Ný einhverfudeild í Reykjavík Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 21. maí 2021 13:30 Í menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast segir að það sé mikilvægt verkefni að tryggja jöfn tækifæri og aðgang barna að fjölbreyttu námi og starfi sem er í samræmi við áhuga þeirra og hæfileika. Það verkefni þarf að eiga við öll börn, líka börn með einhverfu eða börn með fötlun. Við þurfum að búa til rými í samfélaginu fyrir öll börn og mæta þeim þar sem þau eru hverju sinni. Í Reykjavík eru nú reknar sex einhverfudeildir í grunnskólum borgarinnar, þar sem hver deild hefur 7-13 nemendur. Á fundi borgarráðs í gær var svo samþykkt að fjármagna eina sérdeild til viðbótar fyrir nemendur með einhverfu á unglingastigi. Þessi einhverfudeild verður í Réttarholtsskóla og á að taka til starfa með nýju skólaári í haust. Meginstefnan í íslensku menntakerfi er nám án aðgreiningar. Við þurfum skólakerfi sem hugsar um hagsmuni barnanna. Skólakerfi sem býr til rými fyrir öll börn, einkennist af skilningi og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs. En líka skólakerfi sem veitir þann stuðning sem þarf þegar þannig ber undir. Ekkert barn er eins og það á líka við börn með einhverfu. Við sem berum ábyrgð á því að móta skólakerfið þurfum að laga það að þörfum barnanna en ekki ætlast til þess að þau lagi sig að kerfinu. Við sem samfélag höfum alla burði til þess að móta slíkt kerfi og þar með mynda farveg fyrir ólíka einstaklinga með fjölbreytta færni til að vaxa og dafna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast segir að það sé mikilvægt verkefni að tryggja jöfn tækifæri og aðgang barna að fjölbreyttu námi og starfi sem er í samræmi við áhuga þeirra og hæfileika. Það verkefni þarf að eiga við öll börn, líka börn með einhverfu eða börn með fötlun. Við þurfum að búa til rými í samfélaginu fyrir öll börn og mæta þeim þar sem þau eru hverju sinni. Í Reykjavík eru nú reknar sex einhverfudeildir í grunnskólum borgarinnar, þar sem hver deild hefur 7-13 nemendur. Á fundi borgarráðs í gær var svo samþykkt að fjármagna eina sérdeild til viðbótar fyrir nemendur með einhverfu á unglingastigi. Þessi einhverfudeild verður í Réttarholtsskóla og á að taka til starfa með nýju skólaári í haust. Meginstefnan í íslensku menntakerfi er nám án aðgreiningar. Við þurfum skólakerfi sem hugsar um hagsmuni barnanna. Skólakerfi sem býr til rými fyrir öll börn, einkennist af skilningi og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs. En líka skólakerfi sem veitir þann stuðning sem þarf þegar þannig ber undir. Ekkert barn er eins og það á líka við börn með einhverfu. Við sem berum ábyrgð á því að móta skólakerfið þurfum að laga það að þörfum barnanna en ekki ætlast til þess að þau lagi sig að kerfinu. Við sem samfélag höfum alla burði til þess að móta slíkt kerfi og þar með mynda farveg fyrir ólíka einstaklinga með fjölbreytta færni til að vaxa og dafna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar