörð þessarar undirritunar en ég vona svo sannarlega að þarna búi meira að baki í þetta sinn. Að það sé raunverulegur vilji til að framkvæma svo efla megi iðnmenntun. Að nægilegu fjármagni verði úthlutað til að mæta þeim áhuga sem er á iðnámi um þessar mundir. Við í Samfylkingunni munum allavega halda áfram að beita okkur fyrir því að raunverulegar umbætur eigi sér stað í iðnámi á Íslandi og fólk á öllum aldri geti sótt iðnám, hafi það áhuga á því. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að fjármagn til að mæta þeim áhuga sem er til staðar varðandi iðnám er langt frá því að vera nógu mikið. Starfsfólk í menntageiranum, félög iðngreina og áhugafólk um bætt iðnám, svo einhverjir hópar séu nefndir, hafa reynt að efla áhuga fólks á iðnámi í áratugi. Ég vona svo sannarlega að sú barátta sé nú loksins að bera árangur. Baráttan sem hefur verið hörð hefur gengið út á það að auka veg og virðingu iðnáms í samfélagi okkar. Það er barátta sem ég hef sjálfur tekið þátt í yfir 20 ár. Viljayfirlýsing undirrituð. Er það nóg? Á sama tíma og ég gleðst mjög yfir að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um að framtíðarhúsnæði Tækniskólans, með öllum þeim búnaði sem þarf til að kenna iðngreinar í nútímanum, muni rísa á Suðurhöfninni í Hafnarfirði þá hef ég áhyggjur af úthlutun fjármagns ríkisins til reksturs skólastarfsins. Svo raunverulega sé hægt að mæta þeim áhuga sem er fyrir iðnámi hjá fólki á öllum aldri. Og þar liggur mikill vandi. Fólk á öllum aldri á að geta stundað iðnám Fólk á öllum aldri sem áhuga hefur á að sækja iðnám í dag, á í erfiðleikum með að fá inni í náminu vegna þess að fjármagn til kennslunnar nægir rétt með naumindum til að taka inn nemendur sem eru að koma beint úr grunnskóla. Það er afleit staða og engum til sóma. Við þurfum að gefa fólki á öllum aldri tækifæri til að stunda iðnám og við getum ekki látið þann áhuga sem nú er á iðnmenntun ganga okkur úr greipum af því að fjármagn er af skornum skammti til kennslunnar. Kosningalykt af málinu Það er kosningalykt af umgjörð þessarar undirritunar en ég vona svo sannarlega að þarna búi meira að baki í þetta sinn. Að það sé raunverulegur vilji til að framkvæma svo efla megi iðnmenntun. Að nægilegu fjármagni verði úthlutað til að mæta þeim áhuga sem er á iðnámi um þessar mundir. Við í Samfylkingunni munum allavega halda áfram að beita okkur fyrir því að raunverulegar umbætur eigi sér stað í iðnámi á Íslandi og fólk á öllum aldri geti sótt iðnám, hafi það áhuga á því. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun