Mikilvægt að taka fyrir persónuárásir í aðdraganda kosninga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 12:19 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. vísir/Vilhelm Forrystufólk í stjórnmálum þarf að senda skýr skilaboð til grasrótarinnar um að ofbeldisfull og meiðandi umræða verði ekki liðin að mati formanns Viðreisnar. Hún telur mikilvægt að bregðast við þróuninni nú í aðdraganda kosninga. „Ég er búin að fara í gegnum margar kosningabaráttur og ég held að tímin sé núna. Það eru átta mánuðir í kosningar, kosningaskjálftinn er að byrja og þá er erfiðara að ná utan um svona. Ég tel mikilvægt að við sendum skýr skilaboð til okkar fólks, grasrótarinnar þvert í gegnum alla flokka um að við viljum að kosningar snúist um hugmyndir og málefni en ekki það að beina sjónum og spjótum að persónum og leikendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Skotárásin á bíl borgarstjóra hefur vakið spurningar um harkalega og á tíðum ofbeldisfulla stjórnmálaumræðu. Þorgerður er ekki ókunn því að árásum sé beint að heimilum stjórnmálafólks. Eftir hrun var eggjum kastað í heimili hennar og mótmælt þar fyrir. Hún segir þó margt hafa breyst síðan og vísar til óvæginnar umræðu á samfélagsmiðlum. „Það sem má ekki gerast er að fólk sem er af hugsjón í pólitík verði hrætt frá því að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Það er hægt að gera það með ýmsum hætti. Til dæmis með því að setja fram hulduauglýsingar, eða óduldar eins og við höfum séð núna undanfarið. En við sáum það líka fyrir síðustu kosningar. Mér eru minnisstæðar auglýsingar sem beindust að formanni Vinstri grænna, mjög ósmekklegar og höfðu ekkert með málefni að gera, en beindust fyrst og fremst að persónunni.“ Gráa svæðið getur þó verið nokkuð viðamikið og skilin stundum óljós þegar tekist er á í pólitík. „Það eru mjög skiptar skoðanir um stór málefni í samfélaginu í dag. Getum tekið sem dæmi stjórnarskrána, það eru mjög andstæðar skoðanir um hvernig við ætlum að byggja þetta upp. Ég er ekki að tala um að við eigum ekki að fara í þá umræðu. En reynum þó að haga okkur almennilega þannig að við setjum ekki fram ranghugmyndir til fólks um alls konar hluti, sem fela í sér ógn eða hræða fólk frá því að fylgja hugsjónum sínum.“ Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
„Ég er búin að fara í gegnum margar kosningabaráttur og ég held að tímin sé núna. Það eru átta mánuðir í kosningar, kosningaskjálftinn er að byrja og þá er erfiðara að ná utan um svona. Ég tel mikilvægt að við sendum skýr skilaboð til okkar fólks, grasrótarinnar þvert í gegnum alla flokka um að við viljum að kosningar snúist um hugmyndir og málefni en ekki það að beina sjónum og spjótum að persónum og leikendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Skotárásin á bíl borgarstjóra hefur vakið spurningar um harkalega og á tíðum ofbeldisfulla stjórnmálaumræðu. Þorgerður er ekki ókunn því að árásum sé beint að heimilum stjórnmálafólks. Eftir hrun var eggjum kastað í heimili hennar og mótmælt þar fyrir. Hún segir þó margt hafa breyst síðan og vísar til óvæginnar umræðu á samfélagsmiðlum. „Það sem má ekki gerast er að fólk sem er af hugsjón í pólitík verði hrætt frá því að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Það er hægt að gera það með ýmsum hætti. Til dæmis með því að setja fram hulduauglýsingar, eða óduldar eins og við höfum séð núna undanfarið. En við sáum það líka fyrir síðustu kosningar. Mér eru minnisstæðar auglýsingar sem beindust að formanni Vinstri grænna, mjög ósmekklegar og höfðu ekkert með málefni að gera, en beindust fyrst og fremst að persónunni.“ Gráa svæðið getur þó verið nokkuð viðamikið og skilin stundum óljós þegar tekist er á í pólitík. „Það eru mjög skiptar skoðanir um stór málefni í samfélaginu í dag. Getum tekið sem dæmi stjórnarskrána, það eru mjög andstæðar skoðanir um hvernig við ætlum að byggja þetta upp. Ég er ekki að tala um að við eigum ekki að fara í þá umræðu. En reynum þó að haga okkur almennilega þannig að við setjum ekki fram ranghugmyndir til fólks um alls konar hluti, sem fela í sér ógn eða hræða fólk frá því að fylgja hugsjónum sínum.“
Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira