Tjónið í HÍ metið á annan milljarð króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 06:38 Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í Háskóla Íslands í janúar þegar meira en tvö þúsund tonn af köldu vatni flæddu um nokkrar byggingar skólans. Vísir/Egill Sérfræðingar hafa áætlað að tjónið vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í janúar sé á annan milljarð króna. Er meðal annars horft til mikilla skemmda á húsgögnum og raflögnum við mat á tjóninu. Frá þessu er greint á forsíðu Morgunblaðsins í dag og haft eftir heimildum. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir í samtali við blaðið að tjónið sé mjög verulegt en of snemmt sé að meta það til fulls. Háar fjárhæðir hafi þó verið nefndar þegar allt er talið en hann geti staðfest neitt í þeim efnum þar sem enn eigi eftir að fullmeta tjónið. Auk þess sé óvissan mikil. Í Morgunblaðinu er fjárhæðin sett í samhengi við þá fjármuni sem Happdrætti Háskóli Íslands greiddi til skólans árið 2019 en það var rúmur milljarður, nánar tiltekið 1.180 milljónir króna. Það var aðfaranótt fimmtudagsins 21. janúar sem stofnlögn vatns við Suðurgötu fór í sundur með þeim afleiðingum að meira en tvö þúsund tonn af köldu vatni runnu út og fóru um nokkrar byggingar háskólans. Veitur hafa verið í framkvæmdum á Suðurgötu þar sem meðal annar var verið að endurnýja umrædda vatnslögn. Við skoðun fyrirtækisins á lekanum kom í ljós að mannleg mistök voru gerð við framkvæmdirnar sem ollu því að stofnlögnin fór í sundur. Líkt og almennt hjá ríkisstofnunum er Háskóli Íslands ekki tryggður fyrir svona tjóni. Veitur eru aftur á móti með ábyrgðartryggingu hjá sínu tryggingafélagi, VÍS. Jón Atli segist í samtali við Morgunblaðið binda vonir við að tjónið verði að fullu bætt af þeim aðilum sem því hafi valdið. „Ég myndi telja það eðlilegt og sanngjarnt að þeir aðilar sem bera ábyrgð á tjóninu standi við sínar skuldbindingar. Við vonumst til að það gangi eftir og að það falli ekki kostnaður á ríkið. Ríkisstofnanir eru ekki tryggðar en ríkið hefur leiðir til að bregðast við þegar svona áföll skella á. Það er of snemmt að spá um hvernig gengið verður frá því,“ segir Jón Atli. Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Frá þessu er greint á forsíðu Morgunblaðsins í dag og haft eftir heimildum. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir í samtali við blaðið að tjónið sé mjög verulegt en of snemmt sé að meta það til fulls. Háar fjárhæðir hafi þó verið nefndar þegar allt er talið en hann geti staðfest neitt í þeim efnum þar sem enn eigi eftir að fullmeta tjónið. Auk þess sé óvissan mikil. Í Morgunblaðinu er fjárhæðin sett í samhengi við þá fjármuni sem Happdrætti Háskóli Íslands greiddi til skólans árið 2019 en það var rúmur milljarður, nánar tiltekið 1.180 milljónir króna. Það var aðfaranótt fimmtudagsins 21. janúar sem stofnlögn vatns við Suðurgötu fór í sundur með þeim afleiðingum að meira en tvö þúsund tonn af köldu vatni runnu út og fóru um nokkrar byggingar háskólans. Veitur hafa verið í framkvæmdum á Suðurgötu þar sem meðal annar var verið að endurnýja umrædda vatnslögn. Við skoðun fyrirtækisins á lekanum kom í ljós að mannleg mistök voru gerð við framkvæmdirnar sem ollu því að stofnlögnin fór í sundur. Líkt og almennt hjá ríkisstofnunum er Háskóli Íslands ekki tryggður fyrir svona tjóni. Veitur eru aftur á móti með ábyrgðartryggingu hjá sínu tryggingafélagi, VÍS. Jón Atli segist í samtali við Morgunblaðið binda vonir við að tjónið verði að fullu bætt af þeim aðilum sem því hafi valdið. „Ég myndi telja það eðlilegt og sanngjarnt að þeir aðilar sem bera ábyrgð á tjóninu standi við sínar skuldbindingar. Við vonumst til að það gangi eftir og að það falli ekki kostnaður á ríkið. Ríkisstofnanir eru ekki tryggðar en ríkið hefur leiðir til að bregðast við þegar svona áföll skella á. Það er of snemmt að spá um hvernig gengið verður frá því,“ segir Jón Atli.
Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira