Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2021 08:38 Í heildina hafa rúmlega 270 þúsund manns dáið vegna Covid-19 á Indlandi, svo vitað sé, og tæplega 25 milljónir hafa smitast. AP/Anupam Nath Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. Í heildina hafa rúmlega 270 þúsund manns dáið vegna Covid-19 á Indlandi, svo vitað sé, og tæplega 25 milljónir hafa smitast. Á síðastliðinni viku hefur smituðum fjölgað um rúmar tvær milljónir og dauðsföllum um nærri því 28 þúsund. Sérfræðingar segja tölurnar líklegast vera mun hærri í rauninni. Reuters fréttaveitan segir að tilfellum hafi farið fækkandi víða á Indlandi samhliða hertum sóttvarnaraðgerðum. Þeim hafi þó fjölgað á nokkrum strjálbýlum svæðum og vegna þess hafi Narendra Modi, forsætisráðherra, kallað eftir því í gær að aukin áhersla yrði lögð á þau svæði. Í frétt Times of India segir að öndunarvélar víðsvegar um landið séu ekki notaðar vegna skorts á þjálfun og nauðsynlegum varahlutum. Þá hafi embættismenn sagt öndunarvélar í boði en hvergi sé pláss fyrir þær. Læknar hafi þar að auki sagst hræddir við að nota öndunarvélar af ótta við að þær bili og ógni þannig lífi sjúklinga. Rannsókn miðilsins leiddi í ljóst að einung 83 af 320 öndunarvélum sem bárust til þriggja sjúkrahúsa í Punjab væru í notkun. Í öðru héraði sé nærri því helmingur 109 öndunarvéla ekki í notkun og tuttugu prósent í öðru. Í Rajssthan eru einungis 500 af 1.900 öndunarvélum í notkun. Haft er eftir heilbrigðisráðherra héraðsins að læknar óttist bilanir. Um þrjú hundruð öndunarvélanna hafi bilað í notkun. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Í heildina hafa rúmlega 270 þúsund manns dáið vegna Covid-19 á Indlandi, svo vitað sé, og tæplega 25 milljónir hafa smitast. Á síðastliðinni viku hefur smituðum fjölgað um rúmar tvær milljónir og dauðsföllum um nærri því 28 þúsund. Sérfræðingar segja tölurnar líklegast vera mun hærri í rauninni. Reuters fréttaveitan segir að tilfellum hafi farið fækkandi víða á Indlandi samhliða hertum sóttvarnaraðgerðum. Þeim hafi þó fjölgað á nokkrum strjálbýlum svæðum og vegna þess hafi Narendra Modi, forsætisráðherra, kallað eftir því í gær að aukin áhersla yrði lögð á þau svæði. Í frétt Times of India segir að öndunarvélar víðsvegar um landið séu ekki notaðar vegna skorts á þjálfun og nauðsynlegum varahlutum. Þá hafi embættismenn sagt öndunarvélar í boði en hvergi sé pláss fyrir þær. Læknar hafi þar að auki sagst hræddir við að nota öndunarvélar af ótta við að þær bili og ógni þannig lífi sjúklinga. Rannsókn miðilsins leiddi í ljóst að einung 83 af 320 öndunarvélum sem bárust til þriggja sjúkrahúsa í Punjab væru í notkun. Í öðru héraði sé nærri því helmingur 109 öndunarvéla ekki í notkun og tuttugu prósent í öðru. Í Rajssthan eru einungis 500 af 1.900 öndunarvélum í notkun. Haft er eftir heilbrigðisráðherra héraðsins að læknar óttist bilanir. Um þrjú hundruð öndunarvélanna hafi bilað í notkun.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira