Fram gerði út um leikinn í upphafi og Fjölnir kom til baka í Laugardalnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2021 22:15 Guðmundur Karl kom Fjölni á bragðið í Lengjudeild karla í knattspyrnu sumarið 2021. Vísir/Vilhelm Lengjudeild karla í knattspyrnu fór af stað í kvöld. Fram vann Víking Ólafsvík 4-2 í Safamýri og Fjölnir lagði Þrótt Reykjavík 3-1 í Laugardalnum. Lengjudeild karla í knattspyrnu fór af stað í kvöld. Fram vann Víking Ólafsvík 4-2 í Safamýri og Fjölnir lagði Þrótt Reykjavík 3-1 í Laugardalnum. Það tók heimamenn í Fram aðeins fimm mínútur að komast í 3-0 gegn Ólafsvíkingum í kvöld. Albert Hafsteinsson skoraði úr víti á 2. mínútu, tveimur mínútum síðar skoraði Tryggvi Snær Geirsson og aðeins mínútu síðar skoraði Fred. Fred 3-0. Hvaða rugl er þetta. pic.twitter.com/7qiNALHeQ8— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) May 6, 2021 Þannig var staðan er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Fred bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Fram á 51. mínútu. Tíu mínútum síðar skoraði Kyle McLagan sjálfsmark og staðan orðin 4-1. Harley Willard minnkaði svo muninn í 4-2 með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir og þar við sat. Í Laugardalnum var Fjölnir í heimsókn. Liðið vann ekki leik í Pepsi Max deildinni á síðasta ári og leikur í Lengjudeildinni í sumar. Ekki fór sumarið vel af stað en Samuel Ford kom Þrótti yfir strax á þriðju mínútu. Þannig var staðan þangað til á 53. mínútu þegar Guðmundur Karl Guðmundsson jafnaði metin. Sigurpáll Melberg Pálsson kom Fjölni svo yfir um miðbik síðari hálfleiks og Alexander Freyr Sindrason gerði út um leikinn með þriðja marki gestanna þegar tíu mínútur lifðu leiks. Áður en leik lauk fékk Hreinn Ingi Örnólfsson rautt spjald í liði Þróttar en hann fékk einnig rautt spjald í bikarleik Þróttar og Víkings Ólafsvíkur á dögunum. Lokatölur 3-1 Fjölni í vil í kvöld. Bæði Fram og Fjölni er spáð góðu gengi á meðan Þrótti og Víking er spáð harðri fallbaráttu. Fótbolti Lengjudeildin Íslenski boltinn Fram Fjölnir Þróttur Reykjavík Víkingur Ólafsvík Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Lengjudeild karla í knattspyrnu fór af stað í kvöld. Fram vann Víking Ólafsvík 4-2 í Safamýri og Fjölnir lagði Þrótt Reykjavík 3-1 í Laugardalnum. Það tók heimamenn í Fram aðeins fimm mínútur að komast í 3-0 gegn Ólafsvíkingum í kvöld. Albert Hafsteinsson skoraði úr víti á 2. mínútu, tveimur mínútum síðar skoraði Tryggvi Snær Geirsson og aðeins mínútu síðar skoraði Fred. Fred 3-0. Hvaða rugl er þetta. pic.twitter.com/7qiNALHeQ8— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) May 6, 2021 Þannig var staðan er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Fred bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Fram á 51. mínútu. Tíu mínútum síðar skoraði Kyle McLagan sjálfsmark og staðan orðin 4-1. Harley Willard minnkaði svo muninn í 4-2 með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir og þar við sat. Í Laugardalnum var Fjölnir í heimsókn. Liðið vann ekki leik í Pepsi Max deildinni á síðasta ári og leikur í Lengjudeildinni í sumar. Ekki fór sumarið vel af stað en Samuel Ford kom Þrótti yfir strax á þriðju mínútu. Þannig var staðan þangað til á 53. mínútu þegar Guðmundur Karl Guðmundsson jafnaði metin. Sigurpáll Melberg Pálsson kom Fjölni svo yfir um miðbik síðari hálfleiks og Alexander Freyr Sindrason gerði út um leikinn með þriðja marki gestanna þegar tíu mínútur lifðu leiks. Áður en leik lauk fékk Hreinn Ingi Örnólfsson rautt spjald í liði Þróttar en hann fékk einnig rautt spjald í bikarleik Þróttar og Víkings Ólafsvíkur á dögunum. Lokatölur 3-1 Fjölni í vil í kvöld. Bæði Fram og Fjölni er spáð góðu gengi á meðan Þrótti og Víking er spáð harðri fallbaráttu.
Fótbolti Lengjudeildin Íslenski boltinn Fram Fjölnir Þróttur Reykjavík Víkingur Ólafsvík Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira