Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 14:41 Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín síðan uppreisnarhersveitir frá Tigray réðust inn í Afar-hérað. Getty/Minasse Wondimu Hailu Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. Uppreisnarhermenn hafa háð baráttu við stjórnarhersveitir Eþíópíu síðan í nóvember en þeir vilja sjálfstæði frá landinu. Átök milli hersveitanna hafa verið harðar undanfarna mánuði en í lok júní flúðu stjórnarhersveitir héraðið. Síðan þá hafa hersveitir hinna níu héraða Eþíópíu yfir stuðningi við stjórnarherinn og sagst ætla að senda hersveitir sínar gegn hersveitum frá Tigray. Uppreisnarhermenn segjast þó ekki ætla að leggja niður vopn fyrr en eþíópíska ríkisstjórnin samþykkir kröfur þeirra. Afar-hérað gegnir mikilvægu hernaðarlegu hlutverki. Í gegn um héraðið liggur þjóðvegur og lestarteinar sem tengja Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu sem er í miðju landinu, við hafnarborgina Djibouti. Að sögn Ahmed Koloyta, upplýsingafulltrúa Afar, gengu uppreisnarhermenn berserksgang um héraðið, brenndu niður hús, fóru ránshendi um heimili og myrtu óbreytta borgara. Hann sýndi þó engin sönnunargögn þess efnis og fréttastofa Reuters gat ekki sannreynt staðhæfingu hans. Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsisfylkingarinnar (TPLF), sagði í samtali við Reuters í morgun að hersveitir Tigray væru staddar í Afar og að áætlunin sé að beina spjótum að hersveitum Amhara-héraðs, nágrannahéraðs Afar. Hersveitir frá Amhara hafa barist fyrir stjórnarherinn undanfarna mánuði. Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Loftárásir stjórnarhers Eþíópíu hæfðu markað í þorpinu Togoga í Tigray í gærmorgun. Heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu segja minnst áttatíu hafa farist í árásinni og að hermenn hafi meinað heilbrigðisstarfsmönnum aðgang að svæðinu til að hlúa að særðum. 23. júní 2021 12:02 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Uppreisnarhermenn hafa háð baráttu við stjórnarhersveitir Eþíópíu síðan í nóvember en þeir vilja sjálfstæði frá landinu. Átök milli hersveitanna hafa verið harðar undanfarna mánuði en í lok júní flúðu stjórnarhersveitir héraðið. Síðan þá hafa hersveitir hinna níu héraða Eþíópíu yfir stuðningi við stjórnarherinn og sagst ætla að senda hersveitir sínar gegn hersveitum frá Tigray. Uppreisnarhermenn segjast þó ekki ætla að leggja niður vopn fyrr en eþíópíska ríkisstjórnin samþykkir kröfur þeirra. Afar-hérað gegnir mikilvægu hernaðarlegu hlutverki. Í gegn um héraðið liggur þjóðvegur og lestarteinar sem tengja Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu sem er í miðju landinu, við hafnarborgina Djibouti. Að sögn Ahmed Koloyta, upplýsingafulltrúa Afar, gengu uppreisnarhermenn berserksgang um héraðið, brenndu niður hús, fóru ránshendi um heimili og myrtu óbreytta borgara. Hann sýndi þó engin sönnunargögn þess efnis og fréttastofa Reuters gat ekki sannreynt staðhæfingu hans. Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsisfylkingarinnar (TPLF), sagði í samtali við Reuters í morgun að hersveitir Tigray væru staddar í Afar og að áætlunin sé að beina spjótum að hersveitum Amhara-héraðs, nágrannahéraðs Afar. Hersveitir frá Amhara hafa barist fyrir stjórnarherinn undanfarna mánuði.
Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Loftárásir stjórnarhers Eþíópíu hæfðu markað í þorpinu Togoga í Tigray í gærmorgun. Heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu segja minnst áttatíu hafa farist í árásinni og að hermenn hafi meinað heilbrigðisstarfsmönnum aðgang að svæðinu til að hlúa að særðum. 23. júní 2021 12:02 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20
Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06
Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Loftárásir stjórnarhers Eþíópíu hæfðu markað í þorpinu Togoga í Tigray í gærmorgun. Heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu segja minnst áttatíu hafa farist í árásinni og að hermenn hafi meinað heilbrigðisstarfsmönnum aðgang að svæðinu til að hlúa að særðum. 23. júní 2021 12:02