„Af hverju í ósköpunum þurfum við að láta leggja grasblett og berjarunna?“ Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2021 23:16 Tíu fermetra sérafnotareitur fylgdi með nýrri íbúð Guðmundar en borgin segir hann hafa lítið um það að segja hvernig plássið er nýtt. Aðsend/Samsett Guðmundur Heiðar Helgason, markaðsstjóri Strætó og íbúi í Vogabyggð, furðar sig á vinnubrögðum Reykjavíkurborgar og segir ósveigjanleika hennar leiða til sóunar á tíma og peningum. Fjölskylda hans flutti í nóvember inn í íbúð í nýja hverfinu en með henni fylgdi tíu fermetra ókláraður sérafnotareitur með sólpalli og skjólvegg. Guðmundur segir að fjölskyldan hafi klórað sér í hausnum þegar smiðirnir kláruðu aðeins helminginn af gólfinu og fóru svo að ganga frá veggjunum. „Við spurðumst fyrir um þetta og þá kemur í ljós að samkvæmt skilmálum frá Reykjavíkurborg þá má pallurinn ekki ná yfir allan reitinn okkar,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt þeim þarf að vera gras yfir helmingi af sérafnotafletinum við íbúðirnar og auk þess þarf að vera berjarunni inn á hverjum reit. Guðmundur segir í samtali við Vísi að í sölugögnum íbúðarinnar hafi einfaldlega verið talað um sérafnotareit með palli og ekki verið minnst á grasblettinn. Þar að auki hafi teikning á heimasíðu verktakans ekki verið eins skýr og sú sem hann fékk í hendurnar eftir að hann fór að spyrjast fyrir um málið. Engar undantekningar hjá borginni Að sögn Guðmundar fannst honum ópraktískt að hafa pínulítinn grasblett og berjarunna innan lítils skjólveggjar og vonaðist því til að fá þessu breytt. „Við spurðum hvort verktakinn gæti ekki frekar sett pallinn yfir restina af reitnum, en það er ekki hægt. Verktakanum er skylt að setja gras og berjarunna á reitinn, því annars fær hann ekki lokaúttekt frá borginni.“ Hann bætir við að frekari samskipti við fulltrúa borgaryfirvalda hafi engu skilað. „Borgin kýs frekar að láta tyrfa reitinn og koma berjarunna fyrir og láta okkur síðan um að rífa upp blettinn þegar að verkinu er lokið. Þvílík sóun á tíma og peningum.“ Upplýsingafulltrúi Strætó telur þetta síður en svo vera bestu leiðina til að leysa málið. „Af hverju þarf þjónustan í borgarkerfinu að vera svona ósveigjanleg? Af hverju mega eigendur eða húsfélagið ekki ráða því hvernig sérafnotareitir eru afhentir? Við getum allavega lofað ykkur því að um leið og verkinu er lokið, þá fer pallurinn beinustu leið yfir grasblettinn og berjarunnann!“ skrifar hann í Facebook-færslu sinni. Tölvan sagði nei „Þó ég starfi hjá opinberu fyrirtæki þá get ég stundum fórnað höndum yfir því hversu ósveigjanlegt og ferkantað kerfið getur verið hjá stofnunum eins og Reykjavíkurborg.“ Guðmundur segir fulltrúa borgarinnar hafa verið harða á því að fylgja þyrfti áðurnefndum skilmálum sama hvað og enga undanþágu væri hægt að fá. „Ég tala við nokkra aðila hjá borginni og þeir eru bara harðir á þessu, þetta eru bara skilmálar og við verðum bara að fylgja þeim. En svo skil ég það svoleiðis að við getum gert hvað sem er við þetta þegar verkinu er lokið. Þannig að mér finnst svo skrítið af hverju í ósköpunum þurfum við að láta leggja grasblett og berjarunna og svo eigum við bara að rífa hann niður sjálf. Ég er hálf orðlaus yfir þessu.“ „Þetta var svolítið tölvan segir nei,“ bætir Guðmundur við, ekki sé um að ræða leigulóð. Hann segist ekki hafa fengið viðbrögð frá fulltrúum borgarinnar vegna Facebook-færslu sinnar sem hefur nú náð nokkurri dreifingu. Þó ég starfi hjá opinberu fyrirtæki þá get ég stundum fórnað höndum yfir því hversu ósveigjanlegt og ferkantað kerfið...Posted by Guðmundur Heiðar Helgason on Wednesday, January 20, 2021 Reykjavík Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fjölskylda hans flutti í nóvember inn í íbúð í nýja hverfinu en með henni fylgdi tíu fermetra ókláraður sérafnotareitur með sólpalli og skjólvegg. Guðmundur segir að fjölskyldan hafi klórað sér í hausnum þegar smiðirnir kláruðu aðeins helminginn af gólfinu og fóru svo að ganga frá veggjunum. „Við spurðumst fyrir um þetta og þá kemur í ljós að samkvæmt skilmálum frá Reykjavíkurborg þá má pallurinn ekki ná yfir allan reitinn okkar,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt þeim þarf að vera gras yfir helmingi af sérafnotafletinum við íbúðirnar og auk þess þarf að vera berjarunni inn á hverjum reit. Guðmundur segir í samtali við Vísi að í sölugögnum íbúðarinnar hafi einfaldlega verið talað um sérafnotareit með palli og ekki verið minnst á grasblettinn. Þar að auki hafi teikning á heimasíðu verktakans ekki verið eins skýr og sú sem hann fékk í hendurnar eftir að hann fór að spyrjast fyrir um málið. Engar undantekningar hjá borginni Að sögn Guðmundar fannst honum ópraktískt að hafa pínulítinn grasblett og berjarunna innan lítils skjólveggjar og vonaðist því til að fá þessu breytt. „Við spurðum hvort verktakinn gæti ekki frekar sett pallinn yfir restina af reitnum, en það er ekki hægt. Verktakanum er skylt að setja gras og berjarunna á reitinn, því annars fær hann ekki lokaúttekt frá borginni.“ Hann bætir við að frekari samskipti við fulltrúa borgaryfirvalda hafi engu skilað. „Borgin kýs frekar að láta tyrfa reitinn og koma berjarunna fyrir og láta okkur síðan um að rífa upp blettinn þegar að verkinu er lokið. Þvílík sóun á tíma og peningum.“ Upplýsingafulltrúi Strætó telur þetta síður en svo vera bestu leiðina til að leysa málið. „Af hverju þarf þjónustan í borgarkerfinu að vera svona ósveigjanleg? Af hverju mega eigendur eða húsfélagið ekki ráða því hvernig sérafnotareitir eru afhentir? Við getum allavega lofað ykkur því að um leið og verkinu er lokið, þá fer pallurinn beinustu leið yfir grasblettinn og berjarunnann!“ skrifar hann í Facebook-færslu sinni. Tölvan sagði nei „Þó ég starfi hjá opinberu fyrirtæki þá get ég stundum fórnað höndum yfir því hversu ósveigjanlegt og ferkantað kerfið getur verið hjá stofnunum eins og Reykjavíkurborg.“ Guðmundur segir fulltrúa borgarinnar hafa verið harða á því að fylgja þyrfti áðurnefndum skilmálum sama hvað og enga undanþágu væri hægt að fá. „Ég tala við nokkra aðila hjá borginni og þeir eru bara harðir á þessu, þetta eru bara skilmálar og við verðum bara að fylgja þeim. En svo skil ég það svoleiðis að við getum gert hvað sem er við þetta þegar verkinu er lokið. Þannig að mér finnst svo skrítið af hverju í ósköpunum þurfum við að láta leggja grasblett og berjarunna og svo eigum við bara að rífa hann niður sjálf. Ég er hálf orðlaus yfir þessu.“ „Þetta var svolítið tölvan segir nei,“ bætir Guðmundur við, ekki sé um að ræða leigulóð. Hann segist ekki hafa fengið viðbrögð frá fulltrúum borgarinnar vegna Facebook-færslu sinnar sem hefur nú náð nokkurri dreifingu. Þó ég starfi hjá opinberu fyrirtæki þá get ég stundum fórnað höndum yfir því hversu ósveigjanlegt og ferkantað kerfið...Posted by Guðmundur Heiðar Helgason on Wednesday, January 20, 2021
Reykjavík Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira