Krossar fingur að gripið hafi verið nógu snemma inn í Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2021 10:48 Fjórir af sama vinnustaðnum greindust með Covid19 í gær. Vísir/Vilhelm Hópsmit kom upp í Ölfusi í gær þegar fjórir einstaklingar af sama vinnustaðnum greindust með kórónuveiruna. Bæjarstjórinn segir fólk áhyggjufullt en vonar að gripið hafi verið inn í nógu snemma. Þá greindist barn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri með kórónuveiruna á laugardag og eru nú níutíu nemendur og þrjátíu starfsmenn komnir í sóttkví. Undir miðnætti í gærkvöld bárust þær upplýsingar að hópsmit hefði komið upp á vinnustað í Þorlákshöfn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að verið sé að reyna að ná utan um málið og að boða alla í skimun sem gætu hafa verið útsettir. „Við erum að vona að viðbrögðin hafi verið það snemmtæk að þetta hafi ekki náð mikilli útbreiðslu í samfélaginu en það er þó aldrei á vísan að róa,” segir Elliði. Hann segir að sveitarfélagið hafi verið að mestu smitfrítt undanfarnar vikur. „Við höfum sloppið nokkuð vel í gegnum þetta ástand. Það hafa sannarlega komið upp smit í sveitarfélaginu, þar með talið sonur minn sem fékk covid smit og var einn af þeim fyrstu. En við höfum ekki fengið mikið af þessum hópsmitum. Þetta er fyrsti vinnustaðurinn sem við finnum að verður fyrir einhverju sem gæti orðið útbreiddara.” Fólk sé nokkuð áhyggjufullt. „Fólk verður óttaslegið. Það er kannski sá munur á núna og áður að veiran er að stinga sér meira í yngri hópana. Ég finn að fólk veltir mikið vöngum og er dálítið skelkað hvað varðar skólana. En ég finn það líka að viðbragð dregur úr óttanum. Það er mikil tiltrú á þetta kerfi sem við erum búin að þróa og maður verður svo var við það þegar svona gerist hvað boðleiðirnar eru stuttar, hvað viðbrögðin eru fumlaus og með það að vopni þá leyfir maður sér að vera bjartsýnn.” Sveitarfélagið hefur skerpt á almennum reglum sem snúa meðal annars að sprittun og grímuskyldu, dregið hefur verið úr blöndun innan stofnana og skólarnir fara í skilgreindari hólf, svo dæmi séu tekin. „Við byrjuðum strax klukkan sjö í morgun að undirbúa breytingar hjá okkur,” segir Elliði. „Kannski eftir því sem veiran er nær manni verður maður enn meðvitaðri um þessar almennu reglur. En við höfum enn ekki þurft að grípa til neinna lokana og erum að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Undir miðnætti í gærkvöld bárust þær upplýsingar að hópsmit hefði komið upp á vinnustað í Þorlákshöfn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að verið sé að reyna að ná utan um málið og að boða alla í skimun sem gætu hafa verið útsettir. „Við erum að vona að viðbrögðin hafi verið það snemmtæk að þetta hafi ekki náð mikilli útbreiðslu í samfélaginu en það er þó aldrei á vísan að róa,” segir Elliði. Hann segir að sveitarfélagið hafi verið að mestu smitfrítt undanfarnar vikur. „Við höfum sloppið nokkuð vel í gegnum þetta ástand. Það hafa sannarlega komið upp smit í sveitarfélaginu, þar með talið sonur minn sem fékk covid smit og var einn af þeim fyrstu. En við höfum ekki fengið mikið af þessum hópsmitum. Þetta er fyrsti vinnustaðurinn sem við finnum að verður fyrir einhverju sem gæti orðið útbreiddara.” Fólk sé nokkuð áhyggjufullt. „Fólk verður óttaslegið. Það er kannski sá munur á núna og áður að veiran er að stinga sér meira í yngri hópana. Ég finn að fólk veltir mikið vöngum og er dálítið skelkað hvað varðar skólana. En ég finn það líka að viðbragð dregur úr óttanum. Það er mikil tiltrú á þetta kerfi sem við erum búin að þróa og maður verður svo var við það þegar svona gerist hvað boðleiðirnar eru stuttar, hvað viðbrögðin eru fumlaus og með það að vopni þá leyfir maður sér að vera bjartsýnn.” Sveitarfélagið hefur skerpt á almennum reglum sem snúa meðal annars að sprittun og grímuskyldu, dregið hefur verið úr blöndun innan stofnana og skólarnir fara í skilgreindari hólf, svo dæmi séu tekin. „Við byrjuðum strax klukkan sjö í morgun að undirbúa breytingar hjá okkur,” segir Elliði. „Kannski eftir því sem veiran er nær manni verður maður enn meðvitaðri um þessar almennu reglur. En við höfum enn ekki þurft að grípa til neinna lokana og erum að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira