Breyttar reglur um sóttkví taka gildi á föstudag Atli Ísleifsson skrifar 22. apríl 2020 10:44 Ríksistjórnarfundur og blaðamannafundur vegna samkomubanns Öllum þeim sem koma til landsins verður skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Samhliða því verður tekið upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum. Reglurnar koma til framkvæmda föstudaginn 24. apríl og falla að óbreyttu úr gildi 15. maí. Þetta kemur fram að í tilkynningu sem birtist á vef stjórnarráðsins. Segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi breytt reglum um sóttkví í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Á við um fólk sem kemur frá há-áhættusvæðum Krafan um sóttkví er sögð eiga við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há-áhættusvæði en sem stendur eigi það við um öll lönd. Reglulega verði endurmetið hvort einhver lönd falli ekki lengur undir þessa skilgreiningu. „Eins og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis hefur að mestu tekist að ráða niðurlögum COVID-19 faraldursins hér á landi þannig að einungis nokkur tilfelli greinast daglega. Eitt mikilvægasta atriðið til að viðhalda stöðunni og koma í veg fyrir víðtækan faraldur hér á landi er að tryggja að smit berist ekki hingað frá öðrum löndum. Verkefnahópur undir stjórn ríkislögreglustjóra sem stofnaður var að beiðni sóttvarnalæknis hefur skilað tillögum sínum. Niðurstaða hópsins er sú að skynsamlegast sé að útvíkka reglur um sóttkví þannig að þær taki til allra sem koma til landsins en hingað til hefur það ekki gilt um ferðamenn,“ segir í tilkynningunni. Frá Keflavíkurflugvelli.Vísri/vilhelm Tímabundið landamæraeftirlit Ennfremur segir að til að framfylgja breyttum reglum um sóttkví þurfi að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins í samræmi við útlendingalög og reglugerð um för yfir landamæri. „Gerð verður krafa til þeirra sem flytja farþega til landsins að þeir útfylli svokallað e. Public Health Passenger Locator eða sambærilegt form og munu farþegar þurfa að framvísa því við landamæraeftirlit. Með því er gert að skilyrði við komu fólks til landsins að fyrir liggi allar nauðsynlegar upplýsingar um hvar viðkomandi muni dvelja í sóttkví og hvernig henni verður háttað. Á fundi ríkisstjórnar í gær var samþykkt að starfshópur nokkurra ráðuneyta sem leiddur verður af forsætisráðuneytinu muni fjalla um möguleg næstu skref varðandi ferðalög milli landa. Ákvarðanir um hvert framhaldið verður munu ráðast af þróun faraldursins hérlendis og erlendis og taka mið af stefnu annarra ríkja í þessum efnum,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma í senn Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. 20. apríl 2020 18:38 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Öllum þeim sem koma til landsins verður skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Samhliða því verður tekið upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum. Reglurnar koma til framkvæmda föstudaginn 24. apríl og falla að óbreyttu úr gildi 15. maí. Þetta kemur fram að í tilkynningu sem birtist á vef stjórnarráðsins. Segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi breytt reglum um sóttkví í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Á við um fólk sem kemur frá há-áhættusvæðum Krafan um sóttkví er sögð eiga við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há-áhættusvæði en sem stendur eigi það við um öll lönd. Reglulega verði endurmetið hvort einhver lönd falli ekki lengur undir þessa skilgreiningu. „Eins og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis hefur að mestu tekist að ráða niðurlögum COVID-19 faraldursins hér á landi þannig að einungis nokkur tilfelli greinast daglega. Eitt mikilvægasta atriðið til að viðhalda stöðunni og koma í veg fyrir víðtækan faraldur hér á landi er að tryggja að smit berist ekki hingað frá öðrum löndum. Verkefnahópur undir stjórn ríkislögreglustjóra sem stofnaður var að beiðni sóttvarnalæknis hefur skilað tillögum sínum. Niðurstaða hópsins er sú að skynsamlegast sé að útvíkka reglur um sóttkví þannig að þær taki til allra sem koma til landsins en hingað til hefur það ekki gilt um ferðamenn,“ segir í tilkynningunni. Frá Keflavíkurflugvelli.Vísri/vilhelm Tímabundið landamæraeftirlit Ennfremur segir að til að framfylgja breyttum reglum um sóttkví þurfi að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins í samræmi við útlendingalög og reglugerð um för yfir landamæri. „Gerð verður krafa til þeirra sem flytja farþega til landsins að þeir útfylli svokallað e. Public Health Passenger Locator eða sambærilegt form og munu farþegar þurfa að framvísa því við landamæraeftirlit. Með því er gert að skilyrði við komu fólks til landsins að fyrir liggi allar nauðsynlegar upplýsingar um hvar viðkomandi muni dvelja í sóttkví og hvernig henni verður háttað. Á fundi ríkisstjórnar í gær var samþykkt að starfshópur nokkurra ráðuneyta sem leiddur verður af forsætisráðuneytinu muni fjalla um möguleg næstu skref varðandi ferðalög milli landa. Ákvarðanir um hvert framhaldið verður munu ráðast af þróun faraldursins hérlendis og erlendis og taka mið af stefnu annarra ríkja í þessum efnum,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma í senn Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. 20. apríl 2020 18:38 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59
Ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma í senn Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. 20. apríl 2020 18:38