Kona jaðarsetningar og forréttinda? Ellen Jacqueline Calmon skrifar 19. júní 2021 09:30 Forréttindi Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, vel menntuð, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, skortir engin fjárhagsleg gæði, er í vinnu. Jaðarsetning Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, ólst upp hjá móður sem var alkahólisti, fékk bara að vera hjá pabba sínum aðra hvora helgi, var nauðgað á unglingsárum, greindist nýlega með geðhvarfasýki, er í hlutastarfi. Sama konan Þetta er sama konan. Þetta er kona sem býr við ýmis forréttindi í íslensku samfélagi en tilheyrir að sama skapi hópi kvenna sem verður fyrir jaðarsetningu og fordómum. Hún hefur gengið menntaveginn eftir að hafa alist upp hjá móður sem er alkahólisti en leitaði skjóls hjá föður sínum þegar hún gat og mátti. En pabbinn mátti bara hafa barnið aðra hvora helgi eins og lög gerðu ráð fyrir í þá daga. Henni varð nauðgað á unglingsárunum af jafnaldra sem hún þekkti. Hún hefur aldrei upplifað sig almennilega heila inni í sér og gekk á milli lækna sem ekki hlustuðu og töldu hana móðursjúka, sögðu henni að hreyfa sig og borða hollt. Hún hefur ekki getað stundað fullt starf meirihluta fullorðinsára sinna sökum alls þess sem fylgir henni úr barnæsku og frá unglingsárum. Nýlega fékk hún svo greiningu um að hún væri með geðhvarfasýki. Hún gladdist yfir greiningunni því greiningin var einnig skýring svo margs sem bærðist innra með henni. Hún leit á greininguna sem verkfæri til að vinna á þáttum sem hafa verið henni flóknir. Hún á maka sem er í ágætis starfi sem gerir það að verkum að hana skortir engin fjárhagsleg gæði. En þar sem hún hefur mest megins verið í hlutastarfi og því ekki verið hálaunakona mun hún bera skarðan hlut frá borði þegar að efri árum kemur. Hún er því mjög háð maka sínum fjárhagslega og því í raun ekki sjálfstæð. Af hverju hún? Þetta er bara ein dæmisaga um konu. Ég hefði einnig getað tekið dæmi um konu með annað móðurmál en íslensku, eða konu sem er með sýnilega fötlun eða aðra konu. En ég ákvað að taka dæmi um konu sem ber það ekki endilega utan á sér að búa við jaðarsetningu. Konu sem hefur ekki sagt sögu sína opinberlega og finnst hún ekki þurfa gera það. Konu sem margir telja vera forréttindakonu og er kannski í raun forréttindakona um leið og hún er kona jaðarsetningar. Kvenréttindi eru jafnréttismál Í dag fögnum við Kvenréttindadeginum og það hefur margt áunnnist í jafnréttisbaráttunni sem er vel. En jafnréttisbaráttan fjallar ekki bara um réttindi kvenna heldur jafnrétti í samfélaginu öllu. Hvað ef pabbi hennar hefði haft réttinn til að hafa hana meira hjá sér en aðra hvora helgi þegar hún var barn? Hvað ef þöggun um það sem gerist inni á heimilum hefði verið minni? Hvað ef barnaverndin hefði virkað eins og hún á að virka? Hvað ef fræðsla um ofbeldi, kynlíf og opinská umræða um persónuleg mörk hefði verið meiri í hennar æsku og á unglingsárum? Hvað ef fordómar gagnvart geðsjúkdómum hefðu verið minni og opinská umræða um þá hefði verið meiri? Hvað ef heilbrigðiskerfið hlustaði betur eftir líðan kvenna? Hvað ef lífeyriskerfið tryggði örorkulífeyrisþegum og láglaunakonum mannsæmandi lífeyri þegar til eldri ára kemur? Við eigum enn ýmis verk óunnin til að tryggja raunverulegt og fullkomið jafnrétti í íslensku samfélagi. Við þurfum að huga að jafnréttismálum strax í bernsku og þau eiga að vera samtvinnuð öllum okkar grunnstoðum eins og heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu, tryggingakerfinu, menntakerfinu og fjárhagslegum kerfum samfélagsins. Leggjum öll jafnréttinu lið, því það er betra fyrir samfélagið allt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Forréttindi Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, vel menntuð, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, skortir engin fjárhagsleg gæði, er í vinnu. Jaðarsetning Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, ólst upp hjá móður sem var alkahólisti, fékk bara að vera hjá pabba sínum aðra hvora helgi, var nauðgað á unglingsárum, greindist nýlega með geðhvarfasýki, er í hlutastarfi. Sama konan Þetta er sama konan. Þetta er kona sem býr við ýmis forréttindi í íslensku samfélagi en tilheyrir að sama skapi hópi kvenna sem verður fyrir jaðarsetningu og fordómum. Hún hefur gengið menntaveginn eftir að hafa alist upp hjá móður sem er alkahólisti en leitaði skjóls hjá föður sínum þegar hún gat og mátti. En pabbinn mátti bara hafa barnið aðra hvora helgi eins og lög gerðu ráð fyrir í þá daga. Henni varð nauðgað á unglingsárunum af jafnaldra sem hún þekkti. Hún hefur aldrei upplifað sig almennilega heila inni í sér og gekk á milli lækna sem ekki hlustuðu og töldu hana móðursjúka, sögðu henni að hreyfa sig og borða hollt. Hún hefur ekki getað stundað fullt starf meirihluta fullorðinsára sinna sökum alls þess sem fylgir henni úr barnæsku og frá unglingsárum. Nýlega fékk hún svo greiningu um að hún væri með geðhvarfasýki. Hún gladdist yfir greiningunni því greiningin var einnig skýring svo margs sem bærðist innra með henni. Hún leit á greininguna sem verkfæri til að vinna á þáttum sem hafa verið henni flóknir. Hún á maka sem er í ágætis starfi sem gerir það að verkum að hana skortir engin fjárhagsleg gæði. En þar sem hún hefur mest megins verið í hlutastarfi og því ekki verið hálaunakona mun hún bera skarðan hlut frá borði þegar að efri árum kemur. Hún er því mjög háð maka sínum fjárhagslega og því í raun ekki sjálfstæð. Af hverju hún? Þetta er bara ein dæmisaga um konu. Ég hefði einnig getað tekið dæmi um konu með annað móðurmál en íslensku, eða konu sem er með sýnilega fötlun eða aðra konu. En ég ákvað að taka dæmi um konu sem ber það ekki endilega utan á sér að búa við jaðarsetningu. Konu sem hefur ekki sagt sögu sína opinberlega og finnst hún ekki þurfa gera það. Konu sem margir telja vera forréttindakonu og er kannski í raun forréttindakona um leið og hún er kona jaðarsetningar. Kvenréttindi eru jafnréttismál Í dag fögnum við Kvenréttindadeginum og það hefur margt áunnnist í jafnréttisbaráttunni sem er vel. En jafnréttisbaráttan fjallar ekki bara um réttindi kvenna heldur jafnrétti í samfélaginu öllu. Hvað ef pabbi hennar hefði haft réttinn til að hafa hana meira hjá sér en aðra hvora helgi þegar hún var barn? Hvað ef þöggun um það sem gerist inni á heimilum hefði verið minni? Hvað ef barnaverndin hefði virkað eins og hún á að virka? Hvað ef fræðsla um ofbeldi, kynlíf og opinská umræða um persónuleg mörk hefði verið meiri í hennar æsku og á unglingsárum? Hvað ef fordómar gagnvart geðsjúkdómum hefðu verið minni og opinská umræða um þá hefði verið meiri? Hvað ef heilbrigðiskerfið hlustaði betur eftir líðan kvenna? Hvað ef lífeyriskerfið tryggði örorkulífeyrisþegum og láglaunakonum mannsæmandi lífeyri þegar til eldri ára kemur? Við eigum enn ýmis verk óunnin til að tryggja raunverulegt og fullkomið jafnrétti í íslensku samfélagi. Við þurfum að huga að jafnréttismálum strax í bernsku og þau eiga að vera samtvinnuð öllum okkar grunnstoðum eins og heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu, tryggingakerfinu, menntakerfinu og fjárhagslegum kerfum samfélagsins. Leggjum öll jafnréttinu lið, því það er betra fyrir samfélagið allt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun