Drottningin meinaði þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2021 18:23 Elísabet Bretadrottning er sögð hafa meinað þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni. Fólk úr minnihlutahópum mátti hins vegar starfa við önnur þjónustustörf fyrir fjölskylduna. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Breska dagblaðið Guardian hefur komist yfir skjöl sem leiða í ljós að Elísabet Englandsdrottning meinaði útlendingum og innflytjendum úr minnihlutahópum að starfa við skrifstofustörf í Buckingham höll. Skjölin eru frá seinni hluta sjöunda áratugsins. Þau eru hluti af skjölum sem hafa komið upp á yfirborðið í rannsókn blaðsins á áhrifum drottningar á lagasetningu í Bretlandi. Skjölin sýna að á árinu 1968 skrifaði fjármálastjóri drottningar að stefna hennar væri að litaðir innflytjendur og útlendingar ynnu ekki skrifstofustörf þó að þeir mættu vera í þjónustuliði hallarinnar. Ekki er ljóst hvenær þessu var hætt í höllinni. Buckingham hefur neitað að svara spurningum um bannið og hvenær því var aflétt. Í svari hallarinnar við fyrirspurnum Guardian segir að á tíunda áratuginum hafi þeldökkir innflytjendur starfað á skrifstofu hallarinnar en að fyrir þann tíma hafi höllin ekki haldið upplýsingum um kynþátt starfsmanna sinna til haga. Starfsmenn drottningarinnar geta ekki kært ójafnrétti til dómstóla Á áttunda áratug síðustu aldar voru lög innleidd á Englandi sem segja til um það að ekki megi hafna starfsumsókn fólks á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis þess. Drottningin var hins vegar undanskilin þessum lögum og gat því haldið áfram að velja starfsmenn sína út frá kynþætti. Það hefur meðal annars leitt til þess að starfsmenn úr minnihlutahópum, sem telja sig sæta slíku ójafnrétti, geta ekki leitað til dómstóla. Komi slíkar ásakanir upp er tekið á málinu innan hallarinnar og er sérstök nefnd kölluð til í slíkum tilfellum. Spurningum um hvað feljist í störfum nefndarinnar hefur þó ekki verið svarað af höllinni. Gagnrýnendur konungsfjölskyldunnar hafa lengi bent á meintan rasismsa innan hallarinnar og var það síðast til umfjöllunar fyrr á þessu ári þegar Meghan Markle og prins Harry stigu fram og greindu frá því að meðlimur konungsfjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra. Móðir Markle er, eins og flestir vita, svört. Ásökun hjónanna leiddi til þess að bróðir Harry, Vilhjálmur Bretaprins, steig fram og sagði fjölskylduna „alls ekki rasíska.“ Bretland England Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20 Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Skjölin eru frá seinni hluta sjöunda áratugsins. Þau eru hluti af skjölum sem hafa komið upp á yfirborðið í rannsókn blaðsins á áhrifum drottningar á lagasetningu í Bretlandi. Skjölin sýna að á árinu 1968 skrifaði fjármálastjóri drottningar að stefna hennar væri að litaðir innflytjendur og útlendingar ynnu ekki skrifstofustörf þó að þeir mættu vera í þjónustuliði hallarinnar. Ekki er ljóst hvenær þessu var hætt í höllinni. Buckingham hefur neitað að svara spurningum um bannið og hvenær því var aflétt. Í svari hallarinnar við fyrirspurnum Guardian segir að á tíunda áratuginum hafi þeldökkir innflytjendur starfað á skrifstofu hallarinnar en að fyrir þann tíma hafi höllin ekki haldið upplýsingum um kynþátt starfsmanna sinna til haga. Starfsmenn drottningarinnar geta ekki kært ójafnrétti til dómstóla Á áttunda áratug síðustu aldar voru lög innleidd á Englandi sem segja til um það að ekki megi hafna starfsumsókn fólks á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis þess. Drottningin var hins vegar undanskilin þessum lögum og gat því haldið áfram að velja starfsmenn sína út frá kynþætti. Það hefur meðal annars leitt til þess að starfsmenn úr minnihlutahópum, sem telja sig sæta slíku ójafnrétti, geta ekki leitað til dómstóla. Komi slíkar ásakanir upp er tekið á málinu innan hallarinnar og er sérstök nefnd kölluð til í slíkum tilfellum. Spurningum um hvað feljist í störfum nefndarinnar hefur þó ekki verið svarað af höllinni. Gagnrýnendur konungsfjölskyldunnar hafa lengi bent á meintan rasismsa innan hallarinnar og var það síðast til umfjöllunar fyrr á þessu ári þegar Meghan Markle og prins Harry stigu fram og greindu frá því að meðlimur konungsfjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra. Móðir Markle er, eins og flestir vita, svört. Ásökun hjónanna leiddi til þess að bróðir Harry, Vilhjálmur Bretaprins, steig fram og sagði fjölskylduna „alls ekki rasíska.“
Bretland England Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20 Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20
Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07
Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37