„Ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2021 16:21 Þórir Skarphéðinsson hugsar til þúsunda landsmanna sem tóku lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir árið 2013 með 16% uppgreiðslugjaldi. Vísir/SigurjónÓ Lögmaður hjóna sem fögnuðu sigri í deilu við Íbúðalánasjóð vegna uppgreiðslugjalds sem metið var ólögmætt í héraðsdómi í desember segir nýfallinn dóm fullskipaðs Hæstarétts í málinu mikil vonbrigði. Dómurinn féll Íbúðalánasjóði í vil. Hjónin tóku fjörutíu ára lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2008. Árið 2019 ætluðu þau að greiða inn á lánið sitt en komust að því að til þess að gera það þyrftu þau að greiða 16% uppgreiðsluþóknun af eftirstöðvum lánsins. 3,7 milljónir í krónum talið í tilfelli þessara hjóna. Hámarksuppgreiðslugjald á Íslandi hefur verið 1% frá árinu 2013. Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjónanna, segir dóminn mikinn vonbrigði fyrir hjónin en ekki síður allan þann fjölda fólks sem sé fast í viðjum þessara hávaxtalána Íbúðalánasjóðs sem það tók fyrir árið 2013. Fólkið geti ekki endurfjármagnað á sama tíma og margfalt betri kjör standi til boða. „Þetta er algjör viðsnúningur. Við vorum náttúrulega full bjartsýni og vonar eftir dóminn frá því í desember þar sem fjölskipaður héraðsdómur kemst að því að þessar uppreiðsluþóknanir væru ólögmætar. Sá dómur var mjög afgerandi og vel rökstuddur,“ segir Þórir. „Hæstiréttur þurfti að leggjast í ansi mikla vinnu til að snúa sig út úr þeim dómi - sem eru auðvitað vonbrigði.“ Allajafna dæmir einn dómari í málum í héraði. Stundum þrír þegar aðstæður kalla á það. Til dæmis þegar svo mikið er í húfi. Mörg þúsund manns og fleiri milljarðar króna. Þórir segist hafa talið að svo vel rökstuddur dómur yrði staðfestur í Hæstarétti en svo hafi ekki verið. „Það er ansi langt seilst í lagatúlkunum að mínu mati. Það er í raun þannig að allur vafi er túlkaður sjóðnum í hag,“ segir Þórir. Hann vísar til þess að tekið sé fram í dómi Hæstaréttar að heimild fyrir uppgreiðslugjaldi og reglugerð þess efnis hefði mátt vera skýrari. En það hafi ekki nægt til að staðfesta niðurstöðu í héraði. „Þarna er ákveðinn vafi í túlkun á ákvæðum en það er ekki túlkað umbjóðendum mínum í hag.“ Þórir segist enn vera að glöggva sig á niðurstöðunni. Hann sé ekki tilbúinn að úttala sig á þessu stigi hvort dómurinn hafi fordæmisgildi í öllum öðrum uppgreiðslumálum. Hann hugsar til fólks sem sé fast í klóm þessa láns. Alveg sama við hvern þú talar „Það hefur hellingur af fólki haft samband, sem stendur frammi fyrri því að endurfjármagna sig en þurfa að greiða 3-4 milljónir í þóknun.“ Upphæð sem í mörgum tilfellum er hærri en sú upphæð sem til stendur að greiða inn á lánið. „Það er skelfilegt að vera fastur í þessu á meðan verið er að bjóða önnur lán á miklu lægri vöxtum - en geta sig hvergi hreyft. Það hefur ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt. Það er alveg sama við hvern þú talar.“ Dómsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Ólögmætt uppgreiðslugjald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. 6. desember 2020 10:01 Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Hjónin tóku fjörutíu ára lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2008. Árið 2019 ætluðu þau að greiða inn á lánið sitt en komust að því að til þess að gera það þyrftu þau að greiða 16% uppgreiðsluþóknun af eftirstöðvum lánsins. 3,7 milljónir í krónum talið í tilfelli þessara hjóna. Hámarksuppgreiðslugjald á Íslandi hefur verið 1% frá árinu 2013. Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjónanna, segir dóminn mikinn vonbrigði fyrir hjónin en ekki síður allan þann fjölda fólks sem sé fast í viðjum þessara hávaxtalána Íbúðalánasjóðs sem það tók fyrir árið 2013. Fólkið geti ekki endurfjármagnað á sama tíma og margfalt betri kjör standi til boða. „Þetta er algjör viðsnúningur. Við vorum náttúrulega full bjartsýni og vonar eftir dóminn frá því í desember þar sem fjölskipaður héraðsdómur kemst að því að þessar uppreiðsluþóknanir væru ólögmætar. Sá dómur var mjög afgerandi og vel rökstuddur,“ segir Þórir. „Hæstiréttur þurfti að leggjast í ansi mikla vinnu til að snúa sig út úr þeim dómi - sem eru auðvitað vonbrigði.“ Allajafna dæmir einn dómari í málum í héraði. Stundum þrír þegar aðstæður kalla á það. Til dæmis þegar svo mikið er í húfi. Mörg þúsund manns og fleiri milljarðar króna. Þórir segist hafa talið að svo vel rökstuddur dómur yrði staðfestur í Hæstarétti en svo hafi ekki verið. „Það er ansi langt seilst í lagatúlkunum að mínu mati. Það er í raun þannig að allur vafi er túlkaður sjóðnum í hag,“ segir Þórir. Hann vísar til þess að tekið sé fram í dómi Hæstaréttar að heimild fyrir uppgreiðslugjaldi og reglugerð þess efnis hefði mátt vera skýrari. En það hafi ekki nægt til að staðfesta niðurstöðu í héraði. „Þarna er ákveðinn vafi í túlkun á ákvæðum en það er ekki túlkað umbjóðendum mínum í hag.“ Þórir segist enn vera að glöggva sig á niðurstöðunni. Hann sé ekki tilbúinn að úttala sig á þessu stigi hvort dómurinn hafi fordæmisgildi í öllum öðrum uppgreiðslumálum. Hann hugsar til fólks sem sé fast í klóm þessa láns. Alveg sama við hvern þú talar „Það hefur hellingur af fólki haft samband, sem stendur frammi fyrri því að endurfjármagna sig en þurfa að greiða 3-4 milljónir í þóknun.“ Upphæð sem í mörgum tilfellum er hærri en sú upphæð sem til stendur að greiða inn á lánið. „Það er skelfilegt að vera fastur í þessu á meðan verið er að bjóða önnur lán á miklu lægri vöxtum - en geta sig hvergi hreyft. Það hefur ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt. Það er alveg sama við hvern þú talar.“
Dómsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Ólögmætt uppgreiðslugjald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. 6. desember 2020 10:01 Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38
Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15
Ólögmætt uppgreiðslugjald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. 6. desember 2020 10:01
Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði