Borgin afléttir ekki kvöð um litla grasflöt og berjarunna þrátt fyrir mótmæli Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2021 13:06 Guðmundur Heiðar Helgason telur ekki hentugt að skylda íbúa til að vera með fjögurra fermetra grasflöt innan skjólveggja. Vísir/vilhelm Reykjavíkurborg ætlar ekki að aflétta kvöð í skipulagi Vogabyggðar um græn svæði innan einkagarða íbúða. Málið varðar sérafnotareiti íbúa í hinu nýja hverfi en Vísir fjallaði í janúar um óánægju Guðmundar Heiðars Helgasonar sem fékk ekki leyfi til að stækka pallinn fyrir aftan íbúð sína. Komst fjölskyldan að því eftir fasteignakaupin að samkvæmt skilmálum borgarinnar þyrfti að vera gras yfir helmingi hins tíu fermetra sérafnotareits og minnst einn berjarunni. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að ákvæði um gróðurþekju í einkagörðum í Vogabyggð séu ekki talin íþyngjandi og eru svæðin sögð hluti af heildarmynd hverfisins. Guðmundur segir niðurstöðu borgarinnar vera vonbrigði og það beri á óánægju hjá fleiri íbúum í hverfinu. „Ég er ósáttur við þessa forræðishyggju borgaryfirvalda vegna lítilla séreignareita íbúa. Ég er ósammála þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki íþyngjandi. Það er ekki praktísk lausn að hafa fjögurra fermetra grasflöt sem mun líklegast ekki fá neitt sólarljós. Ég hef einnig efasemdir um að þetta hafi mikið að segja um heildarútlit hverfisins, þar sem gróðurþekjan verður ekki sýnileg öðrum en mér.“ Sagt í mótsögn við markmið byggðarinnar ÞG íbúðir ehf., söluaðili íbúða á svæðinu, óskaði eftir því að borgin myndi fella niður áðurnefnt ákvæði um 50% gróðurþekju innan einkagarða og berjarunna á svokölluðu svæði tvö í Vogabyggð. Borgin hafnar beiðninni á grundvelli þess að slíkt „hefði verið í mótsögn við markmið byggðarinnar.“ Þá segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar að græn svæði einkagarða í borginni séu mikilvægur þáttur af grænni ásýnd hennar og gefi henni „skemmtilegt yfirbragð.“ „Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að eitt af markmiðum í skipulagi Vogabyggðar sé að skapa jákvæðar forsendur fyrir áhugaverða og vistvæna byggð. Brýnt var fyrir hönnuðum, lóðarhöfum og öðrum að kynna sér vel alla skilmála sem gilda fyrir hönnun bygginga og útirýma á viðkomandi lóð auk þess að átta sig á samhengi byggðarinnar í tengslum við framtíðarþróun nánasta umhverfis.“ Umræddir sérskilmálar séu hluti af heildarhugsun hverfisins og útfærslan hluti af heildarmynd þess frá upphafi. Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Komst fjölskyldan að því eftir fasteignakaupin að samkvæmt skilmálum borgarinnar þyrfti að vera gras yfir helmingi hins tíu fermetra sérafnotareits og minnst einn berjarunni. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að ákvæði um gróðurþekju í einkagörðum í Vogabyggð séu ekki talin íþyngjandi og eru svæðin sögð hluti af heildarmynd hverfisins. Guðmundur segir niðurstöðu borgarinnar vera vonbrigði og það beri á óánægju hjá fleiri íbúum í hverfinu. „Ég er ósáttur við þessa forræðishyggju borgaryfirvalda vegna lítilla séreignareita íbúa. Ég er ósammála þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki íþyngjandi. Það er ekki praktísk lausn að hafa fjögurra fermetra grasflöt sem mun líklegast ekki fá neitt sólarljós. Ég hef einnig efasemdir um að þetta hafi mikið að segja um heildarútlit hverfisins, þar sem gróðurþekjan verður ekki sýnileg öðrum en mér.“ Sagt í mótsögn við markmið byggðarinnar ÞG íbúðir ehf., söluaðili íbúða á svæðinu, óskaði eftir því að borgin myndi fella niður áðurnefnt ákvæði um 50% gróðurþekju innan einkagarða og berjarunna á svokölluðu svæði tvö í Vogabyggð. Borgin hafnar beiðninni á grundvelli þess að slíkt „hefði verið í mótsögn við markmið byggðarinnar.“ Þá segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar að græn svæði einkagarða í borginni séu mikilvægur þáttur af grænni ásýnd hennar og gefi henni „skemmtilegt yfirbragð.“ „Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að eitt af markmiðum í skipulagi Vogabyggðar sé að skapa jákvæðar forsendur fyrir áhugaverða og vistvæna byggð. Brýnt var fyrir hönnuðum, lóðarhöfum og öðrum að kynna sér vel alla skilmála sem gilda fyrir hönnun bygginga og útirýma á viðkomandi lóð auk þess að átta sig á samhengi byggðarinnar í tengslum við framtíðarþróun nánasta umhverfis.“ Umræddir sérskilmálar séu hluti af heildarhugsun hverfisins og útfærslan hluti af heildarmynd þess frá upphafi.
Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira