Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 19:03 Morgan og Meghan voru eitt sinn vinir en sjónvarpsmaðurinn hefur sakað hertogaynjuna um að hafa lokað á sig eftir að hún fann draumaprinsinn. epa Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma. Ríflega 41 þúsund kvartanir bárust eftirlitsaðilanum Ofcom vegna uppákomunnar og er rannsókn á málinu hafin. Í viðtalinu greindi Meghan frá andlegum erfiðleikum á meðgöngu, vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunnar og afar takmarkaðs stuðnings frá konungsfjölskyldunni. Sagði hún að sér hefði verið neitað um aðstoð og hvött til að yfirgefa ekki heimili sitt um langt skeið. „Ég vildi bara ekki lifa lengur. Það var skýr, raunveruleg, ógnvekjandi og stöðug hugsun,“ sagði hún. Morgan, sem hefur gagnrýnt hertogaynjuna harðlega í gegnum tíðina, meðal annars fyrir að gefa vinskap þeirra upp á bátinn, sagðist ekki trúa einu orði af því sem hún sagði. „Ég myndi ekki trúa henni þó hún væri að segja mér veðurfréttirnar,“ sagði hann. Í þættinum í morgun ítrekaði hann að hann ætti erfitt með að trúa því sem Meghan hafði fram að færa í viðtalinu við Winfrey en sagði einnig að andlegir erfiðleikar og sjálfsvíg væru eitthvað sem bæri að taka alvarlega. Seinna í þættinum gekk hann hins vegar af sviðinu eftir að veðurfræðingur þáttarins skammaði sjónvarpsmanninn fyrir framgöngu hans gagnvart Meghan. „Hún má loka á þig ef hún vill. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún lokaði á þig? Ég held ekki en samt heldur þú áfram að hrauna yfir hana,“ sagði Alex Beresford við Morgan. ITV hefur lýst því yfir að ágreiningurinn í þættinum hafi ekki verið ákveðinn fyrirfram. BREAKING NEWS: Yesterday's @GMB smashed our all-time highest ratings. 31% share (previous high, 28%) peaking at 37%. Closest ever gap to @BBCBreakfast. Thanks for watching! pic.twitter.com/RTONYJRmKm— Piers Morgan (@piersmorgan) March 9, 2021 Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Sjá meira
Ríflega 41 þúsund kvartanir bárust eftirlitsaðilanum Ofcom vegna uppákomunnar og er rannsókn á málinu hafin. Í viðtalinu greindi Meghan frá andlegum erfiðleikum á meðgöngu, vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunnar og afar takmarkaðs stuðnings frá konungsfjölskyldunni. Sagði hún að sér hefði verið neitað um aðstoð og hvött til að yfirgefa ekki heimili sitt um langt skeið. „Ég vildi bara ekki lifa lengur. Það var skýr, raunveruleg, ógnvekjandi og stöðug hugsun,“ sagði hún. Morgan, sem hefur gagnrýnt hertogaynjuna harðlega í gegnum tíðina, meðal annars fyrir að gefa vinskap þeirra upp á bátinn, sagðist ekki trúa einu orði af því sem hún sagði. „Ég myndi ekki trúa henni þó hún væri að segja mér veðurfréttirnar,“ sagði hann. Í þættinum í morgun ítrekaði hann að hann ætti erfitt með að trúa því sem Meghan hafði fram að færa í viðtalinu við Winfrey en sagði einnig að andlegir erfiðleikar og sjálfsvíg væru eitthvað sem bæri að taka alvarlega. Seinna í þættinum gekk hann hins vegar af sviðinu eftir að veðurfræðingur þáttarins skammaði sjónvarpsmanninn fyrir framgöngu hans gagnvart Meghan. „Hún má loka á þig ef hún vill. Hefur hún sagt eitthvað um þig síðan hún lokaði á þig? Ég held ekki en samt heldur þú áfram að hrauna yfir hana,“ sagði Alex Beresford við Morgan. ITV hefur lýst því yfir að ágreiningurinn í þættinum hafi ekki verið ákveðinn fyrirfram. BREAKING NEWS: Yesterday's @GMB smashed our all-time highest ratings. 31% share (previous high, 28%) peaking at 37%. Closest ever gap to @BBCBreakfast. Thanks for watching! pic.twitter.com/RTONYJRmKm— Piers Morgan (@piersmorgan) March 9, 2021
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Sjá meira