Milljarðar gætu búið við þrúgandi hita fyrir 2070 Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2020 14:28 Hnattræn hlýnun gæti gert lífið á stöðum sem eru heitir fyrir eins og Ástralíu nær óbærilegir á seinni hluta þessarar aldar. Vísir/EPA Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum. Flestir jarðarbúar búa á svæðum þar sem meðalhiti hefur verið á bilinu 11-15°C í þúsundir ára. Hluti mannkynsins býr þó á svæðum með meðalhita upp á 20-25°C. Ef fram fer sem horfir mun æ stærri hluti mannfólksins búa á svæðum sem er mörkum þess bærilega samkvæmt nýrri rannsókn. Hún byggist á manfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna og sviðsmynd loftslagslíkana um þriggja gráðu hlýnun fyrir lok þessarar aldar, um það bil þá hlýnun sem útlit er fyrir að eigi sér stað jafnvel þó að ríki nái núverandi markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tim Lenton, loftslagsvísindamaður við Exeter-háskóla á Englandi ogeinn höfunda greinar um rannsóknina, segir BBC að búist sé við mestri mannfjölgun á svæðum sem eru heit fyrir, sérstaklega í Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar. „Þetta hliðrar allri dreifingu fólks til heitari svæða sem eru sjálf að verða hlýrri og þess vegna komumst við að því að meðalmanneskjan á plánetunni muni búa við um 7°C hlýrri aðstæður í heimi sem er 3°C hlýrri,“ segir Lenton. Þar á hann við svæði eins og Ástralíu, Indland, Afríku, Suður-Ameríku og hluta Miðausturlanda. Lenton segir niðurstöðurnar undirstrika hversu mikilvægt sé að takmarka hnattræna hlýnun eins og kostur sé. „Þetta er um milljarður manna fyrir hverja gráðu hlýnunar umfram þá sem þegar er orðin. Fyrir hverja gráðu hlýnunar gætum við forðast gríðarlega breytingu á lífsafkomu fólks,“ segir hann. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5-2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Ljóst er að það markmið næst þó ekki nema ríki heims auki verulega metnað í aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 3-5°C fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun. Svartsýnari sviðsmyndir byggja þó á því að nær ekkert verði gert til að draga úr losun á öldinni. Loftslagsmál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum. Flestir jarðarbúar búa á svæðum þar sem meðalhiti hefur verið á bilinu 11-15°C í þúsundir ára. Hluti mannkynsins býr þó á svæðum með meðalhita upp á 20-25°C. Ef fram fer sem horfir mun æ stærri hluti mannfólksins búa á svæðum sem er mörkum þess bærilega samkvæmt nýrri rannsókn. Hún byggist á manfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna og sviðsmynd loftslagslíkana um þriggja gráðu hlýnun fyrir lok þessarar aldar, um það bil þá hlýnun sem útlit er fyrir að eigi sér stað jafnvel þó að ríki nái núverandi markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tim Lenton, loftslagsvísindamaður við Exeter-háskóla á Englandi ogeinn höfunda greinar um rannsóknina, segir BBC að búist sé við mestri mannfjölgun á svæðum sem eru heit fyrir, sérstaklega í Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar. „Þetta hliðrar allri dreifingu fólks til heitari svæða sem eru sjálf að verða hlýrri og þess vegna komumst við að því að meðalmanneskjan á plánetunni muni búa við um 7°C hlýrri aðstæður í heimi sem er 3°C hlýrri,“ segir Lenton. Þar á hann við svæði eins og Ástralíu, Indland, Afríku, Suður-Ameríku og hluta Miðausturlanda. Lenton segir niðurstöðurnar undirstrika hversu mikilvægt sé að takmarka hnattræna hlýnun eins og kostur sé. „Þetta er um milljarður manna fyrir hverja gráðu hlýnunar umfram þá sem þegar er orðin. Fyrir hverja gráðu hlýnunar gætum við forðast gríðarlega breytingu á lífsafkomu fólks,“ segir hann. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5-2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Ljóst er að það markmið næst þó ekki nema ríki heims auki verulega metnað í aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 3-5°C fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun. Svartsýnari sviðsmyndir byggja þó á því að nær ekkert verði gert til að draga úr losun á öldinni.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15