Telja hitabylgjuna hafa drepið milljarð sjávardýra við strendur Kanada Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 10:29 Sérfræðingar telja að meira en milljarður sjávardýra við strendur Kanada hafi drepist í hitabylgjunni sem reið yfir norðvesturhluta Norður-Ameríku í síðustu viku. Getty/Wolfgang Kaehler Talið er að meira en milljarður sjávardýra við strendur Kanada að Kyrrahafinu hafi drepist í síðustu viku þegar hitabylgja, sem sló hvert hitametið á fætur öðru, reið yfir landið. Sérfræðingar vara við því hvað hitabreytingar, þó þær virðist litlar fyrir okkur mannfólkið, geta verið hættulegar vistkerfum sem eru óvön svona veðuröfgum. Hitabylgjan sveif yfir Kanada og norðvesturhluta Bandaríkjanna í um fimm daga. Aldrei áður hefur hiti mælst jafn hár á þessu svæði. Hitinn náði mest tæpum 50°C í Bresku-Kólumbíu og fórust allt að fimm hundruð skyndilega vegna hitans. Þá kviknuðu margir gróðureldar vegna hitans og loga þeir enn í héraðinu. Sérfræðingar hræðast þó að hitinn muni hafa enn verri og langvarandi afleiðingar á sjávardýr og vistkerfi við strendur Kanada. Christopher Harley, sjávarlíffræðingur við Háskólann í Bresku-Kólumbíu, hefur reiknað það út að meira en milljarður sjávardýra kunnu hafa farist vegna hitans. Hann segir að vísbendingar hamfaranna megi sjá á ströndum Vancouver. „Venjulega brakar ekki undan fótum manns þegar maður gengur á ströndinni. En núna eru svo margar tómar bláskeljar á ströndinni að maður kemst ekki hjá því að stíga á dauð dýr sem liggja á ströndinni,“ sagði Harley í samtali við fréttastofu Guardian. Harley segir að hann hafi fundið yfirgnæfandi lykt af rotnandi sjávarfangi við ströndina. Þá hafi hann tekið eftir því að margar dauðu bláskeljanna voru eldaðar, vegna þess hve vatn sem safnaðist hafði í polla á ströndinni var óvenjulega heitt. Þá hafi sniglar, krossfiskar og skelfiskar legið dauðir í hrúgum á ströndinni. Bláskeljar eru nokkuð harðar af sér og geta þolað hita langt upp að fjörutíu gráðum. Hrúðurkarlar eru enn harðari af sér og geta lifað allt upp í 45 stiga hita, að minnsta kosti í nokkra klukkutíma. „Þegar hitinn er orðinn hærri en það geta þessi dýr ekki lifað það af,“ segir Harley. Þessi fjöldadauði skelfiska gæti haft veruleg áhrif á vatnsgæðin við strendur Kanada en skelfiskar hjálpa til við að hreinsa sjávarvatn. Það leiðir til þess að sjórinn er nógu tær svo að sólargeislar nái niður til sjávargróðurs sem í kjölfarið skapar gott umhverfi fyrir aðrar tegundir sjávardýra. „Á einum fermeter, sem bláskeljar hafa komið sér fyrir á, geta verið tugir, jafnvel hundruð annarra tegunda,“ segir Harley. „Þú gætir komið þúsundum bláskelja fyrir á svæði sem er jafn stórt og eldavél. Og það eru hundruð ferkílómetrar af klettum við vesturströnd Kanada sem eru kjörin heimkynni fyrir bláskeljarnar. Fyrir utan það að við erum ekki að tala um eina tegund,“ segir Harley. Bláskeljar eru meðal þeirra skelfiska sem hafa tiltölulega stuttan líftíma, og fjölga sér eftir um tvö ár. Önnur smá sjávardýr, eins og krossfiskar og aðrir skelfiskar lifa í áratugi og fjölga sér mun hægar. Því gæti verið að sumir stofnar sem halda til við vesturströnd Kanada hafi orðið fyrir verulegum skelli í hitabylgjunni. Kanada Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. 1. júlí 2021 20:06 Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Hitabylgjan sveif yfir Kanada og norðvesturhluta Bandaríkjanna í um fimm daga. Aldrei áður hefur hiti mælst jafn hár á þessu svæði. Hitinn náði mest tæpum 50°C í Bresku-Kólumbíu og fórust allt að fimm hundruð skyndilega vegna hitans. Þá kviknuðu margir gróðureldar vegna hitans og loga þeir enn í héraðinu. Sérfræðingar hræðast þó að hitinn muni hafa enn verri og langvarandi afleiðingar á sjávardýr og vistkerfi við strendur Kanada. Christopher Harley, sjávarlíffræðingur við Háskólann í Bresku-Kólumbíu, hefur reiknað það út að meira en milljarður sjávardýra kunnu hafa farist vegna hitans. Hann segir að vísbendingar hamfaranna megi sjá á ströndum Vancouver. „Venjulega brakar ekki undan fótum manns þegar maður gengur á ströndinni. En núna eru svo margar tómar bláskeljar á ströndinni að maður kemst ekki hjá því að stíga á dauð dýr sem liggja á ströndinni,“ sagði Harley í samtali við fréttastofu Guardian. Harley segir að hann hafi fundið yfirgnæfandi lykt af rotnandi sjávarfangi við ströndina. Þá hafi hann tekið eftir því að margar dauðu bláskeljanna voru eldaðar, vegna þess hve vatn sem safnaðist hafði í polla á ströndinni var óvenjulega heitt. Þá hafi sniglar, krossfiskar og skelfiskar legið dauðir í hrúgum á ströndinni. Bláskeljar eru nokkuð harðar af sér og geta þolað hita langt upp að fjörutíu gráðum. Hrúðurkarlar eru enn harðari af sér og geta lifað allt upp í 45 stiga hita, að minnsta kosti í nokkra klukkutíma. „Þegar hitinn er orðinn hærri en það geta þessi dýr ekki lifað það af,“ segir Harley. Þessi fjöldadauði skelfiska gæti haft veruleg áhrif á vatnsgæðin við strendur Kanada en skelfiskar hjálpa til við að hreinsa sjávarvatn. Það leiðir til þess að sjórinn er nógu tær svo að sólargeislar nái niður til sjávargróðurs sem í kjölfarið skapar gott umhverfi fyrir aðrar tegundir sjávardýra. „Á einum fermeter, sem bláskeljar hafa komið sér fyrir á, geta verið tugir, jafnvel hundruð annarra tegunda,“ segir Harley. „Þú gætir komið þúsundum bláskelja fyrir á svæði sem er jafn stórt og eldavél. Og það eru hundruð ferkílómetrar af klettum við vesturströnd Kanada sem eru kjörin heimkynni fyrir bláskeljarnar. Fyrir utan það að við erum ekki að tala um eina tegund,“ segir Harley. Bláskeljar eru meðal þeirra skelfiska sem hafa tiltölulega stuttan líftíma, og fjölga sér eftir um tvö ár. Önnur smá sjávardýr, eins og krossfiskar og aðrir skelfiskar lifa í áratugi og fjölga sér mun hægar. Því gæti verið að sumir stofnar sem halda til við vesturströnd Kanada hafi orðið fyrir verulegum skelli í hitabylgjunni.
Kanada Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. 1. júlí 2021 20:06 Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. 1. júlí 2021 20:06
Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39
Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55
Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47