Farþegafjöldi tvöfaldaðist milli mánaða en 95 prósent samdráttur milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 17:54 Icelandair flutti um 14.500 farþega til og frá Íslandi í desember. Vísir/Vilhelm Fjöldi farþega sem ferðuðust með Icelandair tvöfaldaðist milli mánaða í desember. Fjölgunin endurspeglast í flutningatölum Icelandair Group fyrir desembermánuð sem birtar voru í Kauphöll í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þrátt fyrir þetta nam heildarfjöldi farþega í millilandaflugi um 14.500 í desember sem jafngildir 95 prósenta samdrætti milli ára. Tíðni flugferða var aukin og fjöldi áfangastaða sömuleiðis yfir hátíðarnar til að mæta aukinni eftirspurn að því er segir ennfremur í tilkynningunni en fraktflutningar félagsins voru sambærilegir og í desember 2019. Álíka margir ferðuðust til landsins og frá því, eða um sjö þúsund. Farþegafjöldi í tengiflugi milli Evrópu og Norður Ameríku var enn í lágmarki vegna ferðatakmarkana vestanhafs og á ytri landamærum Schengen. Alls dróst heildarsætaframboð Icelandair saman um92% í desember samanborið við sama mánuð 2019. „Eins og gefur að skilja hafði COVID-19 faraldurinn umtalsverð áhrif á starfsemi Icelandair á nýliðnu ári. Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair á árinu 2020 var um 763 þúsund og dróst saman um 83% á milli ára. Sætaframboð dróst saman um 81% á milli ára,“ segir í tilkynningu Icelandair. Innanlandsflug dróst einnig saman Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var um 10.200 í desember sem er 43 prósent fækkun milli ára og dróst framboð í innanlandsflugi saman um 36 prósent milli ára. Þannig var heildarfjöldi farþega í innanlandsflugi um 128 þúsund á árinu 2020 og dróst saman um 55 prósent milli ára. Heildarframboð innanlandsflugs á árinu dróst saman um 58 prósent. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það vera hlutverk félagsins að tryggja samgöngur til og frá Íslandi, ekki síst á þessum árstíma, að því er haft er eftir Boga í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm „Við fundum fyrir auknum áhuga á flugi yfir hátíðirnar, fyrst og fremst frá Íslendingum sem vildu komast heim, sem við mættum með aukinni tíðni og fjölgun áfangastaða frá því sem verið hefur að undanförnu. Flutningatölur félagsins fyrir árið í heild endurspeglast af þeim aðstæðum sem ríkt hafa í alþjóðaflugi á nýliðnu ári, þar sem farþegaflug hefur verið í lágmarki. Fraktflutningar okkar hafa hins vegar gengið vel á árinu. Þar tókst okkur að skapa ný verkefni, svo sem með flutningi á lækningavörum frá Kína til Evrópu og Norður Ameríku og auknum umsvifum í fraktflutningum á Norður Atlantshafinu. Þá var ánægjulegt að geta aukið farþegaflug með skömmum fyrirvara, fyrst í sumar og nú aftur um jólin. Þrátt fyrir að talsverð óvissa sé framundan erum vel undirbúin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem nýtt ár færir okkur,“ er ennfremur haft eftir Boga. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Tíðni flugferða var aukin og fjöldi áfangastaða sömuleiðis yfir hátíðarnar til að mæta aukinni eftirspurn að því er segir ennfremur í tilkynningunni en fraktflutningar félagsins voru sambærilegir og í desember 2019. Álíka margir ferðuðust til landsins og frá því, eða um sjö þúsund. Farþegafjöldi í tengiflugi milli Evrópu og Norður Ameríku var enn í lágmarki vegna ferðatakmarkana vestanhafs og á ytri landamærum Schengen. Alls dróst heildarsætaframboð Icelandair saman um92% í desember samanborið við sama mánuð 2019. „Eins og gefur að skilja hafði COVID-19 faraldurinn umtalsverð áhrif á starfsemi Icelandair á nýliðnu ári. Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair á árinu 2020 var um 763 þúsund og dróst saman um 83% á milli ára. Sætaframboð dróst saman um 81% á milli ára,“ segir í tilkynningu Icelandair. Innanlandsflug dróst einnig saman Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var um 10.200 í desember sem er 43 prósent fækkun milli ára og dróst framboð í innanlandsflugi saman um 36 prósent milli ára. Þannig var heildarfjöldi farþega í innanlandsflugi um 128 þúsund á árinu 2020 og dróst saman um 55 prósent milli ára. Heildarframboð innanlandsflugs á árinu dróst saman um 58 prósent. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það vera hlutverk félagsins að tryggja samgöngur til og frá Íslandi, ekki síst á þessum árstíma, að því er haft er eftir Boga í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm „Við fundum fyrir auknum áhuga á flugi yfir hátíðirnar, fyrst og fremst frá Íslendingum sem vildu komast heim, sem við mættum með aukinni tíðni og fjölgun áfangastaða frá því sem verið hefur að undanförnu. Flutningatölur félagsins fyrir árið í heild endurspeglast af þeim aðstæðum sem ríkt hafa í alþjóðaflugi á nýliðnu ári, þar sem farþegaflug hefur verið í lágmarki. Fraktflutningar okkar hafa hins vegar gengið vel á árinu. Þar tókst okkur að skapa ný verkefni, svo sem með flutningi á lækningavörum frá Kína til Evrópu og Norður Ameríku og auknum umsvifum í fraktflutningum á Norður Atlantshafinu. Þá var ánægjulegt að geta aukið farþegaflug með skömmum fyrirvara, fyrst í sumar og nú aftur um jólin. Þrátt fyrir að talsverð óvissa sé framundan erum vel undirbúin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem nýtt ár færir okkur,“ er ennfremur haft eftir Boga.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira