Göngumenn létust á Everest-fjalli Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2021 09:50 Á fjórða hundrað manna hefur látið lífið í hlíðum Everest-fjalls, hæsta fjalls jarðar. Vísir/EPA Tveir fjallgöngumenn örmögnuðust og létust á Everest-fjalli í gær. Þetta eru fyrstu dauðsföllin á fjallinu á göngutímabilinu í vor. Metfjöldi göngumanna hefur fengið leyfi til að klífa fjallið á þessu tímabili. Þeir Abdul Waraich, 41 árs gamall Svisslendingur, og Puwei Liu, 55 ára gamall Bandaríkjamaður, voru á leið niður fjallið þegar þá þraut örendið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjerpar voru sendir á móti þeim með vistir og súrefni en komust ekki til þeirra í tæka tíð. Waraich komst á tindinn en lést nærri syðri og lægri tindi Everest. Liu náði aldrei á tindinn og lést nærri búðum í um 7.900 metra hæð eftir að hann blindaðist í snjónum og örmagnaðist. Nepölsk yfirvöld hafa gefið út 408 leyfi til fjallgöngumanna til að klífa Everest á göngutímabilinu sem stendur frá apríl til maí. Aldrei hafa verið gefið út jafnmörg leyfi og nú en fjallið var lokað á sama tíma í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkur smit hafa komið upp í grunnbúðum Everest og ætla Kínverjar að grípa til þess ráðs að skilja að göngumenn sem leggja á fjallið frá Tíbet annars vegar og Nepal hins vegar af þeim sökum. Everest er hæsta fjall jarðar, tæpir 8.849 metrar. Fleiri en sex þúsund manns hafa klifið það frá því að sjerpinn Tenzing Norgay og Nýsjálendingurinn Edmund Hillary komust á tindinn fyrstir manna árið 1953. Að minnsta kosti 311 manns hafa farist á fjallinu. Tveir íslenskir fjallgöngumenn eru nú á Everest, þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson. Þeir hafa verið í hæðaraðlögun í rúman mánuð en ætlun þeirra er að komast á topp Everest til að styrkja Umhyggju, félag langveikra barna. Everest Nepal Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Þeir Abdul Waraich, 41 árs gamall Svisslendingur, og Puwei Liu, 55 ára gamall Bandaríkjamaður, voru á leið niður fjallið þegar þá þraut örendið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjerpar voru sendir á móti þeim með vistir og súrefni en komust ekki til þeirra í tæka tíð. Waraich komst á tindinn en lést nærri syðri og lægri tindi Everest. Liu náði aldrei á tindinn og lést nærri búðum í um 7.900 metra hæð eftir að hann blindaðist í snjónum og örmagnaðist. Nepölsk yfirvöld hafa gefið út 408 leyfi til fjallgöngumanna til að klífa Everest á göngutímabilinu sem stendur frá apríl til maí. Aldrei hafa verið gefið út jafnmörg leyfi og nú en fjallið var lokað á sama tíma í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkur smit hafa komið upp í grunnbúðum Everest og ætla Kínverjar að grípa til þess ráðs að skilja að göngumenn sem leggja á fjallið frá Tíbet annars vegar og Nepal hins vegar af þeim sökum. Everest er hæsta fjall jarðar, tæpir 8.849 metrar. Fleiri en sex þúsund manns hafa klifið það frá því að sjerpinn Tenzing Norgay og Nýsjálendingurinn Edmund Hillary komust á tindinn fyrstir manna árið 1953. Að minnsta kosti 311 manns hafa farist á fjallinu. Tveir íslenskir fjallgöngumenn eru nú á Everest, þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson. Þeir hafa verið í hæðaraðlögun í rúman mánuð en ætlun þeirra er að komast á topp Everest til að styrkja Umhyggju, félag langveikra barna.
Everest Nepal Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira