Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 22:43 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AP/Adrian Wyld Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. Þetta sagði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í ræðu sem hann flutti í kanadíska þinginu í dag. Ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum í heimavistarskólum hefur verið til umræðu síðustu viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann í síðasta mánuði. Fréttastofa AP greinir frá. „Sem Kaþólikki er ég mjög vonsvikinn vegna afstöðunnar sem kaþólska kirkjan hefur tekið í þessu máli núna og í gegn um tíðina,“ sagði Trudeau. „Þegar ég heimsótti Vatíkanið fyrir mörgum árum síðan bað ég Frans páfa sjálfan að taka skref í rétta átt, biðjast afsökunar, biðjast fyrirgefningar, sækjast eftir endurreisn og birta þessi gögn. Við sjáum kirkjuna enn streitast á móti.“ Þessir skólar kallast á ensku Residential schools og voru þeir reknir af ríkinu og trúarstofnunum í um öld, frá áttunda áratugi 19. aldar og allt til áttunda áratugar þeirrar síðustu. Meira en 150 þúsund börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Börnin eru meðal annars sögð hafa verið barin hafi þau talað móðurmál sitt. Aðrar kanadískar kirkjur hafa beðist afsökunar Vatíkanið hefur ekki brugðist við fyrirspurnum fréttamanna um málið í vikunni. Benedikt, fyrrverandi páfi, hitti hóp af fyrrverandi nemendum heimavistarskólanna árið 2009 og sagði hann á fundi þeirra að hann væri þjakaður vegna þess sem nemendurnir gengu í gegn um. Árið 2018 tilkynnti kaþólska kirkjan í Kanada að páfinn gæti sjálfur ekki beðist afsökunar á ofbeldinu sem átti sér stað í heimavistarskólunum. Frans páfi hefur þó ekki verið feiminn við það að viðurkenna óréttlætið sem frumbyggjar hafa orðið fyrir víða um heim. Erkibiskupinn í Vancouver baðst hins vegar afsökunar á miðvikudag. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan hafa allar beðist afsökunar á þeirra hlut í ofbeldinu. Eins hefur kanadíska ríkið beðist afsökunar og boðið þolendum ofbeldisins miskabætur. Kanada Trúmál Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Þetta sagði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í ræðu sem hann flutti í kanadíska þinginu í dag. Ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum í heimavistarskólum hefur verið til umræðu síðustu viku eftir að fjöldagröf 215 barna fannst við Kamloops Indian heimavistarskólann í síðasta mánuði. Fréttastofa AP greinir frá. „Sem Kaþólikki er ég mjög vonsvikinn vegna afstöðunnar sem kaþólska kirkjan hefur tekið í þessu máli núna og í gegn um tíðina,“ sagði Trudeau. „Þegar ég heimsótti Vatíkanið fyrir mörgum árum síðan bað ég Frans páfa sjálfan að taka skref í rétta átt, biðjast afsökunar, biðjast fyrirgefningar, sækjast eftir endurreisn og birta þessi gögn. Við sjáum kirkjuna enn streitast á móti.“ Þessir skólar kallast á ensku Residential schools og voru þeir reknir af ríkinu og trúarstofnunum í um öld, frá áttunda áratugi 19. aldar og allt til áttunda áratugar þeirrar síðustu. Meira en 150 þúsund börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja skólana og var markmiðið að afmá menningu barnanna og aðlaga þau að menningu innflytjenda frá Evrópu. Þau voru þvinguð til að taka upp kristna siði og var meinað að tala eigin tungumál. Eftirlit með skólunum var lítið sem ekkert og voru börnin beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega. Börnin eru meðal annars sögð hafa verið barin hafi þau talað móðurmál sitt. Aðrar kanadískar kirkjur hafa beðist afsökunar Vatíkanið hefur ekki brugðist við fyrirspurnum fréttamanna um málið í vikunni. Benedikt, fyrrverandi páfi, hitti hóp af fyrrverandi nemendum heimavistarskólanna árið 2009 og sagði hann á fundi þeirra að hann væri þjakaður vegna þess sem nemendurnir gengu í gegn um. Árið 2018 tilkynnti kaþólska kirkjan í Kanada að páfinn gæti sjálfur ekki beðist afsökunar á ofbeldinu sem átti sér stað í heimavistarskólunum. Frans páfi hefur þó ekki verið feiminn við það að viðurkenna óréttlætið sem frumbyggjar hafa orðið fyrir víða um heim. Erkibiskupinn í Vancouver baðst hins vegar afsökunar á miðvikudag. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan hafa allar beðist afsökunar á þeirra hlut í ofbeldinu. Eins hefur kanadíska ríkið beðist afsökunar og boðið þolendum ofbeldisins miskabætur.
Kanada Trúmál Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46
Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40