Starfsþróun á tímum samkomutakmarkanna Lísbet Einarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 16:27 Það er fátt eðlilegt við það ástand sem verið hefur á vinnumarkaði síðastliðna tíu mánuði. Heilu vinnustaðirnir hafa verið lokaðir svo vikum og mánuðum skiptir vegna samkomutakmarkana og samskipti, bæði vinnutengd og önnur, fara fram með aðstoð stafrænna miðla. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti alveg nýjar fyrir okkur þrátt fyrir að hafa áður mætt sambærilegum hindrunum eða áföllum á vinnumarkaði með tilheyrandi álagi á rekstur og stjórnun. Það sem er ekki nýtt fyrir okkur er hinsvegar sú tilhneiging margra til að láta fræðslu og frekari fjárfestingu í þróun mannauðs víkja þegar harðnar í ári. Skiljanlega er eigandi fyrirtækis sem sér fram á þrot og gerir hvað hann getur til að þrauka frá mánuði til mánaðar lítið að hugsa um þessháttar, við skiljum það. En fyrir eigendur fyrirtækja sem sjá fram á bjartari tíma þá er þróun mannauðs eitthvað sem ekki má kasta fyrir róða og mörg fyrirtæki eru vel meðvituð og hafa hvergi slegið slöku við. Það er nefnilega svo að fyrirtæki sem eru með skýra stefnu, markvissa fræðslu og virkar starfsþróunaráætlanir eiga auðveldara með að mæta breytingum, bæði þeim sem eru innan skipulagsheildarinnar sem og breytinga sem koma úr rekstrarumhverfinu. Þá má einnig gera ráð fyrir minni starfsmannaveltu, skipulagðara verklagi og bættri rekstrarafkomu. Ávinningurinn er augljós. Það er sannarlega erfitt fyrir þá stjórnendur sem bera ábyrgð á stjórnun og starfsþróun mannauðs að skipuleggja það sem telst til fræðslu og starfsþróunar, ekki vitandi hvar, hvort eða hversu margir eru og verða starfandi á komandi vikum og mánuðum. Engu að síður er mikilvægt að skoða þessa þætti, setja ákveðin markmið og útbúa plan A eða plan B eða jafnvel hvorutveggja. Á undanförnum mánuðum hefur slagorð starfsmenntasjóða verið „Samkomubann þýðir ekki fræðslubann‘‘ og með því hafa sjóðirnir viljað hvetja til fræðslu innan fyrirtækja þrátt fyrir þær augljósu hindranir sem eru og verið hafa á vinnumarkaði. Áhrifin hafa verið jákvæð og fjöldi fyrirtækja nýtt sér sinn rétt. Það hefur reynt á útsjónarsemi stjórnenda fyrirtækja að bjóða sínu starfsfólki upp á fræðslu á vinnumarkaði þar sem ekki má koma saman en tæknilausninar voru og eru fyrir hendi og leiðin greið. Innan margra fyrirtækja var þegar búið að innleiða stafræna fræðslu og fræðsla af því tagi orðin ríkur þáttur í menningu þeirra. Stjórnendur annarra fyrirtækja hafa þurft að hafa hraðar hendur og einhenda sér inn í framtíð stafrænnar fræðslu. Einhverjir hafa setið eftir. Hvað sem er og verður þá er mikilvægt að hafa í huga að þróun mannauðs er mikilvæg á öllum tímum og finna þarf leiðir til að hægt sé að fjárfesta í mannauð með fræðslu við hæfi sem tekur sannarlega mið af stefnu og framtíðaráformum allra hlutaðeigandi. Munum að lausnirnar eru allar fyrir hendi. Tíminn er núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Það er fátt eðlilegt við það ástand sem verið hefur á vinnumarkaði síðastliðna tíu mánuði. Heilu vinnustaðirnir hafa verið lokaðir svo vikum og mánuðum skiptir vegna samkomutakmarkana og samskipti, bæði vinnutengd og önnur, fara fram með aðstoð stafrænna miðla. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti alveg nýjar fyrir okkur þrátt fyrir að hafa áður mætt sambærilegum hindrunum eða áföllum á vinnumarkaði með tilheyrandi álagi á rekstur og stjórnun. Það sem er ekki nýtt fyrir okkur er hinsvegar sú tilhneiging margra til að láta fræðslu og frekari fjárfestingu í þróun mannauðs víkja þegar harðnar í ári. Skiljanlega er eigandi fyrirtækis sem sér fram á þrot og gerir hvað hann getur til að þrauka frá mánuði til mánaðar lítið að hugsa um þessháttar, við skiljum það. En fyrir eigendur fyrirtækja sem sjá fram á bjartari tíma þá er þróun mannauðs eitthvað sem ekki má kasta fyrir róða og mörg fyrirtæki eru vel meðvituð og hafa hvergi slegið slöku við. Það er nefnilega svo að fyrirtæki sem eru með skýra stefnu, markvissa fræðslu og virkar starfsþróunaráætlanir eiga auðveldara með að mæta breytingum, bæði þeim sem eru innan skipulagsheildarinnar sem og breytinga sem koma úr rekstrarumhverfinu. Þá má einnig gera ráð fyrir minni starfsmannaveltu, skipulagðara verklagi og bættri rekstrarafkomu. Ávinningurinn er augljós. Það er sannarlega erfitt fyrir þá stjórnendur sem bera ábyrgð á stjórnun og starfsþróun mannauðs að skipuleggja það sem telst til fræðslu og starfsþróunar, ekki vitandi hvar, hvort eða hversu margir eru og verða starfandi á komandi vikum og mánuðum. Engu að síður er mikilvægt að skoða þessa þætti, setja ákveðin markmið og útbúa plan A eða plan B eða jafnvel hvorutveggja. Á undanförnum mánuðum hefur slagorð starfsmenntasjóða verið „Samkomubann þýðir ekki fræðslubann‘‘ og með því hafa sjóðirnir viljað hvetja til fræðslu innan fyrirtækja þrátt fyrir þær augljósu hindranir sem eru og verið hafa á vinnumarkaði. Áhrifin hafa verið jákvæð og fjöldi fyrirtækja nýtt sér sinn rétt. Það hefur reynt á útsjónarsemi stjórnenda fyrirtækja að bjóða sínu starfsfólki upp á fræðslu á vinnumarkaði þar sem ekki má koma saman en tæknilausninar voru og eru fyrir hendi og leiðin greið. Innan margra fyrirtækja var þegar búið að innleiða stafræna fræðslu og fræðsla af því tagi orðin ríkur þáttur í menningu þeirra. Stjórnendur annarra fyrirtækja hafa þurft að hafa hraðar hendur og einhenda sér inn í framtíð stafrænnar fræðslu. Einhverjir hafa setið eftir. Hvað sem er og verður þá er mikilvægt að hafa í huga að þróun mannauðs er mikilvæg á öllum tímum og finna þarf leiðir til að hægt sé að fjárfesta í mannauð með fræðslu við hæfi sem tekur sannarlega mið af stefnu og framtíðaráformum allra hlutaðeigandi. Munum að lausnirnar eru allar fyrir hendi. Tíminn er núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun