Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2021 16:49 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er nokkuð bjartsýnn á horfurnar fyrir sumarið. Vísir/Egill „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason um fregnir þess efnis að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærunum. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að hlutabréf í Icelandair hefðu tekið kipp í kjölfar ríkisstjórnarfundarins í morgun og svo virtist sem fréttirnar af vottorðunum kæmu á óvart. „Já, það virðist vera. Eins og ég segi bara mjög jákvætt að þetta sé svona og staðan. Og þetta bara eykur líkurnar á því að það sem við höfum verið að leggja upp með sumarið, að það gangi eftir. Óvissan er klárlega mjög mikil áfram en við erum bara að horfa á hvar tækifærin liggja og bætum í og drögum úr eftir því sem aðstæður breytast á einstaka mörkuðum,“ sagði Bogi. Hækkun hlutabréfa í Icelandair nam tæpum sex prósentum eftir viðskipti dagsins en á tímabili hafði gengi bréfa félagsins hækkað um níu prósent. Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 666 milljónum króna. Spurður að því hvort breytingarnar geri það að verkum að fjölga þurfi ferðum fram á vor segist Bogi ekki gera ráð fyrir því. „Ekki núna allra næstu vikurnar, við gerum ekki ráð fyrir því. En við höfum verið að gera ráð fyrir því að leiðakerfið okkar fari að byggjast upp aftur á öðrum ársfjórðungi og þessar fréttir auka líkurnar á því verulega.“ Icelandair hefur verið að fljúga til Asíu gegnum Finnland og segist Bogi vonast til þess að sá markaður skili ferðalöngum hingað til lands í sumar. Hann segist verða var við mikinn ferðavilja. „Það er mikill ferðavilji á okkar helstu mörkuðum, við höfum fundið fyrir því. Og ekki síst á þessum mikilvægustu mörkuðum okkar, Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Bogi. Hann segist telja að Ísland eigi mikla möguleika inni þegar hægir á kórónufaraldrinum. Hann játar því að ferðatakmarkanir í ákveðnum löndum muni setja ferðamannaiðnaðinum ákveðnar hömlur. Ástandið sé mjög háð breytingum á faraldrinum. „Við höfum verið í aðgerðum á Bretlandsmarkaði og Bandaríkjamarkaði, meðal annars vegna þess að þar hefur bólusetning gengið hvað best á okkar markaðssvæðum. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og munum halda því áfram. Bogi segir sumaráætlun Icelandair hafa verið metnaðarfulla. Staðið hafi til að fljúga til 22 áfangastaða í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku og nú hafi tveir bæst þar við; Portland og Orlando. „Áætlunin hefur verið metnaðarfull og þessar fréttir í morgun auka líkurnar á því að áætlunin gangi eftir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þetta segir Bogi Nils Bogason um fregnir þess efnis að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærunum. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að hlutabréf í Icelandair hefðu tekið kipp í kjölfar ríkisstjórnarfundarins í morgun og svo virtist sem fréttirnar af vottorðunum kæmu á óvart. „Já, það virðist vera. Eins og ég segi bara mjög jákvætt að þetta sé svona og staðan. Og þetta bara eykur líkurnar á því að það sem við höfum verið að leggja upp með sumarið, að það gangi eftir. Óvissan er klárlega mjög mikil áfram en við erum bara að horfa á hvar tækifærin liggja og bætum í og drögum úr eftir því sem aðstæður breytast á einstaka mörkuðum,“ sagði Bogi. Hækkun hlutabréfa í Icelandair nam tæpum sex prósentum eftir viðskipti dagsins en á tímabili hafði gengi bréfa félagsins hækkað um níu prósent. Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 666 milljónum króna. Spurður að því hvort breytingarnar geri það að verkum að fjölga þurfi ferðum fram á vor segist Bogi ekki gera ráð fyrir því. „Ekki núna allra næstu vikurnar, við gerum ekki ráð fyrir því. En við höfum verið að gera ráð fyrir því að leiðakerfið okkar fari að byggjast upp aftur á öðrum ársfjórðungi og þessar fréttir auka líkurnar á því verulega.“ Icelandair hefur verið að fljúga til Asíu gegnum Finnland og segist Bogi vonast til þess að sá markaður skili ferðalöngum hingað til lands í sumar. Hann segist verða var við mikinn ferðavilja. „Það er mikill ferðavilji á okkar helstu mörkuðum, við höfum fundið fyrir því. Og ekki síst á þessum mikilvægustu mörkuðum okkar, Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Bogi. Hann segist telja að Ísland eigi mikla möguleika inni þegar hægir á kórónufaraldrinum. Hann játar því að ferðatakmarkanir í ákveðnum löndum muni setja ferðamannaiðnaðinum ákveðnar hömlur. Ástandið sé mjög háð breytingum á faraldrinum. „Við höfum verið í aðgerðum á Bretlandsmarkaði og Bandaríkjamarkaði, meðal annars vegna þess að þar hefur bólusetning gengið hvað best á okkar markaðssvæðum. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og munum halda því áfram. Bogi segir sumaráætlun Icelandair hafa verið metnaðarfulla. Staðið hafi til að fljúga til 22 áfangastaða í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku og nú hafi tveir bæst þar við; Portland og Orlando. „Áætlunin hefur verið metnaðarfull og þessar fréttir í morgun auka líkurnar á því að áætlunin gangi eftir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira