Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2021 20:29 Flugvél Play ekið í gegnum heiðursvatnsbunu flugvallarslökkviliðsins við fyrstu brottför frá Leifsstöð í dag. KMU Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. Nýtt íslenskt flugfélag er mætt að landgöngum Leifsstöðvar. Í flugstöðinni var upphafið markað með því að þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, klipptu saman á borða og var fagnað með lófataki, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Þotan er af gerðinni Airbus A321 og er með sæti fyrir 192 farþega í einu farrými.Arnar Halldórsson En það var ekki bara verið að fagna fyrsta fluginu heldur einnig nýju hlutafjárútboði, sem hófst í dag, en félagið verður formlega skráð á markað hérlendis eftir tvær vikur. „Risastór dagur, í öllum skilningi þess orðs,“ segir Birgir. Og svo var byrjað að innrita farþegana. Starfsmenn Play eru þegar orðnir um tvöhundruð talsins. Þar af eru um eitthundrað flugliðar, og nær allir fyrrverandi starfsmenn Wow Air, en flugstjóri í þessari fyrstu ferð var Siggeir Siggeirsson. Þeir Siggeir Siggeirsson og Robert Ödlund flugu vélinni í þessari fyrstu áætlunarferð.Arnar Halldórsson „Wow var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist aðeins af leið, eins og Skúli Mogensen hefur af mikilli auðmýkt viðurkennt sjálfur. Við ætlum að reyna að gera réttu hlutina og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki að fara til Indlands og við ætlum ekki að fara með breiðþoturnar til Los Angeles og slíkt. Þannig að við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar,“ segir Birgir. Og þegar ekið var frá flugstöðinni fékk Play-þotan sérstaka heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu. Meðgöngutími flugfélagsins er annars orðinn býsna langur, 27 mánuðir, en það er sá tími sem liðinn er frá gjaldþroti Wow Air. Flugvél Play lyftist af brautinni í fyrsta áætlunarfluginu í dag.KMU Forstjórinn segir að eingöngu verði reknar þotur af Airbus A320 línunni og farið verði rólega í uppbyggingu. „Við ætlum okkur að vaxa upp í fimmtán flugvélar 2025 og gera það í yfirveguðum og öguðum skrefum,“ segir Birgir. Þessi fyrsta flugferð í dag var til Stanstead-flugvallar við London. Félagið hefur þegar boðað flug til níu áfangastaða í Evrópu og á næsta ári er stefnt á Ameríkuflug. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá fyrsta flugtakið í dag í lengri útgáfu: Hér má sjá ávörpin þegar klippt var á borðann í Leifsstöð: Play Fréttir af flugi Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Hlutafjárútboð Play hefst í næstu viku Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North markaðinn hefst þann 24. júní klukkan 10. Útboðið mun standa yfir í rúman sólarhring en lokað verður fyrir kaup klukkan 16 föstudaginn 25. júní. 14. júní 2021 14:13 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Nýtt íslenskt flugfélag er mætt að landgöngum Leifsstöðvar. Í flugstöðinni var upphafið markað með því að þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, klipptu saman á borða og var fagnað með lófataki, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Þotan er af gerðinni Airbus A321 og er með sæti fyrir 192 farþega í einu farrými.Arnar Halldórsson En það var ekki bara verið að fagna fyrsta fluginu heldur einnig nýju hlutafjárútboði, sem hófst í dag, en félagið verður formlega skráð á markað hérlendis eftir tvær vikur. „Risastór dagur, í öllum skilningi þess orðs,“ segir Birgir. Og svo var byrjað að innrita farþegana. Starfsmenn Play eru þegar orðnir um tvöhundruð talsins. Þar af eru um eitthundrað flugliðar, og nær allir fyrrverandi starfsmenn Wow Air, en flugstjóri í þessari fyrstu ferð var Siggeir Siggeirsson. Þeir Siggeir Siggeirsson og Robert Ödlund flugu vélinni í þessari fyrstu áætlunarferð.Arnar Halldórsson „Wow var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist aðeins af leið, eins og Skúli Mogensen hefur af mikilli auðmýkt viðurkennt sjálfur. Við ætlum að reyna að gera réttu hlutina og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki að fara til Indlands og við ætlum ekki að fara með breiðþoturnar til Los Angeles og slíkt. Þannig að við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar,“ segir Birgir. Og þegar ekið var frá flugstöðinni fékk Play-þotan sérstaka heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu. Meðgöngutími flugfélagsins er annars orðinn býsna langur, 27 mánuðir, en það er sá tími sem liðinn er frá gjaldþroti Wow Air. Flugvél Play lyftist af brautinni í fyrsta áætlunarfluginu í dag.KMU Forstjórinn segir að eingöngu verði reknar þotur af Airbus A320 línunni og farið verði rólega í uppbyggingu. „Við ætlum okkur að vaxa upp í fimmtán flugvélar 2025 og gera það í yfirveguðum og öguðum skrefum,“ segir Birgir. Þessi fyrsta flugferð í dag var til Stanstead-flugvallar við London. Félagið hefur þegar boðað flug til níu áfangastaða í Evrópu og á næsta ári er stefnt á Ameríkuflug. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá fyrsta flugtakið í dag í lengri útgáfu: Hér má sjá ávörpin þegar klippt var á borðann í Leifsstöð:
Play Fréttir af flugi Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Hlutafjárútboð Play hefst í næstu viku Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North markaðinn hefst þann 24. júní klukkan 10. Útboðið mun standa yfir í rúman sólarhring en lokað verður fyrir kaup klukkan 16 föstudaginn 25. júní. 14. júní 2021 14:13 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42
Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42
Hlutafjárútboð Play hefst í næstu viku Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North markaðinn hefst þann 24. júní klukkan 10. Útboðið mun standa yfir í rúman sólarhring en lokað verður fyrir kaup klukkan 16 föstudaginn 25. júní. 14. júní 2021 14:13