Snúum (sótt)vörn í (fram)sókn Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2021 15:31 Efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frá upphafi faraldursins verið markvissar og árangursríkar. Aðgerðirnar hafa verið fjölbreyttar og settar af stað með því markmiði að vernda afkomu fólks og fyrirtækja í landinu. Hlutabótaleiðin Sú aðgerð sem hefur kannski vakið mesta athygli er hlutabótaleið Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Hlutabótaleiðin er afskaplega vel heppnað úrræði og hefur þjónað tilgangi sínum afar vel. Hlutabótaleiðin virkar þannig að greiddar eru tímabundnar atvinnuleysisbætur í hlutfalli við minnkað starfshlutfall starfsmanna. Hugmyndin að baki þessum aðgerðum er að viðhalda ráðningasambandi í gegnum þetta tímabundna ástand sem skapast hefur vegna Covid. Hefjum störf Í síðasta mánuði kynnti Ásmundur Einar til leiks vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“. Með þessu úrræði á að skapa á 7.000 störf í samvinnu við atvinnulífið, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög. Viðtökurnar í því verkefni hafa verið fram úr björtustu vonum en hátt í 4.000 ný störf hafa nú þegar verið komið á laggirnar. Viðspyrna framundan Bólusetningar innanlands eru á fleygiferð og sumarið er komið, nú þurfum við að vera tilbúin að stíga næstu skref og huga að viðspyrnunni. Það er mikilvægt að íslenskt atvinnulíf sé í stakk búið að takast á við þau verkefni sem framundan eru og hafi nægt súrefni til þess að veita öfluga viðspyrnu. Því er afar jákvætt og jafnvel táknrænt að sjá hlutabóta leiðina renna út og sjá vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“ taka við. Eitt mikilvægasta verkefnið er að koma þeim sem hafa verið á hlutabótum aftur í virkni. Með þessu úrræði geta aðilar snúi aftur til fyrri starfa í fullu ráðningasambandi og fá fyrirtækin stuðning til þess í 4 mánuði. Þetta er rökrétt og skynsamlegt skref. Með þessu fá fyrirtæki í landinu stuðning til að starfa aftur á fullu afli þar til hjól atvinnulífsins verða farin að rúlla á eðlilegum hraða í haust. Þetta er tímapunkturinn sem við snúum vörn í sókn. Það er bjart framundan og með kraftmikilli viðspyrnu munum við ná að grípa þau tækifæri sem framundan eru. Klárum leikinn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frá upphafi faraldursins verið markvissar og árangursríkar. Aðgerðirnar hafa verið fjölbreyttar og settar af stað með því markmiði að vernda afkomu fólks og fyrirtækja í landinu. Hlutabótaleiðin Sú aðgerð sem hefur kannski vakið mesta athygli er hlutabótaleið Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Hlutabótaleiðin er afskaplega vel heppnað úrræði og hefur þjónað tilgangi sínum afar vel. Hlutabótaleiðin virkar þannig að greiddar eru tímabundnar atvinnuleysisbætur í hlutfalli við minnkað starfshlutfall starfsmanna. Hugmyndin að baki þessum aðgerðum er að viðhalda ráðningasambandi í gegnum þetta tímabundna ástand sem skapast hefur vegna Covid. Hefjum störf Í síðasta mánuði kynnti Ásmundur Einar til leiks vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“. Með þessu úrræði á að skapa á 7.000 störf í samvinnu við atvinnulífið, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög. Viðtökurnar í því verkefni hafa verið fram úr björtustu vonum en hátt í 4.000 ný störf hafa nú þegar verið komið á laggirnar. Viðspyrna framundan Bólusetningar innanlands eru á fleygiferð og sumarið er komið, nú þurfum við að vera tilbúin að stíga næstu skref og huga að viðspyrnunni. Það er mikilvægt að íslenskt atvinnulíf sé í stakk búið að takast á við þau verkefni sem framundan eru og hafi nægt súrefni til þess að veita öfluga viðspyrnu. Því er afar jákvætt og jafnvel táknrænt að sjá hlutabóta leiðina renna út og sjá vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“ taka við. Eitt mikilvægasta verkefnið er að koma þeim sem hafa verið á hlutabótum aftur í virkni. Með þessu úrræði geta aðilar snúi aftur til fyrri starfa í fullu ráðningasambandi og fá fyrirtækin stuðning til þess í 4 mánuði. Þetta er rökrétt og skynsamlegt skref. Með þessu fá fyrirtæki í landinu stuðning til að starfa aftur á fullu afli þar til hjól atvinnulífsins verða farin að rúlla á eðlilegum hraða í haust. Þetta er tímapunkturinn sem við snúum vörn í sókn. Það er bjart framundan og með kraftmikilli viðspyrnu munum við ná að grípa þau tækifæri sem framundan eru. Klárum leikinn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar