Kaupa leigufélagið Ölmu á ellefu milljarða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 07:55 Flestar íbúðir Ölmu leigufélags eru á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Eignarhaldsfélagið Langisjór, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, hefur fest kaup á öllu hlutafé í leigufélaginu Ölmu. Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í dag og vísað í heimildir blaðsins. Fjölskyldan á meðal annars heildverslunina Mata. Alma, sem áður hét Almenna leigufélagið, er næststærsta leigufélag landsins. Félagið er með um 1100 íbúðir í rekstri, flestar á höfuðborgarsvæðinu, og voru heildareignir þess tæpir 47 milljarðar um mitt ár 2020. Að því er segir í frétt Markaðarins munu kaupin formlega klárast í næsta mánuði en söluferlið hefur tekið nokkra mánuði. Söluandvirðið mun þá vera greitt út til sjóðfélaga Almenna leigufélagsins eignarhaldssjóðs (ALE) sem er fjárfestasjóður í eigu GAMMA, dótturfélags Kviku, og eigandi Ölmu leigufélags. Kaupin eru fjármögnuð af Arion banka og voru tilkynnt til Samkeppniseftirlitsins síðastliðinn föstudag samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftirfarandi tilkynning var send á fjölmiðla í morgun vegna kaupanna: Langisjór kaupir allt hlutafé í Ölmu íbúðafélagi Langisjór ehf. hefur keypt allt hlutafé í Ölmu íbúðafélagi hf. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Alma hefur síðustu ár verið í eigu fagfjárfestasjóðs í rekstri GAMMA Capital Management. „Alma hefur verið í fararbroddi við mótun á faglegum og traustum leigumarkaði á Íslandi. Jákvæðar breytingar hafa orðið á markaðnum síðustu ár og hafa aðstæður færst nær því sem við þekkjum frá löndunum í kringum okkur. Nú þegar félagið er komið í hendur öflugra langtímafjárfesta með skýra framtíðarsýn gefst okkur tækifæri til að halda áfram að byggja félagið upp með það að markmiði að vera fyrsti kostur þeirra sem kjósa þann sveigjanleika og þau þægindi sem felast í því að leigja húsnæði, en þó með því búsetuöryggi sem fylgir því að eiga húsnæði,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Ölmu. „Núverandi viðskiptavinir ættu ekki að finna fyrir neinum breytingum á þjónustunni með nýju eignarhaldi félagsins.“ Alma var fyrst íbúðafélaga á Íslandi til að bjóða upp á langtímaleigusamninga sem tryggja örugga búsetu og verðvernd til allt að sjö ára. Þjónustan hefur mælst afar vel fyrir en frá því að félagið hóf að bjóða upp á þjónustuna vorið 2019 hefur fjórðungur viðskiptavina valið að nýta sér hana. Tæplega 70% viðskiptavina Ölmu hafa leigt íbúð af félaginu í tvö ár eða lengur og samkvæmt nýrri þjónustukönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir félagið eru tæplega 90% viðskiptavina ánægðir með þá þjónustu sem Alma býður upp á. Langisjór ehf. er fjölskyldufyrirtæki í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Langisjór ehf. er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Mata hf., Matfugl ehf. og Síld og fiskur ehf. Þá er fjárfestingarfélagið Brimgarðar ehf. einnig dótturfélag Langasjávar ehf. „Með kaupunum á Ölmu lítum við til framtíðar. Rekstur og útleiga fasteigna verður áfram kjarnastarfsemi félagsins og á komandi árum ætlum að hjálpa til við að tryggja framboð á hagkvæmu og góðu íbúðarhúsnæði með þátttöku í fasteignaþróun og byggingu fjölbýlishúsa,” segir Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Langasjávar ehf. Alma íbúðafélag var stofnað árið 2014 og rekur rúmlega 1.100 íbúðir sem eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi, Akranesi, og víðar um land. Hlutverk félagsins er að fjárfesta í, reka og annast útleigu á íbúðarhúsnæði til einstaklinga. Hjá Ölmu starfa 18 starfsmenn í fullu starfi, auk fjölda verktaka víðsvegar um landið. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í dag og vísað í heimildir blaðsins. Fjölskyldan á meðal annars heildverslunina Mata. Alma, sem áður hét Almenna leigufélagið, er næststærsta leigufélag landsins. Félagið er með um 1100 íbúðir í rekstri, flestar á höfuðborgarsvæðinu, og voru heildareignir þess tæpir 47 milljarðar um mitt ár 2020. Að því er segir í frétt Markaðarins munu kaupin formlega klárast í næsta mánuði en söluferlið hefur tekið nokkra mánuði. Söluandvirðið mun þá vera greitt út til sjóðfélaga Almenna leigufélagsins eignarhaldssjóðs (ALE) sem er fjárfestasjóður í eigu GAMMA, dótturfélags Kviku, og eigandi Ölmu leigufélags. Kaupin eru fjármögnuð af Arion banka og voru tilkynnt til Samkeppniseftirlitsins síðastliðinn föstudag samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftirfarandi tilkynning var send á fjölmiðla í morgun vegna kaupanna: Langisjór kaupir allt hlutafé í Ölmu íbúðafélagi Langisjór ehf. hefur keypt allt hlutafé í Ölmu íbúðafélagi hf. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Alma hefur síðustu ár verið í eigu fagfjárfestasjóðs í rekstri GAMMA Capital Management. „Alma hefur verið í fararbroddi við mótun á faglegum og traustum leigumarkaði á Íslandi. Jákvæðar breytingar hafa orðið á markaðnum síðustu ár og hafa aðstæður færst nær því sem við þekkjum frá löndunum í kringum okkur. Nú þegar félagið er komið í hendur öflugra langtímafjárfesta með skýra framtíðarsýn gefst okkur tækifæri til að halda áfram að byggja félagið upp með það að markmiði að vera fyrsti kostur þeirra sem kjósa þann sveigjanleika og þau þægindi sem felast í því að leigja húsnæði, en þó með því búsetuöryggi sem fylgir því að eiga húsnæði,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Ölmu. „Núverandi viðskiptavinir ættu ekki að finna fyrir neinum breytingum á þjónustunni með nýju eignarhaldi félagsins.“ Alma var fyrst íbúðafélaga á Íslandi til að bjóða upp á langtímaleigusamninga sem tryggja örugga búsetu og verðvernd til allt að sjö ára. Þjónustan hefur mælst afar vel fyrir en frá því að félagið hóf að bjóða upp á þjónustuna vorið 2019 hefur fjórðungur viðskiptavina valið að nýta sér hana. Tæplega 70% viðskiptavina Ölmu hafa leigt íbúð af félaginu í tvö ár eða lengur og samkvæmt nýrri þjónustukönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir félagið eru tæplega 90% viðskiptavina ánægðir með þá þjónustu sem Alma býður upp á. Langisjór ehf. er fjölskyldufyrirtæki í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Langisjór ehf. er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Mata hf., Matfugl ehf. og Síld og fiskur ehf. Þá er fjárfestingarfélagið Brimgarðar ehf. einnig dótturfélag Langasjávar ehf. „Með kaupunum á Ölmu lítum við til framtíðar. Rekstur og útleiga fasteigna verður áfram kjarnastarfsemi félagsins og á komandi árum ætlum að hjálpa til við að tryggja framboð á hagkvæmu og góðu íbúðarhúsnæði með þátttöku í fasteignaþróun og byggingu fjölbýlishúsa,” segir Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Langasjávar ehf. Alma íbúðafélag var stofnað árið 2014 og rekur rúmlega 1.100 íbúðir sem eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi, Akranesi, og víðar um land. Hlutverk félagsins er að fjárfesta í, reka og annast útleigu á íbúðarhúsnæði til einstaklinga. Hjá Ölmu starfa 18 starfsmenn í fullu starfi, auk fjölda verktaka víðsvegar um landið.
Eftirfarandi tilkynning var send á fjölmiðla í morgun vegna kaupanna: Langisjór kaupir allt hlutafé í Ölmu íbúðafélagi Langisjór ehf. hefur keypt allt hlutafé í Ölmu íbúðafélagi hf. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Alma hefur síðustu ár verið í eigu fagfjárfestasjóðs í rekstri GAMMA Capital Management. „Alma hefur verið í fararbroddi við mótun á faglegum og traustum leigumarkaði á Íslandi. Jákvæðar breytingar hafa orðið á markaðnum síðustu ár og hafa aðstæður færst nær því sem við þekkjum frá löndunum í kringum okkur. Nú þegar félagið er komið í hendur öflugra langtímafjárfesta með skýra framtíðarsýn gefst okkur tækifæri til að halda áfram að byggja félagið upp með það að markmiði að vera fyrsti kostur þeirra sem kjósa þann sveigjanleika og þau þægindi sem felast í því að leigja húsnæði, en þó með því búsetuöryggi sem fylgir því að eiga húsnæði,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Ölmu. „Núverandi viðskiptavinir ættu ekki að finna fyrir neinum breytingum á þjónustunni með nýju eignarhaldi félagsins.“ Alma var fyrst íbúðafélaga á Íslandi til að bjóða upp á langtímaleigusamninga sem tryggja örugga búsetu og verðvernd til allt að sjö ára. Þjónustan hefur mælst afar vel fyrir en frá því að félagið hóf að bjóða upp á þjónustuna vorið 2019 hefur fjórðungur viðskiptavina valið að nýta sér hana. Tæplega 70% viðskiptavina Ölmu hafa leigt íbúð af félaginu í tvö ár eða lengur og samkvæmt nýrri þjónustukönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir félagið eru tæplega 90% viðskiptavina ánægðir með þá þjónustu sem Alma býður upp á. Langisjór ehf. er fjölskyldufyrirtæki í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Langisjór ehf. er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Mata hf., Matfugl ehf. og Síld og fiskur ehf. Þá er fjárfestingarfélagið Brimgarðar ehf. einnig dótturfélag Langasjávar ehf. „Með kaupunum á Ölmu lítum við til framtíðar. Rekstur og útleiga fasteigna verður áfram kjarnastarfsemi félagsins og á komandi árum ætlum að hjálpa til við að tryggja framboð á hagkvæmu og góðu íbúðarhúsnæði með þátttöku í fasteignaþróun og byggingu fjölbýlishúsa,” segir Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Langasjávar ehf. Alma íbúðafélag var stofnað árið 2014 og rekur rúmlega 1.100 íbúðir sem eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi, Akranesi, og víðar um land. Hlutverk félagsins er að fjárfesta í, reka og annast útleigu á íbúðarhúsnæði til einstaklinga. Hjá Ölmu starfa 18 starfsmenn í fullu starfi, auk fjölda verktaka víðsvegar um landið.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira