Fimm sem stálu fyrirsögnunum í þriðju umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2021 23:00 Emil Forsberg var frábær er Svíþjóð tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum EM. Igor Russak/Getty Images Riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu er nú lokið. Hér að neðan má sjá hvaða fimm leikmenn stálu fyrirsögnunum er við komumst að því hvaða 16 lið komust upp úr riðlunum. 5. Steven Zuber [Sviss] Þó Xerdan Shaqiri hafi skorað tvennu í 3-1 sigri Sviss á Tyrklandi og þannig séð til þess að liðið endaði með fjögur stig í 3. sæti A-riðils og þar með tryggt sér farseðil í 16-liða úrslit þá fær vinstri vængbakvörðurinn Zuber hrósið. Ástæðan er einföld, þessi 29 ára gamli leikmaður Eintracht Frankfurt lagði upp öll þrjú mörk Sviss gegn Tyrklandi. Hann þarf að eiga aðra slíka frammistöðu í 16-liða úrslitum en þar bíða heimsmeistarar Frakka. 4. Martin Dúbravka [Slóvakía] Dúbravka varði víti í 0-5 tapi gegn Spánverjum en hann mun aldrei á lífsleiðinni gleyma fyrsta marki leiksins. Það fer í sögubækurnar sem eitthvað alklaufalegasta mark sem markvörður hefur fengið á sig. 3. Mikkel Damsgaard [Danmörk] Þessi tvítugi leikmaður kom Dönum á bragðið gegn Rússum í leik sem heimamenn URÐU að vinna til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslitin. Markið var einkar glæsilegt og með því varð hann um leið yngsti leikmaðurinn til að skora á EM í sumar sem og fyrsti leikmaðurinn fæddur á þessari öld til að skora á Evrópumóti karla í knattspyrnu. Þá segir slúðrið að Barcelona sé að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni sem spilar í dag með Sampdoria á Ítalíu. Mikkel Damsgaard is the first ever player to score at the European Championships who was born in the 21st century.The youngest scorer at the tournament so far. pic.twitter.com/1dVnOQv3np— Squawka Football (@Squawka) June 21, 2021 2. Cristiano Ronaldo [Portúgal] Skoraði bæði mörk Portúgals í 2-2 jafnteflinu gegn Frakklandi og er nú markahæsti leikmaður mótsins með fimm mörk. Þá er hann jafn Ali Daei frá Íran yfir markahæstu landsliðsmenn allra tíma með 109 mörk. Ótrúlegur markaskorari og ótrúlegur leikmaður, flóknara er það ekki. Goal machine Cristiano Ronaldo doing his thing... 178 caps 109 goals#EURO2020 | #POR | @selecaoportugal pic.twitter.com/kybDLZgdRz— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 24, 2021 1. Emil Forsberg / Dejan Kulusevski [Svíþjóð] Potturinn og pannan í sóknarleik Svíþjóðar. Alexander Isak hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn en það hinn ljóshærði Forsberg er ástæðan fyrir því að Svíþjóð er komið áfram. Hinn 29 ára gamli leikmaður spilar með RB Leipzig og er því í töluvert öðru hlutverki þar heldur en í hinu klassíska 4-4-2 leikkerfi Svía. Forsberg kann þó vel við sig hjá báðum liðum og sýndi sparihliðarnar er hann skoraði tvö fyrstu mörk Svía í 3-2 sigri á Póllandi. Þá er vert að minnast á Dejan Kulusevksi – leikmann Juventus – sem fékk kórónuveiruna skömmu fyrir mót. Hann hefur náð fullum bata og spilaði 35 mínútur gegn Póllandi. segja má að hann hafi nýtt þær ágætlega en hann lagði upp annað mark Svía sem og sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
5. Steven Zuber [Sviss] Þó Xerdan Shaqiri hafi skorað tvennu í 3-1 sigri Sviss á Tyrklandi og þannig séð til þess að liðið endaði með fjögur stig í 3. sæti A-riðils og þar með tryggt sér farseðil í 16-liða úrslit þá fær vinstri vængbakvörðurinn Zuber hrósið. Ástæðan er einföld, þessi 29 ára gamli leikmaður Eintracht Frankfurt lagði upp öll þrjú mörk Sviss gegn Tyrklandi. Hann þarf að eiga aðra slíka frammistöðu í 16-liða úrslitum en þar bíða heimsmeistarar Frakka. 4. Martin Dúbravka [Slóvakía] Dúbravka varði víti í 0-5 tapi gegn Spánverjum en hann mun aldrei á lífsleiðinni gleyma fyrsta marki leiksins. Það fer í sögubækurnar sem eitthvað alklaufalegasta mark sem markvörður hefur fengið á sig. 3. Mikkel Damsgaard [Danmörk] Þessi tvítugi leikmaður kom Dönum á bragðið gegn Rússum í leik sem heimamenn URÐU að vinna til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslitin. Markið var einkar glæsilegt og með því varð hann um leið yngsti leikmaðurinn til að skora á EM í sumar sem og fyrsti leikmaðurinn fæddur á þessari öld til að skora á Evrópumóti karla í knattspyrnu. Þá segir slúðrið að Barcelona sé að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni sem spilar í dag með Sampdoria á Ítalíu. Mikkel Damsgaard is the first ever player to score at the European Championships who was born in the 21st century.The youngest scorer at the tournament so far. pic.twitter.com/1dVnOQv3np— Squawka Football (@Squawka) June 21, 2021 2. Cristiano Ronaldo [Portúgal] Skoraði bæði mörk Portúgals í 2-2 jafnteflinu gegn Frakklandi og er nú markahæsti leikmaður mótsins með fimm mörk. Þá er hann jafn Ali Daei frá Íran yfir markahæstu landsliðsmenn allra tíma með 109 mörk. Ótrúlegur markaskorari og ótrúlegur leikmaður, flóknara er það ekki. Goal machine Cristiano Ronaldo doing his thing... 178 caps 109 goals#EURO2020 | #POR | @selecaoportugal pic.twitter.com/kybDLZgdRz— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 24, 2021 1. Emil Forsberg / Dejan Kulusevski [Svíþjóð] Potturinn og pannan í sóknarleik Svíþjóðar. Alexander Isak hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn en það hinn ljóshærði Forsberg er ástæðan fyrir því að Svíþjóð er komið áfram. Hinn 29 ára gamli leikmaður spilar með RB Leipzig og er því í töluvert öðru hlutverki þar heldur en í hinu klassíska 4-4-2 leikkerfi Svía. Forsberg kann þó vel við sig hjá báðum liðum og sýndi sparihliðarnar er hann skoraði tvö fyrstu mörk Svía í 3-2 sigri á Póllandi. Þá er vert að minnast á Dejan Kulusevksi – leikmann Juventus – sem fékk kórónuveiruna skömmu fyrir mót. Hann hefur náð fullum bata og spilaði 35 mínútur gegn Póllandi. segja má að hann hafi nýtt þær ágætlega en hann lagði upp annað mark Svía sem og sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira