Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2021 10:04 Tugir manna eru sagðir hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna átakanna. AP/Mahmoud Illean Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar. Lögreglan segir minnst tólf lögregluþjóna vera særða, auk almennra borgara. Í einu tilfelli hafi sjö mánaða barn slasast þegar grjóti var kastað í bíl sem barnið var í. Rauði hálfmáninn í Palestínu segir einnig að lögregla hafi komið veg fyrir að læknateymi þeirra næðu á átakastaði í borginni, samkvæmt umfjöllun Times of Israel. Í frétt Times of Israel er haft eftir lögreglunni að þúsundir Palestínumanna hafi komið sér fyrir við moskuna yfir nóttina og safnað saman grjóti, bensínsprengjum og öðrum munum sem hægt var að beita sem vopnum. Lögreglan segir mótmælendur hafa ætlað að beita sér gegn skrúðgöngu vegna svokallaðs Jerúsalemsdags, sem fara átti um svæðið í dag. Því réðst lögreglan til atlögu, samkvæmt frétt BBC, og skutu þeir táragasi og hvellsprengjum að mótmælendum, sem voru á endanum reknir frá svæðinu. | : . , @SuleimanMas1 @nurityohanan pic.twitter.com/pwwbafji39— (@kann_news) May 10, 2021 Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Áðurnefnd skrúðganga átti að fara um svæðið en hún hefur nú verið færð. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga og hefur ítrekað komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Lögreglan segir öfgamenn á bakvið ofbeldið og hefur gyðingum verið meinað að sækja moskuna. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Sjá einnig: Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Hæstiréttur Ísraels átti að taka fyrir í dag mál nokkurra palestínskra fjölskylda sem hafa verið reknar frá heimilum sínum í hverfinu Sheikh Jarrah. Því var þó frestað vegna átaka og mótmæla og á málflutningurinn að fara fram innan mánaðar, samkvæmt frétt Reuters. Hér má sjá tvö myndbönd AFP fréttaveitunnar sem tekin voru í morgun. VIDEO: Palestinian protesters and Israeli security forces clash, water cannon deployed.Palestinian protesters and Israeli security forces clash in East Jerusalem, as tensions boil over the postponement of a key court hearing on a flashpoint property dispute pic.twitter.com/tiLicx0Vq5— AFP News Agency (@AFP) May 10, 2021 Ísrael Palestína Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Lögreglan segir minnst tólf lögregluþjóna vera særða, auk almennra borgara. Í einu tilfelli hafi sjö mánaða barn slasast þegar grjóti var kastað í bíl sem barnið var í. Rauði hálfmáninn í Palestínu segir einnig að lögregla hafi komið veg fyrir að læknateymi þeirra næðu á átakastaði í borginni, samkvæmt umfjöllun Times of Israel. Í frétt Times of Israel er haft eftir lögreglunni að þúsundir Palestínumanna hafi komið sér fyrir við moskuna yfir nóttina og safnað saman grjóti, bensínsprengjum og öðrum munum sem hægt var að beita sem vopnum. Lögreglan segir mótmælendur hafa ætlað að beita sér gegn skrúðgöngu vegna svokallaðs Jerúsalemsdags, sem fara átti um svæðið í dag. Því réðst lögreglan til atlögu, samkvæmt frétt BBC, og skutu þeir táragasi og hvellsprengjum að mótmælendum, sem voru á endanum reknir frá svæðinu. | : . , @SuleimanMas1 @nurityohanan pic.twitter.com/pwwbafji39— (@kann_news) May 10, 2021 Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Áðurnefnd skrúðganga átti að fara um svæðið en hún hefur nú verið færð. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga og hefur ítrekað komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Lögreglan segir öfgamenn á bakvið ofbeldið og hefur gyðingum verið meinað að sækja moskuna. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Sjá einnig: Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Hæstiréttur Ísraels átti að taka fyrir í dag mál nokkurra palestínskra fjölskylda sem hafa verið reknar frá heimilum sínum í hverfinu Sheikh Jarrah. Því var þó frestað vegna átaka og mótmæla og á málflutningurinn að fara fram innan mánaðar, samkvæmt frétt Reuters. Hér má sjá tvö myndbönd AFP fréttaveitunnar sem tekin voru í morgun. VIDEO: Palestinian protesters and Israeli security forces clash, water cannon deployed.Palestinian protesters and Israeli security forces clash in East Jerusalem, as tensions boil over the postponement of a key court hearing on a flashpoint property dispute pic.twitter.com/tiLicx0Vq5— AFP News Agency (@AFP) May 10, 2021
Ísrael Palestína Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira