Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2021 22:55 John Magufuli var tók við sem forseti Tansaníu árið 2015 og hlaut endurkjör í fyrra. Epa/DANIEL IRUNGU John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál. Fram að því hafði forsetinn ekki sést opinberlega í yfir tvær vikur og orðrómar farnir að ganga um slæma heilsu hans. Stjórnarandstæðingar fullyrtu í síðustu viku að Magufuli hafi veikst af Covid-19 en það hefur ekki fengist staðfest. „Það er með djúpri sorg sem ég tilkynni ykkur að við höfum misst okkar hugrakka leiðtoga, forseta lýðveldisins Tansaníu, John Pombe Magufuli,“ sagði varaforsetinn Samia Suluhu Hassan í ávarpi sem sent var út á ríkissjónvarpsstöð landsins. Hún lýsti um leið yfir tveggja vikna þjóðarsorg og gaf fyrirmæli um að fána landsins yrði flaggað í hálfa stöng. Vilja ekki kaupa bóluefni Magufuli var tók við sem forseti árið 2015 og hlaut endurkjör í fyrra eftir umdeildar kosningar þar sem stjórnvöld voru sökuð um kosningasvindl. Forsetinn gerði lítið úr kórónuveirufaraldrinum með markvissum hætti og talaði fyrir því að bænir og jurtagufumeðferðir yrðu nýttar til að vinna gegn veirunni. Tansanía hefur ekki birt tölur um fjölda kórónuveirutilfella í landinu frá því í maí á síðasta ári og hafa stjórnvöld ekki viljað kaupa bóluefni. Kassim Majaliwa, forsætisráðherra landsins, fullyrti í síðustu viku að forsetinn væri vinnandi og við fulla heilsu. Þá sakaði hann „hatursfulla“ brottflutta Tansaníumenn um að dreifa sögusögnum um slæma heilsu Magufuli. Á mánudag greindi lögregla frá því að fjórir einstaklingar hafi verið handteknir, grunaðir um að hafa dreift ósönnum orðrómum um veikindi forsetans á samfélagsmiðlum. Tansanía Andlát Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Fram að því hafði forsetinn ekki sést opinberlega í yfir tvær vikur og orðrómar farnir að ganga um slæma heilsu hans. Stjórnarandstæðingar fullyrtu í síðustu viku að Magufuli hafi veikst af Covid-19 en það hefur ekki fengist staðfest. „Það er með djúpri sorg sem ég tilkynni ykkur að við höfum misst okkar hugrakka leiðtoga, forseta lýðveldisins Tansaníu, John Pombe Magufuli,“ sagði varaforsetinn Samia Suluhu Hassan í ávarpi sem sent var út á ríkissjónvarpsstöð landsins. Hún lýsti um leið yfir tveggja vikna þjóðarsorg og gaf fyrirmæli um að fána landsins yrði flaggað í hálfa stöng. Vilja ekki kaupa bóluefni Magufuli var tók við sem forseti árið 2015 og hlaut endurkjör í fyrra eftir umdeildar kosningar þar sem stjórnvöld voru sökuð um kosningasvindl. Forsetinn gerði lítið úr kórónuveirufaraldrinum með markvissum hætti og talaði fyrir því að bænir og jurtagufumeðferðir yrðu nýttar til að vinna gegn veirunni. Tansanía hefur ekki birt tölur um fjölda kórónuveirutilfella í landinu frá því í maí á síðasta ári og hafa stjórnvöld ekki viljað kaupa bóluefni. Kassim Majaliwa, forsætisráðherra landsins, fullyrti í síðustu viku að forsetinn væri vinnandi og við fulla heilsu. Þá sakaði hann „hatursfulla“ brottflutta Tansaníumenn um að dreifa sögusögnum um slæma heilsu Magufuli. Á mánudag greindi lögregla frá því að fjórir einstaklingar hafi verið handteknir, grunaðir um að hafa dreift ósönnum orðrómum um veikindi forsetans á samfélagsmiðlum.
Tansanía Andlát Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira