„Þú hlýtur að vera að grínast“ Snorri Másson skrifar 1. júlí 2021 12:22 Kristrún Frostadóttir varaði við aðgerðum Seðlabankans þegar hún var aðalhagfræðingur Kviku banka í fyrra. Vísir Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar stendur á gati vegna málflutnings Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um ástandið á húsnæðismarkaðnum. Að mati Kristrúnar er Ásgeir, með órétti, að færa ábyrgðina fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu yfir á borgaryfirvöld. „Þú hlýtur að vera að grínast,“ skrifar Kristrún, sem telur ljóst að hækkunin stafi öðru fremur af ákvörðunum Seðlabankans, sem hún hafði meira að segja varað við. Húsnæðismarkaðurinn tók verulega við sér á síðasta ári samhliða miklum vaxtalækkunum Seðlabankans og nú stendur bankinn í ströngu við að hægja á ferðinni. Hann er að grípa til aðgerða í von um að ekki myndist bóla á markaðnum. Þannig kynnti Seðlabankinn í gær að hámarksveðsetningarhlutfall yrði lækkað úr 85% í 80% - sem þýðir að fólk þurfi stærri innborganir áður en lán eru tekin. Þar á bæ miðar með öðrum orðum allt að sama marki: Að færri kaupi fasteignir. Ásgeir sagði við Fréttablaðið í morgun að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að lækka þyrfti þetta hlutfall ef betur hefði verið staðið að uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Stöð 2/Arnar „Það liggur alveg fyrir, sama hvernig menn snúa því fram og til baka, að sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að brjóta ekki nýtt land undir ný hverfi, hefur áhrif á fasteignaverð í allri borginni,“ sagði Ásgeir. Kristrún Frostadóttir segist hafa vakið athygli á því þegar Seðlabankinn hóf að lækka vexti að forðast skyldi að ýta undir mörg hundruð milljarða útlán til heimila í miðri atvinnukreppu. „Þegar ég vakti athygli á þessu í nóvember var gagnrýninni ýtt til hliðar. Nú er skipulagsmálum kennt um skammtímahreyfingar á fasteignamarkaði,“ skrifar Kristrún. Það sem nú sé skeð sé dæmi um það hvernig óbeinar efnahagsaðgerðir geti brenglað allt kerfið. „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar“ Gagnrýni hefur einnig komið fram á málflutning Seðlabankastjóra á Twitter, þar sem bent hefur verið á að meðalfermetraverðið í fjölbýli í Reykjavík hafi hækkað með mjög hliðstæðum hætti þar og í öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Þetta sé með öðrum orðum ekki sérreykvísk hækkun á húsnæðisverði. Meðalfermetraverð í fjölbýli í Reykjavík hækkaði um 8,41% að meðaltali á ári 2010-20. Kópavogur: 8,55% Garðabær: 8,21% Hafnarfjörður: 7,98% Mosfellsbær: 8,45% Seltjarnarnes 7,93%. Dagur er víða.— Thorvaldur Sverrisson (@Valdikaldi) July 1, 2021 Jón Kaldal fyrrverandi ritstjóri skrifar meðal annars á Twitter: „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar hjá seðlabankastjóra, þeim annars mæta manni. Fréttir af methækkunum á fasteignamarkaði í öðrum löndum virðast hafa farið fram hjá honum. Mögulega telur hann orsökina þar liggja líka hjá borginni.“ Seðlabankinn Samfylkingin Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. 12. maí 2021 12:07 Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Að mati Kristrúnar er Ásgeir, með órétti, að færa ábyrgðina fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu yfir á borgaryfirvöld. „Þú hlýtur að vera að grínast,“ skrifar Kristrún, sem telur ljóst að hækkunin stafi öðru fremur af ákvörðunum Seðlabankans, sem hún hafði meira að segja varað við. Húsnæðismarkaðurinn tók verulega við sér á síðasta ári samhliða miklum vaxtalækkunum Seðlabankans og nú stendur bankinn í ströngu við að hægja á ferðinni. Hann er að grípa til aðgerða í von um að ekki myndist bóla á markaðnum. Þannig kynnti Seðlabankinn í gær að hámarksveðsetningarhlutfall yrði lækkað úr 85% í 80% - sem þýðir að fólk þurfi stærri innborganir áður en lán eru tekin. Þar á bæ miðar með öðrum orðum allt að sama marki: Að færri kaupi fasteignir. Ásgeir sagði við Fréttablaðið í morgun að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að lækka þyrfti þetta hlutfall ef betur hefði verið staðið að uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Stöð 2/Arnar „Það liggur alveg fyrir, sama hvernig menn snúa því fram og til baka, að sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að brjóta ekki nýtt land undir ný hverfi, hefur áhrif á fasteignaverð í allri borginni,“ sagði Ásgeir. Kristrún Frostadóttir segist hafa vakið athygli á því þegar Seðlabankinn hóf að lækka vexti að forðast skyldi að ýta undir mörg hundruð milljarða útlán til heimila í miðri atvinnukreppu. „Þegar ég vakti athygli á þessu í nóvember var gagnrýninni ýtt til hliðar. Nú er skipulagsmálum kennt um skammtímahreyfingar á fasteignamarkaði,“ skrifar Kristrún. Það sem nú sé skeð sé dæmi um það hvernig óbeinar efnahagsaðgerðir geti brenglað allt kerfið. „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar“ Gagnrýni hefur einnig komið fram á málflutning Seðlabankastjóra á Twitter, þar sem bent hefur verið á að meðalfermetraverðið í fjölbýli í Reykjavík hafi hækkað með mjög hliðstæðum hætti þar og í öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Þetta sé með öðrum orðum ekki sérreykvísk hækkun á húsnæðisverði. Meðalfermetraverð í fjölbýli í Reykjavík hækkaði um 8,41% að meðaltali á ári 2010-20. Kópavogur: 8,55% Garðabær: 8,21% Hafnarfjörður: 7,98% Mosfellsbær: 8,45% Seltjarnarnes 7,93%. Dagur er víða.— Thorvaldur Sverrisson (@Valdikaldi) July 1, 2021 Jón Kaldal fyrrverandi ritstjóri skrifar meðal annars á Twitter: „Þessar skipulagspælingar eru vandræðalegar hjá seðlabankastjóra, þeim annars mæta manni. Fréttir af methækkunum á fasteignamarkaði í öðrum löndum virðast hafa farið fram hjá honum. Mögulega telur hann orsökina þar liggja líka hjá borginni.“
Seðlabankinn Samfylkingin Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. 12. maí 2021 12:07 Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. 12. maí 2021 12:07
Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. 2. júní 2021 19:21