Þannig má lækka verð á gistingu um allt land Þórir Garðarsson skrifar 24. apríl 2020 16:05 Á mjög mörgum heimilum er byrjað að spá í ferðir innanlands í sumarfríinu. Á sama tíma naga eigendur hótela og gististaða á sér neglurnar vegna óvissu um hvort þeir geti haft opið. Jafnvel þó gistinóttum Íslendinga fjölgi, þá vantar samt 90% viðskiptavinanna – erlendu ferðamennina. Undir þessum kringumstæðum er erfitt að hafa opið eða lækka verð á gistingunni. Kostnaðurinn er einfaldlega svo mikill við að hafa opið, fyrst og fremst launakostnaður. Hátt verð á gistingu fælir hins vegar frá þannig að málin eru í sjálfheldu. Þetta má leysa með því að slá tvær flugur í einu höggi. Við mjög mörgum hótelum og gististöðum, sérstaklega á landsbyggðinni, blasir við að loka og senda starfsfólk á atvinnuleysisskrá til að gera ekki neitt. En þess í stað væri hyggilegt að gera gististöðunum kleift að hafa viðkomandi einstaklinga í vinnu á launum með styrk frá atvinnuleysistryggingasjóði, það eru fordæmi fyrir því. Með lækkun launakostnaðar gætu hótelin og gististaðirnir lækkað verð gistingar umtalsvert og komið þannig til móts við þá fjölmörgu landsmenn sem vilja ferðast um landið og skapa þar með veltu og viðskipti í þjónustugreinum á landsbyggðinni. Eðlilegt er að spyrja hvernig tryggja megi að slíkar ráðstafanir skili sér í lækkuðu gistiverði. Svarið við því er afar einfalt: samkeppnin sér til þess. Gististaðir munu slást um viðskiptin á netinu. Ljóst er að lækkun gistikostnaðar leiðir til stóraukinna ferðalaga landsmanna, miklu meiri en ella hefði orðið. Uppbygging hótela, og gistihúsa og annarra þjónustugreina á landsbyggðinni hefur að miklu leyti byggst á fjölgun erlendra ferðamanna. Með því að fá Íslendinga til að fylla í skörðin er hægt að draga verulega úr því tjóni sem annars blasir við. Útgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs aukast ekkert, heldur minnka ef eitthvað er þar sem afleiddum störfum mun fjölga. Allir vinna. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Á mjög mörgum heimilum er byrjað að spá í ferðir innanlands í sumarfríinu. Á sama tíma naga eigendur hótela og gististaða á sér neglurnar vegna óvissu um hvort þeir geti haft opið. Jafnvel þó gistinóttum Íslendinga fjölgi, þá vantar samt 90% viðskiptavinanna – erlendu ferðamennina. Undir þessum kringumstæðum er erfitt að hafa opið eða lækka verð á gistingunni. Kostnaðurinn er einfaldlega svo mikill við að hafa opið, fyrst og fremst launakostnaður. Hátt verð á gistingu fælir hins vegar frá þannig að málin eru í sjálfheldu. Þetta má leysa með því að slá tvær flugur í einu höggi. Við mjög mörgum hótelum og gististöðum, sérstaklega á landsbyggðinni, blasir við að loka og senda starfsfólk á atvinnuleysisskrá til að gera ekki neitt. En þess í stað væri hyggilegt að gera gististöðunum kleift að hafa viðkomandi einstaklinga í vinnu á launum með styrk frá atvinnuleysistryggingasjóði, það eru fordæmi fyrir því. Með lækkun launakostnaðar gætu hótelin og gististaðirnir lækkað verð gistingar umtalsvert og komið þannig til móts við þá fjölmörgu landsmenn sem vilja ferðast um landið og skapa þar með veltu og viðskipti í þjónustugreinum á landsbyggðinni. Eðlilegt er að spyrja hvernig tryggja megi að slíkar ráðstafanir skili sér í lækkuðu gistiverði. Svarið við því er afar einfalt: samkeppnin sér til þess. Gististaðir munu slást um viðskiptin á netinu. Ljóst er að lækkun gistikostnaðar leiðir til stóraukinna ferðalaga landsmanna, miklu meiri en ella hefði orðið. Uppbygging hótela, og gistihúsa og annarra þjónustugreina á landsbyggðinni hefur að miklu leyti byggst á fjölgun erlendra ferðamanna. Með því að fá Íslendinga til að fylla í skörðin er hægt að draga verulega úr því tjóni sem annars blasir við. Útgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs aukast ekkert, heldur minnka ef eitthvað er þar sem afleiddum störfum mun fjölga. Allir vinna. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar