Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 14:07 Prinsessan Sheikha Latifa árið 2018, skömmu áður en hún reyndi að flýja frá Dubai öðru sinni. Hún var þá 32 ára gömul. Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. Skilaboðunum kom hún til vina sinna, sem hafa deilt þeim með BBC. Hún segir að þegar hún reyndi að flýja land árið 2018 hafi sérsveitarmenn sigið úr þyrlu um borð í bát hennar undan ströndum Indlands, gefið henni deyfilyf og flutt hana aftur í land. Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Síðan þá hefur henni verið haldið í húsi í Dubai undir sólarhrings eftirliti. Vinir Latifu segja hana nú hætta að senda þeim skilaboð og óttast þeir um öryggi hennar. Því hafi þeir fært blaðamönnum BBC skilaboðin sem hún hafi sent. Í skilaboðunum segir Latifa að henni sé haldið í glæsihýsi. Hún fái hvorki að fara út né opna glugga og að lögregluþjónarnir sem haldi henni hafi gantast með að hún muni aldrei sjá til sólar aftur. Hér má sjá fréttaskýringaþátt BBC, Panorama, þar sem fjallað var um skilaboðin frá prinsessunni í síðasta mánuði. Sjeikinn Mohammed bin Rashid Al Maktoum er einn auðugasti ríkishöfðingi heimsins. Hann er auk þess að vera varaforseti og forsætisráðherra, leiðtogi Dubai. Sjötta og yngsta eiginkona hans, Haya Bint al-Hussein, var árið 2019 sögð hafa flúið land og halda til í London. Hún höfðaði mál gegn sjeiknum í Bretlandi og í fyrra komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að hann hefði hótað henni og látið ræna dætrum sínum. Auk Latifu, mun sjeikinn einnig hafa látið ræna Shamsu Al Maktoum frá Englandi árið 2000. Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Skilaboðunum kom hún til vina sinna, sem hafa deilt þeim með BBC. Hún segir að þegar hún reyndi að flýja land árið 2018 hafi sérsveitarmenn sigið úr þyrlu um borð í bát hennar undan ströndum Indlands, gefið henni deyfilyf og flutt hana aftur í land. Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Síðan þá hefur henni verið haldið í húsi í Dubai undir sólarhrings eftirliti. Vinir Latifu segja hana nú hætta að senda þeim skilaboð og óttast þeir um öryggi hennar. Því hafi þeir fært blaðamönnum BBC skilaboðin sem hún hafi sent. Í skilaboðunum segir Latifa að henni sé haldið í glæsihýsi. Hún fái hvorki að fara út né opna glugga og að lögregluþjónarnir sem haldi henni hafi gantast með að hún muni aldrei sjá til sólar aftur. Hér má sjá fréttaskýringaþátt BBC, Panorama, þar sem fjallað var um skilaboðin frá prinsessunni í síðasta mánuði. Sjeikinn Mohammed bin Rashid Al Maktoum er einn auðugasti ríkishöfðingi heimsins. Hann er auk þess að vera varaforseti og forsætisráðherra, leiðtogi Dubai. Sjötta og yngsta eiginkona hans, Haya Bint al-Hussein, var árið 2019 sögð hafa flúið land og halda til í London. Hún höfðaði mál gegn sjeiknum í Bretlandi og í fyrra komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að hann hefði hótað henni og látið ræna dætrum sínum. Auk Latifu, mun sjeikinn einnig hafa látið ræna Shamsu Al Maktoum frá Englandi árið 2000.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira