Gefum fjölskyldunni tíma Oddný G. Harðardóttir skrifar 17. maí 2021 08:30 Því fer fjarri að barnafjölskyldur á Íslandi fái jafn mikinn og góðan stuðning og tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Í samtölum mínum við ungar konur með meðallaun, segja þær undantekningarlaust að þær fái engar barnabætur, barnabæturnar séu ekki fyrir þeirra börn. Þó þær velti við hverri krónu og aldrei sé afgangur um mánaðarmót sama hve margir yfirvinnutímar séu unnir. Um leið og foreldrarnir vinni meira til að geta veitt börnum sínum þokkalegt húsnæði, klæði, fæði og tómstundir, fái börnin lítinn tíma með foreldrum sínum og streitan við að skutla og sækja inn á milli vinnutarna taki sinn toll. Hér á landi fá aðeins þær fjölskyldur sem eru með tekjur undir lágmarkstekjutryggingu, óskertar barnabætur. Barnabæturnar hér á landi byrja að skerðast um leið og launin hafa náð 351.000 kr á mánuði. Þegar mánaðarlaunin eru rétt rúmlega 600.000 kr á mánuði koma engar barnabætur og hafa minnkað verulega að því marki vegna grimmra tekjuskerðinga sem eru afleiðing af stefnu núverandi ríkisstjórnar. Óskertar mánaðarlegar greiðslur Barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári. Fyrsta breytingin sem augljóslega þarf að gera er að greiða barnabætur út mánaðarlega til að lágmarka kostnað vegna yfirdráttar á bankareikningum og tryggja þar með að greiðslurnar verði eðlilegur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins. Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá næmu þær óskertar 31.000 kr á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.000 kr til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára er greiðslan 55.000 kr á mánuði hjá sambúðarfólki en 78.000 kr hjá einstæðum foreldrum. Barnvænt samfélag Ef Ísland á að vera barnvænt samfélag líkt og við jafnaðarmenn ætlum okkur eftir næstu kosningar, verður að styðja við fleiri barnafjölskyldur. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru barnabætur ekki tekjutengdar en í Danmörku hefjast skerðingar við háar tekjur. Tekjutengingin er í hinum norrænu ríkjunum í gegnum tekjuskattskerfið. Hugsunin er sú að með barnabótum séu kjör þeirra sem eru með börn á framfæri jöfnuð við kjör þeirra sem eru ekki með börn á framfæri. En tekjuhæstu einstaklingarnir greiða hins vegar hærri tekjuskatta en hinir. Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands viljum taka örugg skref að barnvænu samfélagi. Fyrsta skrefið við fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur á næsta kjörtímabili yrði að barnafjölskyldur með meðallaun fái óskertar barnabætur. Betri líðan og hagsæld barna Sumir segja að stuðningur við barnafjölskyldur sé svo dýr. Það kosti milljarða að gera jafn vel og hin norrænu ríkin. Við í Samfylkingunni erum sannfærð um að sá kostnaður skili sér margfalt til baka með betri líðan barna og hagsæld. Og við bendum á að það sé líka dýrt að lækka skatta á fjármagnseigendur líkt og ríkisstjórnin hefur gert á þessu kjörtímabili. Að ekki sé talað um lækkun veiðigjalda. Okkar forgangsröðun er önnur. Ég skora á stjórnmálamenn að gefa umræðu um barnafjölskyldur tíma í kosningabaráttunni sem framundan er. Sýnum að alvara og þungi sé í slagorðinu „Barnvænt Ísland“. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Því fer fjarri að barnafjölskyldur á Íslandi fái jafn mikinn og góðan stuðning og tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Í samtölum mínum við ungar konur með meðallaun, segja þær undantekningarlaust að þær fái engar barnabætur, barnabæturnar séu ekki fyrir þeirra börn. Þó þær velti við hverri krónu og aldrei sé afgangur um mánaðarmót sama hve margir yfirvinnutímar séu unnir. Um leið og foreldrarnir vinni meira til að geta veitt börnum sínum þokkalegt húsnæði, klæði, fæði og tómstundir, fái börnin lítinn tíma með foreldrum sínum og streitan við að skutla og sækja inn á milli vinnutarna taki sinn toll. Hér á landi fá aðeins þær fjölskyldur sem eru með tekjur undir lágmarkstekjutryggingu, óskertar barnabætur. Barnabæturnar hér á landi byrja að skerðast um leið og launin hafa náð 351.000 kr á mánuði. Þegar mánaðarlaunin eru rétt rúmlega 600.000 kr á mánuði koma engar barnabætur og hafa minnkað verulega að því marki vegna grimmra tekjuskerðinga sem eru afleiðing af stefnu núverandi ríkisstjórnar. Óskertar mánaðarlegar greiðslur Barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári. Fyrsta breytingin sem augljóslega þarf að gera er að greiða barnabætur út mánaðarlega til að lágmarka kostnað vegna yfirdráttar á bankareikningum og tryggja þar með að greiðslurnar verði eðlilegur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins. Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá næmu þær óskertar 31.000 kr á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.000 kr til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára er greiðslan 55.000 kr á mánuði hjá sambúðarfólki en 78.000 kr hjá einstæðum foreldrum. Barnvænt samfélag Ef Ísland á að vera barnvænt samfélag líkt og við jafnaðarmenn ætlum okkur eftir næstu kosningar, verður að styðja við fleiri barnafjölskyldur. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru barnabætur ekki tekjutengdar en í Danmörku hefjast skerðingar við háar tekjur. Tekjutengingin er í hinum norrænu ríkjunum í gegnum tekjuskattskerfið. Hugsunin er sú að með barnabótum séu kjör þeirra sem eru með börn á framfæri jöfnuð við kjör þeirra sem eru ekki með börn á framfæri. En tekjuhæstu einstaklingarnir greiða hins vegar hærri tekjuskatta en hinir. Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands viljum taka örugg skref að barnvænu samfélagi. Fyrsta skrefið við fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur á næsta kjörtímabili yrði að barnafjölskyldur með meðallaun fái óskertar barnabætur. Betri líðan og hagsæld barna Sumir segja að stuðningur við barnafjölskyldur sé svo dýr. Það kosti milljarða að gera jafn vel og hin norrænu ríkin. Við í Samfylkingunni erum sannfærð um að sá kostnaður skili sér margfalt til baka með betri líðan barna og hagsæld. Og við bendum á að það sé líka dýrt að lækka skatta á fjármagnseigendur líkt og ríkisstjórnin hefur gert á þessu kjörtímabili. Að ekki sé talað um lækkun veiðigjalda. Okkar forgangsröðun er önnur. Ég skora á stjórnmálamenn að gefa umræðu um barnafjölskyldur tíma í kosningabaráttunni sem framundan er. Sýnum að alvara og þungi sé í slagorðinu „Barnvænt Ísland“. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun